— GESTAPÓ —
Demetría
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 18/11/07 19:28

Komið þið öll sæl.

Demetría heiti ég og er víst svokallaður nýliði.
Kynntist þessu vefsvæði í gegnum samstarfsmann, sem veit reyndar ekki að ég er að skrá mig hérna inn.
Kann ekki mikið á þetta svona til að byrja með, vona að þetta sé rétti vettvangurinn til að kynna sig svona.
Hlakka til að taka þátt í umræðunum hér í framtíðinni. Þið lítið öll út fyrir að vera sóma fólk, og ég vona að þið haldið ekki annað um mig. Þó ég lýti út fyrir að vera óttalegur api í augnablikinu.

Virðingarfyllst

Demetría.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/11/07 19:30

Velkomin. Alltaf gott að fá fleiri kvensur. Það vegur upp á móti karlrembunni hérna.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 18/11/07 19:31

Vertu velkomin Demetría, vonandi áttu eftir að eiga margar gleðistundir með okkur hinum hér á Gestapó.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/11/07 19:33

Það var bara ein stafsetningarvilla hjá þér í þetta sinn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 18/11/07 19:37

Takk fyrir herramenn. Það er gaman að fá svona góðar móttökur.

Frú Regína, ég biðst afsökunar á villunni. Hún var ekki gerð með vilja. Ég skal reyna að vanda mig betur framvegis.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/11/07 19:38

Þú ert ágæt. Vertu bara velkomin.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/07 19:40

Sæl vertu og blessuð Demetría. Skrif þín lofa góðu og fyrir þær sakir býð ég þig hjartanlega velkomna í okkar stafrænu paradís.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 18/11/07 19:45

Þakka þér Regína drottning og einnig þér Hakuchi. Ég vona að ég standi að lokum undir væntingum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Velkomin Demetría ert þú kvenkyns ? þá heitir það svokölluð Mundu bara að stafsettning er það eina sem skiftir máli hér
þú mátt skrifa kvaða skít sem er bar þú getr stafað það rétt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/11/07 19:51

Demetría mælti:

Þakka þér Regína drottning og einnig þér Hakuchi. Ég vona að ég standi að lokum undir væntingum.

Regína drottning?
Þú segir nokkuð. Ætli embættið sé laust?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/07 19:52

Nei. Það er ekki laust.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/11/07 19:52

Þar fór það.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 18/11/07 20:01

Sæll Gísli Eiríkur og Helgi. Ég mun vera kvenkyns já, en án þess þó að vilja vera með frekju þá tel ég að orðið nýliði sé karlkyns orð og þar af leiðandi best að nota orðið svokallaður á undan því.
Þetta er auðvitað bara skítur en hann er rétt skrifaður svo þetta hlýtur að sleppa.
‹Ljómar upp›

Leiðinlegt að drottningar embættið sé tekið Regína. Mætti ég spyrja hver ber það embætti. Svona svo ég geti komið vel fyrir þegar ég hitti drottninguna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/07 20:06

Það mun vera hin óviðjafnanlega ungfrú Júlía. Hún hefur reyndar ekki sést í þó nokkurn tíma.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 18/11/07 20:08

Æ. Vonandi hefur ekkert komið fyrir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/07 20:09

Það vona ég líka.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 18/11/07 20:50

Velkomin Demetría. Varstu nokkuð búin að koma við í Innflytjendahliðinu?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 18/11/07 21:07

Takk Kargur ‹Ljómar upp›
Nei ég er ekki búin að því, hvar finn ég Innflytjendahliðið?

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: