— GESTAPÓ —
jæja.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 18/11/07 20:53

Gísli Eiríkur og Helgi mælti:

Anna Panna mælti:

Herbjörn Hafralóns mælti:

Anna Panna mælti:

Herbjörn Hafralóns mælti:

Á árshátíð ég ekki fór,
enginn þar mín saknaði.
Engan drakk ég Egils bjór
og allsgáður því vaknaði.

Það er nú ekki alveg rétt Herbjörn, þú vannst meira að segja titil í vinsældakosningunni! Dóttir þín, Aulinn, tók við verðlaununum fyrir þína hönd.

Árshátíðin var annars mjög fín, ég skemmti mér í það minnsta konunglega. Mér finnst að það ættu að vera tvær árshátíðir á ári!

Nú, vann ég til verðlauna? ‹Ljómar upp› Það skyldi þó ekki hafa tengst teningum?

O nei, það voru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir færni í teningaleikjum að þessu sinni. Heiðursmaður eins og þú færð auðvitað verðlaun sem mesti séntilmaðurinn.

Svo fóru að mig minnir tvær viðurkenningar til fjarstaddra póa, við reynum að koma verðlaununum til þeirra sem fyrst.

Enmitt sem fyrst Herbjörn ég hef enþá ekki fengið mín frá í fyrra en séntilmenn eins og við erum ekkert að kippa okkur upp það
þó við bíðum smá þú gætir kanski fengið þín á árshátíðinni 2011

Ég er búinn að mæta á a.m.k. 2 árshátíðir og hefði líka mætt núna, hefði ég ekki verið upptekinn í annarri sýslu. En ég veit að veðlaunin mín eru vel geymd hjá Aulanum. ‹Ljómar upp›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/07 23:08

Billi bilaði mælti:

Eða... át Tigra hann kannski?

Ég hafði ekki pláss eftir allan bjórinn, þannig að ég er saklaus.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/11/07 23:11

Anna Panna mælti:

Árshátíðin var annars mjög fín, ég skemmti mér í það minnsta konunglega. Mér finnst að það ættu að vera tvær árshátíðir á ári!

‹Ljómar upp›
Úr því að hægt er að hafa tvö rafmæli á ári hlýtur að vera hægt að hafa tvær árshátíðir; þetta var mjög gaman. Vjer viljum hinsvegar helst ekki að það verði fastur liður á svona árshátíðum að óvinir ríkisins geri oss raddlausan.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/07 23:27

Hey Vlad... verðum við ekki að stofna annað félag?
Félag Gestapóa sem vörðu titil sinn frá því í fyrra?
‹Ljómar upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/11/07 23:31

Samþykkt ‹Ljómar upp›. Spurning er reyndar hvort Jóakim eigi ekki að vera í því líka í ljósi úrslitanna í Bagga Quiz.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/07 23:32

Jú einmitt. Það er vel við hæfi!
‹Sendir Jóakim boð í kúbbinn›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/11/07 08:30

Vlad og Jóakim mega fara að passa sig. Það munaði aaafar litlu að við Ívar jöfnuðum þá. Okkar tími mun koma! Við munum sigra! ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/11/07 08:31

Tigra mælti:

Billi bilaði mælti:

Eða... át Tigra hann kannski?

Ég hafði ekki pláss eftir allan bjórinn, þannig að ég er saklaus.

Það var nú fínt að þú sást um að éta alla þessa bjóra, ég sá að nokkrir voru byrjaðir að narta í innréttingarnar.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/11/07 17:26

Ég veit ekki alveg hvort ég á að gleðjast eða vera svekktur. Ég fékk alla vega ekki tækifæri til að verja minn titil frá því í fyrra en hlýt um leið að ætla að ég eigi því enn „bezta félagsritið“.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: