— GESTAPÓ —
Jólavísur
» Gestapó   » Kveđist á
     1, 2  
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 15/12/07 11:10

Hér verđur hćgt ađ rita vísur um jólasveina, jólastressiđ, jólaljósin, Jólaeyju, jólasteikur, jólabarniđ, jólavísareikningana, jólaköttinn, jólatré, jólakökur, jólaöl og svo framvegis...

Svífur burtu svart allt böl
sćtt er mandaríniđ.
Glatt er hjarta gott er öl
og góđa appelsíniđ.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Huxi 15/12/07 12:22

Jólin er' ađ koma, kátt
í kotinu er mínu.
Ţau ávallt byrja ósköp smátt
Og enda’ í magapínu.

Misheppnađur valdarćningi * Efnilegasti nýliđi No: 1 * Doktor í fáfrćđi * Fađir Gestapóa * Frćndi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöđumađur Veđurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grćnn
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Heimskautafroskur 15/12/07 12:23

Rífum oss úr rökkurdrunga upp međ rögg.
Kona, drífum okkur, komum snögg.
Kannski náum viđ í jólaglögg!

vér kvökum og ţökkum
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Andţór 15/12/07 12:35

Jólasveinar jarma víst,
je je nú í ţessu.
Hvurslags bilun hvćsignýst,
heiđra glyrnur lessu.

Rćkilega -rifinn upp-,
rauđur jólapakkinn.
Dulítiđ er dásamlegt,
er drepst úr ţreytu krakkinn.

Huxa sumir heims um ból,
hórast ađrir blóđugt.
Reynir aulinn standa´ á stól,
stelpiđ furđu sóđugt.

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Atlasinn 15/12/07 23:27

Hvurt er hann farinn Jólasveinn,
heví stress á öllum.
Er kallinn kanski orđinn seinn
í kvćđagöngu međ köllum?

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
lappi 15/12/07 23:57

[b][i]
Hátíđ jóla er helg og tćr
í hugum gleđi vekur.
Augu barna skýr og skćr
skuggan burtu rekur.
-----------------------------

lappi
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 16/12/07 00:31

(Biđ ég menn um ađ gćta vel ađ stuđlasetningu hér sem annars stađar á Kveđist á.) ‹Dćsir mćđulega og lítur út um gluggann›

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Andţór 16/12/07 02:43

Nú getur vel veriđ svo ađ ég ćtti ekki ađ vera ađ ybba gogg enda bara nýgrćđingur en ef menn eru í einhverjum vafa um bragfrćđina eru menn ćđislega hjálpsamir í skólastofunni viđ ađ ađstođa mann. Vísan hans Atlasar er mjög rangstuđluđ. Endilega komdu í skólastofuna og allir eru tilbúnir ađ hjálpa.

Fyrri vísan hans Lappa er fín en hina hefđi ég ekki undir nokkrum kringumstćđum látiđ fara frá mér og finnst ađ ćtti ađ laga eđa henda út. Annađ er óvirđing viđ ţá sem rembast eins og rjúpa viđ staur reynandi ađ láta vísur sína hafa innihald eđa hnyttni.
Vonandi túlkast ţetta sem ábending en ekki óvirđing og ég vona ađ sama skapi ađ mér sé bent á ţegar mér verđur stórlega á og ég mun ekki taka ţví ílla. Knús!

Áróđursmeistari forsetans og sendiherra Suđurskauts, norđurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Upprifinn 16/12/07 03:01

Nú er ţessi ţráđur ekki keđja og hafa menn veriđ látnir í friđi međ villur á svoleiđis ţráđum til ţessa.xT

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiđill hinnar keisaralegu hátignar, hirđskáld og varavaravarakeisari. Níđskáld hinnar konunglegu hirđar. Nánast óţćgilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 16/12/07 07:39

Já... svona ţematengd efni hafa oftast veriđ látin óátalin hvađ varđar ígrip friđargćsluliđa í bragfrćđi, ţó eđilegt sé ađ láta menn vita ef greinilegt er ađ ţeir séu ađ reyna ađ yrkja eftir hefđbundnum reglum en tekst ekki... ţeir sem vilja bćta sig hvađ varđar stuđlasetningu taka ţví ţá örugglega ekki illa ađ fá ábendingar... og hvet ég alla til ađ yrkja bragfrćđilega rétt á öllu Gestapó xT

Andi jóla er á brott
allir framhjá hlaupa.
Allt ţarf víst ađ vera flott
nú vilja menn fínt kaupa.

Ýmislegt ég ekki skil
anda menn frá bćgja.
Kertaljós og lítiđ spil
létu menn sér nćgja.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Sjöleitiđ 16/12/07 14:06

Prestar alloft klćđast kjól
kynferđiđ ţar engu rćđur.
Systur erum öll um jól,
öll erum á jólum brćđur.

Leifur Eiríksson geri ég ráđ fyrir.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 16/12/07 15:42

Upprifinn mćlti:

Nú er ţessi ţráđur ekki keđja og hafa menn veriđ látnir í friđi međ villur á svoleiđis ţráđum til ţessa.xT

Hér er tilvitnun af forsíđunni: „Hér er allt látiđ flakka, samkvćmt ströngustu reglum bragfrćđinnar ţó.“
Mun ég svo ekki tjá mig hér meira í óbundnu máli.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Mjöđvitnir 17/12/07 00:01

Um jólin er jafnan sú plágan
ef fyrir jómfrú ţig gera vilt háan
Ţá gefđ´enni hól,
gullsleginn kjól
Eđa gefđ´enni bara einn á´ann.

Hirđfífl nostalgíunnar. Drottnari einmanaleikans. Verndari ţráhyggjunnar.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 18/12/07 09:47

Jólin eru innan tíđa
yndćl verđur ţessi stund.
En sumir bara kvarta, kvíđa
ég kannast ei viđ ţannig lund.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Mjöđvitnir 19/12/07 23:14

Heim úr glöggi hćgt ég skríđ
hlćr nú viđ mér sólin.
Enga veit ég ađra tíđ
yndislegri en jólin.

Hirđfífl nostalgíunnar. Drottnari einmanaleikans. Verndari ţráhyggjunnar.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Leiri 20/12/07 01:03

Grćt ei fyrri gengin jól,
gjafirnar og kertin.
Tek í vör og tygg mitt rjól
og totta pípustertinn.

Leiri er gríđarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfrćđi síđmiđalda. Hann hefur hlotiđ margvíslegar viđurkenningar á stuttri ćvi og ítrekađ veriđ nefndur sem mögulegur nóbelverđlaunahafi á komandi árum.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
lappi 20/12/07 23:12

Jólin okkur birtast brátt
börnin fá í skóinn.
Fyrr var oft í koti kátt
kćri Jóli er róinn.

lappi
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Starri 21/12/07 18:13

Jólavísur jólaljóđ
ég mun ávalt syngja.
Lekur ţá úr litlum sjóđ
léttist ţá mín pyngja

Frumeintakiđ.
LOKAĐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: