— GESTAPÓ —
Afar áhugavert! Áhugaverður leikur.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/11/07 06:18

Jæja þá er okkur ekkert að vanbúnaði...

Ungur maður, skarpgreindur með mikinn reiðhjólaáhuga er í fríi á mjög dýrum ferðamannastað með kærustunni sinni Grace. Þegar hann er eitt skiptið búinn að fá sér sundsprett tekur hann buxur í misgripum. Í einum buxnavasanum finnur hann gríðarleg verðmæti og er á endanum handtekinn. Hann nær útskýra mál sitt og finna sökudólginn sem stal verðmætunum upprunalega.

Annar maður var kafari hjá breska hernum. Hann útskrifaðist úr 600 nemenda skoskum háskóla sem stofnaður var af sir William Fettes.

Þriðji maðurinn var kennari/fyrirlesari við Academy of Natural Sciences of Philadelphia lengi vel og ágætlega þekktur fræðimaður á sínu sviði. Hann vann mikið við rannsóknir á áhugaefni sínu á Kúbu og Hispaniola (því miður man ég ekki í fljótu bragði hvað eyja þessi er nefnd á íslensku). 1952 vann hann Musgrave medalíuna frá Institute of Jamaica og 1954 var hann verðlaunaður með William Brewster verðlaununum (virtustu verðlaunum á hans sviði). Eitthvað hafðist hann einnig við ritstörf.

Í Toronto, Ontario norður af Eglinton Avenue er kirkja ein.

Þessir menn ásamt blessaða guðshúsinu eiga eitt merkilegt sameiginlegt. Hvað er það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Demetría 19/11/07 07:14

Það hefur verið gerð kvikmynd um þá alla og kirkjuna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/11/07 07:26

Demetría mælti:

Það hefur verið gerð kvikmynd um þá alla og kirkjuna?

Elsku Demetría. Þetta var algjörlega ófrumlegt gísk hjá þér. -10 stig. Þú mátt alveg gíska aftur en ef þér vitið ekki svarið þá er best að bulla eitthvað voða sniðugt og skemmtilegt.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 19/11/07 07:47

Hmmm.
Þeir áttu allir kött sem hét Snati, drukku allir mjólk úr rauðu plastglasi og voru allir með Klamidíu.

And together they raped all the horses and rode of on the women, (einsog í "The three amigos")

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Altmuligmanden 19/11/07 08:07

Þeir voru báðir með skegg og sá þriðji var sköllóttur.

Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur hestur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 19/11/07 09:44

Kafarinn gifti reiðhjólamanninn og fyrirlesarann í kirkjunni?
‹Klórar sér í höfðinu›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 19/11/07 09:50

Þeir voru allir getnir við altarið af ofsatrúarpresti, mæður þeirra voru hreinar meyjar og átti drengina að eigin sögn eingetna vegna þess að ofsatrúarpresturinn byrlaði þeim ólyfjan í athöfninni sjálfri og engin vitni urðu að gtnaðinum sjálfum.
Þar að auki eru þeir allir rauðhærðir með afrógreiðslu og - 2 á öðru auga .

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 19/11/07 09:57

Annars ætla ég að giska á að allt þetta sameinist í gegnum James Bond.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 19/11/07 10:06

Þarf ég líka að segja hvernig allt tengist?
Ef ekki þá reyni ég að næla mér í aukastig:

Kirkjan heitir held ég St. James Bond Church
Kafarinn skrifaði James Bond bækurnar
Fyrirlesarinn hét James Bond

En.. ég veit ekki alveg með seinasta gaurinn.
Giska á að ævintýri hans tengist einhverju úr Bond mynd/bók?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/11/07 10:43

Þeir hétu allir Runólfur, nema á þriðjudögum þá hétu þeir Geir og voru allir með furðulegan áhuga á afdrifum rekaviðs á Hornströndum sem rak á land í febrúar 1926, klukkan átta. Enn fremur eiga þeir það sameiginlegt að vera umfjöllunarefni í spurningu í þessum leik.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 19/11/07 11:53

Sá fyrsti hét Rip, sá annar Rap og sá þriðji sem enn er á lífi heitir Rup. Þessir þrír menn eiga auðvitað það sameiginlegt að vera frændur Jóakims aðalandar en það var einmitt hann sem fjármagnaði niðurrif á umræddri kirkjubyggingu á sínum tíma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 19/11/07 20:49

Þeir voru allir krútt og kirkjan er krúttleg. Þá sýnist mér þú hafa gleymt að telja upp forsetann. ‹Skálar í kaffi›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 19/11/07 21:45

Það er búið að skjóta á ansi margt. PANG! Nú þarf að sjá hverjir liggja dauðir.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 19/11/07 21:49

Allir giftust þeir sömu konuni í téðri kirkju?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 19/11/07 22:10

nú skuluð þið taka eftir. þvíað þetta er rétt.

Kallarnir hétu og heita jafnvel enn í dag María og öllum var þeim strítt á því í æsku en María mey hafði beðið mæður þeirra allra í draumi um að skíra frumburð sinn Maríu.
Kirkjan er svo kirkja heilagrar Maríu en engan dreymdi það nafn á kirkjuna heldur var það misskilningur.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 19/11/07 22:17

Það eru tuttugu bílastæði fyrir utan þessa kirkju og hver mannanna hefur á ævi sinni „parkerað“ í tuttugu kerlingar. Þess má einnig geta að í kirkjunni eru haldnar svokallaðar „örmessur“ sem vara aðeins í fimm mínútur hver. Mennirnir eiga það þá líka sameiginlegt með kirkjunni. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/11/07 22:18

Ég er nokkuð viss um að þessir menn eru allir rauðhærðir og að kirkjan sé með rauðmálað þak...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/11/07 22:27

Þið eruð snillingar! Ég tek þetta saman fljótlega. ‹Er hlæjandi þegar þetta er skrifað›

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: