— GESTAPÓ —
Undirskriftalisti á móti eyðingu Reynis og félaga.
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/1/08 16:53

Ég mótmæli því að Reyni og félögum verði hent út.

1. Upprifinn.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 6/1/08 16:58

Þér finnst ss bara í fínasta lagi að nafngreina raunheimanafn hvers sem er hérna inni? Hvernig þætti þér ef ég mundi skrifa nafnið þitt og heimilisfang inn og fleygja símanúmerinu með svona að gamni?

Mu!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/1/08 17:19

Álfelgur, gjörðu svo vel að skrifa allar þessar upplýsingar um mig ef þú vilt (ég skal meira að segja senda þér þær í einkapósti ef þig langar). Það hjálpar samt lítið að reka svona kóna út; þeir koma bara aftur. Á viðkomandi þráð er búið að bæta Leidindaskjodu, finnst þér það ekki viðeigandi?
Hefur það verið til gagns að hrekja héðan póa sem sumir elska, aðrir hata, og enn aðrir elska að hata?
Biturðin vellur hér enn misserum síðar. Betra hefði verið að hunsa viðkomandi.

Ég skal hins vegar skrifa undir lista þess efnis að ritstjórn verði ámálguð um það að eyða óviðeigandi athugasemdum (persónuupplýsingum) og aðvari viðkomandi.

‹Skrifar undir hjá Upprifnum›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 6/1/08 17:32

Ég hef bara ekki nokkurn einasta áhuga á því að vita þitt raunheimanafn, og þótt þér sé sama um að komi fram hver þú ert þarf ekki að vera að öllum sé sama. Sumum er mjög annt um nafnleynd sína og mér finnst bara sjálfsagt að það sé virt!
Hins vegar getur alveg verið rétt hjá þér að eyðing persónu Reynis sé tilgangslaus og aðrar aðferðir væru betri til að stoppa hann. Mér finnst óviðeigandi að Leiðindaskjóðu hafi verið bætt við þar sem hún hefur að mér vitandi ekki verið með nein leiðindi enda held ég að undirmáls-komment frá bæði Skabba og Dulu hafi frekar verið sett fram í gríni heldur en alvöru. Undirskriftarlistinn vísar til Reynis þar sem hann fór heiftarlega yfir strikið með að nafngreina einstakling sem kærir sig ekki um slíkt og mér leiðist þegar fólk nennir ekki að setja sig í spor annarra heldur er bara ósammála til að vera ósammála eins og mér virtist Upprifinn vera að gera, það voru rök fyrir undirskriftarsöfnun Aulans en ég sá engin frá Upprifnum.

Mu!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/1/08 17:35

Álfelgur mælti:

Þér finnst ss bara í fínasta lagi að nafngreina raunheimanafn hvers sem er hérna inni? Hvernig þætti þér ef ég mundi skrifa nafnið þitt og heimilisfang inn og fleygja símanúmerinu með svona að gamni?

Hver birti hér raunheimanafn og hversvegna? menn eiga heldur ekki að vera að gaspra eitthvað hér sem þeir eru ekki tilbúnir að standa við í eigin nafni.

Það er ekki fordæmisgefandi þó að Úlfamanninum hafi verið hent út því að hann var að fylla alla þræði hér af bulli.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 6/1/08 17:37

Hver er Reynir og félagar?

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/1/08 17:39

Ég vil ekki skrifa undir eyðingu Reynis, né annarra. Það ætti að þurfa meira til en þetta til að eyða einstaklingum út af Gestapó. Hins vegar mótmæli ég því ekki að eytt sé athugasemdum og orðabelgjum sem fara langt yfir strikið, eins og í morgunn.

Eins og Billi segir, þeir koma bara aftur. Það er betra að hunsa þá. (Hunza, ætti ég ekki að fara að nota z?)

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 6/1/08 17:39

Upprifinn mælti:

Álfelgur mælti:

Þér finnst ss bara í fínasta lagi að nafngreina raunheimanafn hvers sem er hérna inni? Hvernig þætti þér ef ég mundi skrifa nafnið þitt og heimilisfang inn og fleygja símanúmerinu með svona að gamni?

Hver birti hér raunheimanafn og hversvegna? menn eiga heldur ekki að vera að gaspra eitthvað hér sem þeir eru ekki tilbúnir að standa við í eigin nafni.

Það er ekki fordæmisgefandi þó að Úlfamanninum hafi verið hent út því að hann var að fylla alla þræði hér af bulli.

Skoðaðu kommentin við félagsritið hans Galdra og farðu svo á þráðinn „Það tilkynnist hér með opinberlega“ og sjáðu hvað Galdri skrifar.

Mu!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/1/08 17:40

Rökin mín eru einföld.
Málfrelsið lifi.

Það er hellingur af póum sem mér finnast hundleiðinlegir en ég færi aldrei fram á að þeim væri hent út þó að ég hafi vissulega skorað á einhverja að hætta.‹Glottir eins og fífl›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/1/08 17:49

Álfelgur mælti:

Ég hef bara ekki nokkurn einasta áhuga á því að vita þitt raunheimanafn, og þótt þér sé sama um að komi fram hver þú ert þarf ekki að vera að öllum sé sama. Sumum er mjög annt um nafnleynd sína og mér finnst bara sjálfsagt að það sé virt!
Hins vegar getur alveg verið rétt hjá þér að eyðing persónu Reynis sé tilgangslaus og aðrar aðferðir væru betri til að stoppa hann. Mér finnst óviðeigandi að Leiðindaskjóðu hafi verið bætt við þar sem hún hefur að mér vitandi ekki verið með nein leiðindi enda held ég að undirmáls-komment frá bæði Skabba og Dulu hafi frekar verið sett fram í gríni heldur en alvöru. Undirskriftarlistinn vísar til Reynis þar sem hann fór heiftarlega yfir strikið með að nafngreina einstakling sem kærir sig ekki um slíkt og mér leiðist þegar fólk nennir ekki að setja sig í spor annarra heldur er bara ósammála til að vera ósammála eins og mér virtist Upprifinn vera að gera, það voru rök fyrir undirskriftarsöfnun Aulans en ég sá engin frá Upprifnum.

Þó að sumum sé ekki sama, þá er sumum sama - og því átt þú ekki, frekar en aðrir, að alhæfa um það.
Fyrst að þú talar eins og þú sért tilbúin að birta svona upplýsingar, þá skaltu ekki vera svo hissa á mínu boði.
Þó að góð rök séu fyrir þessum undirskriftalista, þá er hann illa hugsaður, og því ekki hægt að skrifa undir hann eins og hann stendur. Þú ættir að skilja þessi rök, en ekki álykta að einhverjir geti ekki sett sig í spor annarra.

Það að segja að undirmálsathugasemdirnar séu settar fram í gríni get ég ekki fallist á. Ef ég gæti fallist á það myndu viðkomandi undirskriftir missa trúverðugleika sinn í mínum huga, en svo er ekki.

Það er rosalega auðvelt að falla í já-gír með þeim sem manni líkar vel við, og jafnvel þykir vænt um - en mér finnst hrikalegt að búið sé að strika út stóran hluta af sögu Skáldskaparmála (og annara mér minna kunnra svæða) vegna þess að þeir sem þykjast alltaf vera svo góðir geti ekki hætt að kroppa í sár. (Hvorki sín né annarra.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/1/08 17:49

ég skil núna hversvegna þessi undirskriftasöfnun fór af stað, en það verður að segjast að Galdri hefur ekki verið að fela sitt raunheimanafn sérstaklega vel og það hefur verið mér kunnugt alllengi og ég reikna með að allmargir póar viti mitt.
Ég er samt á móti því að Reyni verði hent en bendi Galdra á að vera ekki svona andskoti viðkvæmur því að Nafnið hans vissum við flest hvort sem er.

Hver er annars þessi Reynir.‹Starir þegjandi út í loftið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 6/1/08 17:55

Ég er sammála því að best sé að hundsa slíka og þvílíka vitleysu og vellur upp úr t.d. Reyni. Eyðing hefur ekkert upp á sig, þeir koma bara alltaf aftur. Hinsvegar er ég alveg sammála því að hægt sé að biðja ritstjórn um að eyða einstökum orðabelgjum hvar fyrirkoma persónulegar upplýsingar, t.d. raunheimatengdar, ef sá er um er rætt kærir sig ekki um að þær séu gerðar opinberar.

Ég er ekki sammála því að hver sem er geti stofnað til undirskrifta gegn tilveru hvers sem er. Ég gæti þá bara verið næst, eða hvað?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/1/08 17:56

Nei, þú verður örugglega þarnæst á eftir Upprifnum. ‹Hleypur í felur á segðu eitthvað ljótt þræðinum›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 6/1/08 17:58

Billi bilaði mælti:

Álfelgur mælti:

Ég hef bara ekki nokkurn einasta áhuga á því að vita þitt raunheimanafn, og þótt þér sé sama um að komi fram hver þú ert þarf ekki að vera að öllum sé sama. Sumum er mjög annt um nafnleynd sína og mér finnst bara sjálfsagt að það sé virt!
Hins vegar getur alveg verið rétt hjá þér að eyðing persónu Reynis sé tilgangslaus og aðrar aðferðir væru betri til að stoppa hann. Mér finnst óviðeigandi að Leiðindaskjóðu hafi verið bætt við þar sem hún hefur að mér vitandi ekki verið með nein leiðindi enda held ég að undirmáls-komment frá bæði Skabba og Dulu hafi frekar verið sett fram í gríni heldur en alvöru. Undirskriftarlistinn vísar til Reynis þar sem hann fór heiftarlega yfir strikið með að nafngreina einstakling sem kærir sig ekki um slíkt og mér leiðist þegar fólk nennir ekki að setja sig í spor annarra heldur er bara ósammála til að vera ósammála eins og mér virtist Upprifinn vera að gera, það voru rök fyrir undirskriftarsöfnun Aulans en ég sá engin frá Upprifnum.

Þó að sumum sé ekki sama, þá er sumum sama - og því átt þú ekki, frekar en aðrir, að alhæfa um það.
Fyrst að þú talar eins og þú sért tilbúin að birta svona upplýsingar, þá skaltu ekki vera svo hissa á mínu boði.
Þó að góð rök séu fyrir þessum undirskriftalista, þá er hann illa hugsaður, og því ekki hægt að skrifa undir hann eins og hann stendur. Þú ættir að skilja þessi rök, en ekki álykta að einhverjir geti ekki sett sig í spor annarra.

Það að segja að undirmálsathugasemdirnar séu settar fram í gríni get ég ekki fallist á. Ef ég gæti fallist á það myndu viðkomandi undirskriftir missa trúverðugleika sinn í mínum huga, en svo er ekki.

Það er rosalega auðvelt að falla í já-gír með þeim sem manni líkar vel við, og jafnvel þykir vænt um - en mér finnst hrikalegt að búið sé að stika út stóran hluta af sögu Skáldskaparmála vegna þess að þeir sem þykjast alltaf vera svo góðir geti ekki hætt að kroppa í sár. (Hvorki sín né annarra.)

Núna sérðu samt að undirskriftarlisti Upprifins var eins illa ígrundaður, hann vissi ekki forsendurnar fyrir hinum listanum, samt skifarðu undir hann. Ég þekki ekki Upprifinn og veit ekki nafnið hans, athugasemdin var sett fram til að fá fram hans viðbrögð ef hann væri settur í spor Galdra.
Þegar sumum er sama um sína nafnleynd en ekki öðrum þá á bara að þegja um þau nöfn sem maður veit. Þú sérð að Galdri kærði sig ekki um að nafn sitt yrði birt hér inni og þessvegna eru viðbrögð hans þessi, þín viðbrögð yrðu ekki eins því þér er augljóslega sama um þína nafnleynd.
Þau rök að flestir hér inni viti hver Galdri er eru frekar aum, ég veit ekki hver hann er og ég er viss um að miklu fleira fólk hefur ekki hugmynd um nafnið hans og það var ekki Reynis að gefa það upp heldur Galdra ef hann kærði sig um.

Mu!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/1/08 17:59

‹Sprakar hlæjandi í Billa og heleypur inn á segðu fallegt.›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 6/1/08 18:02

Ég skil núna hvað er í gangi.
Mér finnst alveg ótækt að Galdrameistarinn láti fæla sig héðan í burt því með því væri hann að viðurkenna að völd Reynis og félaga eigi að ráða hér ríkjum.
Svartsýnustu endalokin gætu þá orðið þau að enginn verði eftir hér á Gestapó ef Reyni dytti í hug að leggja aðra Póa í einelti og þeir þá yfirgefa svæðið eins og Galdrameistarinn virðist ætla að gera ef skrifum Reynis verði ekki eytt.
Mér líst illa á þá þróun og mæli með að Galdarmeistarinn hundsi innlegg Reynis og láti sem hann sjái þau ekki og haldi frekar sínu striki hér á Gestapó sterkur og staðfastur.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/1/08 18:05

Álfelgur mælti:

Núna sérðu samt að undirskriftarlisti Upprifins var eins illa ígrundaður, hann vissi ekki forsendurnar fyrir hinum listanum, samt skifarðu undir hann. Ég þekki ekki Upprifinn og veit ekki nafnið hans, athugasemdin var sett fram til að fá fram hans viðbrögð ef hann væri settur í spor Galdra.
Þegar sumum er sama um sína nafnleynd en ekki öðrum þá á bara að þegja um þau nöfn sem maður veit. Þú sérð að Galdri kærði sig ekki um að nafn sitt yrði birt hér inni og þessvegna eru viðbrögð hans þessi, þín viðbrögð yrðu ekki eins því þér er augljóslega sama um þína nafnleynd.
Þau rök að flestir hér inni viti hver Galdri er eru frekar aum, ég veit ekki hver hann er og ég er viss um að miklu fleira fólk hefur ekki hugmynd um nafnið hans og það var ekki Reynis að gefa það upp heldur Galdra ef hann kærði sig um.

Undirskriftalisti Upprifins er ekki eins illa ígrundaður, því hann byggir á því að ekki sé rétt að fara fram á eyðingu neins Gestapóa sökum málfrelsis. Að öðru leiti get ég verið nokkuð sammála þér.

‹Kaffærir Upprifnum í snjó og stingur gulrót upp í hann›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Reynir 6/1/08 18:12

Það er dásamlegt að fylgjast með því hvernig hofmóðugt sært ljónið Galdrameistarinn reynir að verjast hinu óumflýjanlega. Það dásamlegasta af þessu öllu er að það er öllum skítsama um þrætueplið. Álfelgur er alveg sama þótt Upprifinn hafi ekki verið blindur fyrir sök Galdrameistarans sjálfs. Billa er líka alveg sama þótt Álfelgur hafi hlaupið á sig með hótunum um raunheimanafn hans. Billa er nákvæmlega sama um þetta allt, líka það að Dula og Álfelgur eru alltaf að rífast um Reynir og félaga. Það er öllum sama. En samt er slegist og drullukökum kastað úr hverju horni.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: