— GESTAPÓ —
Vandræðalegar þýðingar Íslendinga
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 4/2/08 00:24

Jæja, þýðandi C.S.I. sem er verið að sýna akkúrat núna á skjá einum þýðir enska orðið "genome" sem "genóm".

Meir að segja ég get þýtt þetta yfir á eitt flottasta vísindalega nýyrði íslenskunnar: erfðamengi!

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 4/2/08 00:30

Hunting party = Veiðiveislan

Úr einhverjum sjónvarpsþætti í síðustu viku.

Ætti auðvitað að vera veiðihópurinn.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 4/2/08 02:34

Bíómynd og diskur með Metallica heita sama nafni, eða Justice for All. Þetta má þýða á einfalda íslensku sem Réttlæti fyrir Alla en myndarheitið er þýtt á göfga íslensku; Réttlæti Öllum til Handa. Þessi þýðing hljómar afkáralega en hún er samt rétt.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 4/2/08 08:02

Úr myndinni "Far out man":
„Whoa, I'm so stoned“

Íslensk þýðing:
„Vá, ég er svo grýttur“

Jeminn eini.... talandi um verndaða bernsku.....

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 4/2/08 11:57

Einhvernveginn minnir mig að íslenskunin á Hot Shots hafi verið asnaleg, en get ekki fyrir mitt litla líf munað hver hún var.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 4/2/08 11:59

Svo var Snatch íslenskuð sem Gripinn, gómaður, negldur. Af hverju ekki að fara alla leið? Gripinn, gómaður, negldur, píka, kippt, stela...o.s.frv.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 4/2/08 12:02

Tina St.Sebastian mælti:

Einhvernveginn minnir mig að íslenskunin á Hot Shots hafi verið asnaleg, en get ekki fyrir mitt litla líf munað hver hún var.

Var það ekki „Flugásar“?!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/2/08 12:05

Það minnir oss að sje rjett.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 4/2/08 12:06

Anna Panna mælti:

Tina St.Sebastian mælti:

Einhvernveginn minnir mig að íslenskunin á Hot Shots hafi verið asnaleg, en get ekki fyrir mitt litla líf munað hver hún var.

Var það ekki „Flugásar“?!

‹tryllist af kjánahrolli›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/2/08 13:39

Bókin Langoliers eftir Stephen King var þýdd sem Furðuflug. Og Rose Madder sem Úr álögum.

‹Aulahrollast›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 4/2/08 14:02

Grágrímur mælti:

Bókin Langoliers eftir Stephen King var þýdd sem Furðuflug. Og Rose Madder sem Úr álögum.

‹Aulahrollast›

Hvað þýðir Langoliers? Ef að er nafn, þætti ykkur að þá góður tiltill á bók á íslensku?

Ég hef ekkert á móti því að titlar séu þýddir lauslega eða jafnvel búið til nýtt nafn, það er yfirleitt ekki gert ef það er betra. oft er verið að vísa þá í efni verksins. Hvernig þætti ykkur til dæmis þáttaröðin „Örvætntingarfullar húsfreyjur“. „Aðþrengdar eiginkonur“ er miklu betra, þó þýðingin sé ekki nákvæm. Ótal fleiri dæmi eru örugglega til.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/2/08 23:40

Regína mælti:

Grágrímur mælti:

Bókin Langoliers eftir Stephen King var þýdd sem Furðuflug. Og Rose Madder sem Úr álögum.

‹Aulahrollast›

Hvað þýðir Langoliers? Ef að er nafn, þætti ykkur að þá góður tiltill á bók á íslensku?

Ég hef ekkert á móti því að titlar séu þýddir lauslega eða jafnvel búið til nýtt nafn, það er yfirleitt ekki gert ef það er betra. oft er verið að vísa þá í efni verksins. Hvernig þætti ykkur til dæmis þáttaröðin „Örvætntingarfullar húsfreyjur“. „Aðþrengdar eiginkonur“ er miklu betra, þó þýðingin sé ekki nákvæm. Ótal fleiri dæmi eru örugglega til.

Sammála. Það er út í hött að tala um þýðingar í langflestum tilfellum þegar verið er að færa titla yfir á íslensku. Hins vegar eru íslensku titlarnir stundum hreinlega lélegir. Eitt af fjöldamörgum dæmum um það er Tveir á toppnum(!) (e. Lethal Weapon). Allir ættu (?) að vita að þetta er ekki tilraun til beinnar þýðingar heldur nokkurs konar staðfæring. En það að titillinn Banvænt vopn hefði verið verri þýðir fráleitt að þessi sé góður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 5/2/08 07:37

Eyes wide shut var nefnd í ríksjónvarpinu 'Haltu mér, slepptu mér.' ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/2/08 08:10

Lopi mælti:

Eyes wide shut var nefnd í ríksjónvarpinu 'Haltu mér, slepptu mér.' ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Hvernig á að þýða það?

Víðlokin augu? Galllokuð? Wide open myndi þýðast galopin.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 5/2/08 08:21

Ég hefði þýtt hana sem "Drepleiðindi í Dauðyflaskíri."

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/2/08 09:23

Regína mælti:

Lopi mælti:

Eyes wide shut var nefnd í ríksjónvarpinu 'Haltu mér, slepptu mér.' ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Hvernig á að þýða það?

Víðlokin augu? Galllokuð? Wide open myndi þýðast galopin.

Ég hefði ekki þýtt þetta beint heldur kallað þetta „Blind ást“

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 17/2/08 12:43

Ég fór að horfa á ágæta Danska mynd í gærkvöldi sem heitir Regla nr.1. Á textavarpinu sagði um þessa mynd að hún fjallaði um unga konu sem flytur til systur sinnar eftir að hafa komið að kærastanum sínum með annari konu í rúminu.

Gott og vel, myndin byrjar og svo gerist það í partýi að þessi kona fer á salernið og heyrir að það eru bara hörku kynlífsatlot í næsta salernisklefa. Hún lítur yfir vegginn og sér þá kærastann sinn vera tottaðan af einverri gellu.

Bíddu, hvenær hafa klósett verið kölluð rúm hérna á Íslandi. Hef ég verið að missa af einhverju?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 17/2/08 14:14

Lopi mælti:

Ég fór að horfa á ágæta Danska mynd í gærkvöldi sem heitir Regla nr.1. Á textavarpinu sagði um þessa mynd að hún fjallaði um unga konu sem flytur til systur sinnar eftir að hafa komið að kærastanum sínum með annari konu í rúminu.

Gott og vel, myndin byrjar og svo gerist það í partýi að þessi kona fer á salernið og heyrir að það eru bara hörku kynlífsatlot í næsta salernisklefa. Hún lítur yfir vegginn og sér þá kærastann sinn vera tottaðan af einverri gellu.

Bíddu, hvenær hafa klósett verið kölluð rúm hérna á Íslandi. Hef ég verið að missa af einhverju?

Það virðist vera algengt að fók segi líka að sofa hjá þegar fólk er að stunda saman kynlíf, bara skandall og hneyksli, þannig að það mætti segja að þau hafi verið að sofa saman á klósettinu,‹finnst súg ferlega sniðug›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: