— GESTAPÓ —
Jólastemming Baggalúts
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Undir réttu nafni 15/12/07 21:15

Lengi hefur mig langað að tjá mig um það hversu ánægjuleg jóla og aðventu lög Baggalútsstórsveitarinnar eru, þau hafa séð um að koma mér og mínum í jólaskap allt frá 2002. En núna fyrst finnst mér ég hafa formlegt leyfi þar sem það sem ég vil tjá er helber neikvæðni.
Altso, nýja jólalagið, Jól á Kanarí olli mér sárum vonbrigðum og mun þetta áfall líklega draga niður heildar jólagleði mína alla.
Hvað veldur því annars hversu lítið innbúar hér tjá sig um laglegheit stórsveitarinnar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/12/07 21:24

Mér þótti lagið smellið og lunkið. Ég ætla einmitt að senda kunningja mínum það en hann verður einmitt á Kanarí yfir jólin, eins og argasti plebbi.

Konungur Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Atlasinn 15/12/07 23:48

Hvað er eiginlega með Íslendinga og að þurfa endilega að vera erlendis um jólin, geta landar oss ekki haldið sig á okkar kæra landi yfir jólin?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/12/07 11:13

Jólastemmning Baggalúts er sérstök... það er ekki allra, en ég fíla öll þeirra lög...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 16/12/07 11:31

Eru kosningar hér í gangi?
Dönskuslettur og sori.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 16/12/07 11:31

Ég verð að vera örlítið sammála frummælanda en. Baggalútsmenn hafa oft tekist upp betur áður. Ég hafði hins vegar gaman af útsetningu þeirra á aðventulaginu þó að lagið sjálft sé ekkert sérstakt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 22/12/07 03:30

Ekki get ég sagt að um vonbrigði hafi verið að ræða en seint toppa þeir Kósíheit par exelans og Sagan af Ésúsi sem eru tónlistarleg stórvirki

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 22/12/07 06:23

Ég er að huxa um hvað mig langar ofboðslega á þessari stundu að hafa konu í fanginu sem ég get kúrt með, haldið utanum og sofnað með og vaknað án þess að það séu nokkrar skuldbindignar í dæminu.
Ekki kynlíf, bara kúr.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Krúsi 22/12/07 06:59

Galdrameistarinn mælti:

Ég er að huxa um hvað mig langar ofboðslega á þessari stundu að hafa konu í fanginu sem ég get kúrt með, haldið utanum og sofnað með og vaknað án þess að það séu nokkrar skuldbindignar í dæminu.
Ekki kynlíf, bara kúr.

Ég get svo vel tekið undir þessi orð þín Galdri, nema í staðinn fyrir konu þá mætti vera maður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/12/07 10:37

Frummælandi hefur kannski eitthvað til síns máls. Sjálfur hef ég almennt fengið jólalagið á heilann alveg um leið en í þetta sinn var það ekki svo. Textinn fannst mér snilld engu að síður. Aðalvandamálið felst í því að Strandastrákarnir eru svo rosalega kellingar að laginu er vart við bjargandi í frumútgáfu.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Óhroði 27/12/07 17:06

Aðventu og jólalög Baggalúts eru og hafa verið sannkallaðar himnasendingar í skammdeginu.
Hafið heila þökk og Gussi blessi ykkur.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 27/12/07 23:55

Frummælandi hefur að sjálfsögðu rétt að segja sína skoðun á snilldarverkum Köntrísveitarinnar, en ég vil samt benda honum kurteislega á að hann hefur algerlega rangt fyrir sér um Jólalag Baggalúts 2007. Mér finnst það frábært og ég legg það í vana minn að hafa rétt fyrir mér. ‹Hleypur glottandi af sviðinu og skellir á eftir sér.›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 27/12/07 23:58

Það vantar eitt enn í stemmning hjá þér.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: