— GESTAPÓ —
Hó hó hó segir Hestgerður Hófdal
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hestgerður Hófdal 12/12/07 13:42

Mikið er ég glöð að vera loksins komin inná Baggalút, en ég hef lengi haft mikið dálæti á Sundlaugi Vatne. Ég heiti Hestgerður Hófdal og er ættuð frá Hrossadal í Jófirði. Við í Hrossadal erum helst þekkt fyrir bílskúrssölu á kláravíni og kaplamjólk, en þeir drykkir gefa manni mikinn vilja og yfirferð, séu þeir blandaðir í réttum hlutföllum. Við höfum einnig átta hófa hreina og stundum stóðlifi grimmt. Meira síðar........

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 12/12/07 13:50

Hestgerður Hófdal, leynilegur aðdáandi ‹virðir fyrirbrigðið fyrir sér í öruggri fjarlæg›. Ég er nú ekki viss hvort mér líkar þessi aðdáun. Þú lofar ekkert sérstaklega góðu, brussan þín.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hestgerður Hófdal 12/12/07 13:59

Mig grunar það, Hr. Sundlaugur, að þér elskið að eiga aðdáanda og hver segir að ég sé brussa? ‹Klórar sér í höfðinu› Ég var kosin Ungrú stóðmeri Jófjarðar á því herrans ári 1982, enda með 9,5 fyrir byggingu og 10 fyrir vilja og geðslag (ég var hins vegar léleg í skeiði)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/12/07 14:00

‹hneggjar af hlátri›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 12/12/07 14:06

‹Hneggjar með›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 12/12/07 14:07

‹Gefur Hestgerði hey hey hey›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/12/07 14:10

‹Færir Hestgerði texta lagsins Ho, ho, ho we say hey, hey, hey

Vjer bjóðum yður hjer með formlega velkomna með hefðbundnum fyrirvörum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hestgerður Hófdal 12/12/07 14:24

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir ‹Ljómar upp› Mér finnst þið ótrúlega klár og hlakka til að tak hnakk minn og hossast með ykkur í vetur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/12/07 14:25

Og truntastu svo í innflytjendahliðið og finndu þér gerði þar til að brokka um í þar til Texi fær að skoða geiflurnar í þér góða mín‹slær í lendina á hryssunni›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/07 14:26

Gefstu nokkuð upp við minnsta mótlæti eins og flestir nýliðar? ‹Huxar um hvort nýliðinn sé á vetur setjandi›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 12/12/07 14:27

Velkomin merin þín.

‹Veltir fyrir sér hvernig nýliðinn myndi bragðast með kartöflum og uppstúf›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 12/12/07 14:42

‹Horfir á nýliðan efins›

Ég veit ekki... allir þessir nýliðar komnir. Hefur einhver verið að segja frá Gestapó? Þarf ekki að fara að binda enda á þessa vitleysu? Flestir koma hingað í einn dag, skrifa nokkur innlegg og hverfa svo. Ég segi að ásamt innflytjendahliðinu verði eitthverskonar þraut sem lögð verður fyrir nýliðana.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 12/12/07 14:47

‹Klappar Aulanum á bakið› Þar sagðir þú eitthvað af viti, aulinn þinn.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/12/07 14:48

Það kann að vera góð hugmynd en það gæti gert annað vandamál verra: Það vandamál að stundum hverfa nýliðar sem óæskilegt er að hverfi sje mið tekið af hegðun þeirra hjer í byrjun.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 12/12/07 14:51

Mér er alveg sama. Gömlu góðu Gestapóarnir eru fullkomnir. ‹Ljómar upp›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 12/12/07 15:24

Það er ekki rétt. Enginn er fullkominn. Endurnýjun er nauðsynleg. Það eru alltaf að bætast í hópinn skemmtilegir nýliðar. Það er nú bara rúmt ár síðan þau heiðursfólkið Regína, krossgata og Billi bilaði birtust hérna. Síðan eru td þeir Huxi, Andþór og Óskar Wilde nýmættir hér, en bráðefnilegir Bagglýtingar og velkomin viðbót við flóruna.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 12/12/07 15:26

Þetta er meira og minna sama pakkið sem gengur undir mismunandi nöfnum. En sama er mér, svo lengi sem þau ganga ekki yfir strikið í leiðindum.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 12/12/07 15:27

Jarmi mælti:

Þetta er meira og minna sama pakkið sem gengur undir mismunandi nöfnum. En sama er mér, svo lengi sem þau ganga ekki yfir strikið í leiðindum.

Alltaf jákvæður!

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: