— GESTAPÓ —
Afar áhugavert! Áhugaverður leikur.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/11/07 22:08

Jæja gott fólk. Nú skulum við nýta hæfileika okkar sem gera þennan stað svo himneskan og geðjast mér með þáttöku í nýjum leik. Leikur þessi er þó ekki nýr bókstaflega heldur byggður á hinum megafengna spurningaþætti Q.I með Stephen Fry sem mig minnir að Tina St. Sebastian var svo yndisleg að benda mér á á öðrum þræði.

Fyrir þá sem ekki hafa séð þessa þætti þá gengur leikurinn út á það að ég kem með svívirðilega erfiða spurningu (eftir minni bestu vitsmunalegu getu þó) og þið gískið á svarið. Hinsvegar er sá hængur á að þó rétt svar gefi auðvitað stig þá fást einnig stig fyrir svar sem er afar áhugavert (fyndni, svívirðilegir útúrsnúningar og sprell kærkomið). Einnig mun ég veita mínusstig fyrir ófrumleika og augljós svör. Ég mun svo reyna að stýra þessu eitthvað og halda utan um stiginn.

Rétt svar gefur 20 stig
Afar áhugavert svar 5 til 10 stig
Fá mig til að: ‹Grípa um kvið mér, leggjast í fósturstellingu á jörðinni og veltist um, emjandi af hlátri› 30 stig
Augljóst og ófrumlegt svar -10 stig

Fyrsta spurning.
Fjöldin allur af tungumálum er til í heiminum. Hver einasta manneskja sem hefur talfærin í lagi er nánast fær um að læra þau (mismörg auðvitað) ef hún gefur sér tíma til þess. Nokkrir einstaklingar eiga það sameiginlegt (afar fá tilvik) að hafa þó ekki verið færir um að læra nema kannski stöku orð og virðist ekki geta myndað eðlilegar setningar. Hvernig í kóbaltsbláum Enter stendur á því og hvað er þessi fámenni og sundraði hópur oftast kallaður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 15/11/07 22:14

En hvað ef rétta svarið er augljóst og ófrumlegt?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 15/11/07 22:28

Anskotans. Nú rekur mig í rogastans með þetta. Ég man ekki nafnið á þessum hóp fólks.

Hin feykivinsæla hljómsveit Símon og Garfunkel söng samt um þennan hóp fólks sem talaði ekki og hlustaði ekki.

Textinn var eitthvað á þessa leið "People talking without speaking People hearing without listening"

Það var samt tugþúsund manna og þeir vildu bara ekki trufla þögnina. Af hverju það mátti ekki trufla þögnina veit ég ekki. Ég skýt á að þetta hafi verið af trúarlegum ástæðum og það sér gjörsamlega kolrangt hjá þér að þetta sé sundurleitur hópur eða fámennur. Því Simon allavega sá þá þarna 10.000 eða jafnvel fleiri samankomna við þessa iðju sína.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 15/11/07 22:29

Óskar Wilde mælti:

Anskotans. Nú rekur mig í rogastans með þetta. Ég man ekki nafnið á þessum hóp fólks.

Hin feykivinsæla hljómsveit Símon og Garfunkel söng samt um þennan hóp fólks sem talaði ekki og hlustaði ekki.

Textinn var eitthvað á þessa leið "People talking without speaking People hearing without listening"

Það var samt tugþúsund manna og þeir vildu bara ekki trufla þögnina. Af hverju það mátti ekki trufla þögnina veit ég ekki. Ég skýt á að þetta hafi verið af trúarlegum ástæðum og það sér gjörsamlega kolrangt hjá þér að þetta sé sundurleitur hópur eða fámennur. Því Simon allavega sá þá þarna 10.000 eða jafnvel fleiri samankomna við þessa iðju sína.

Ömm voru það ekki bara heyrnarlausir?
‹Starir þegjandi út í loftið›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/11/07 22:30

Heyrnleysingjar? ‹Býst við að fá mínus 20 stig›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 15/11/07 22:32

Málleysingjar?
Hryggleysingjar?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/11/07 22:36

-10 stig á Tígru og Regínu
-20 stig á Albin

Óskar fær 5 stig fyrir kolrangt en aðeins áhugaverða nálgun

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/11/07 22:37

Heyrnaleysi er ekki „afar fá tilvik“. Né málleysingjar.

Það má halda áfram að gíska þó maður hafi komið áður með rangt svar. Í hófi þó.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/11/07 22:45

Ég veit um syndróm er heitir dyspraxia. Þar skilur fólk allt sem er sagt en þegar það ætlar sjálft að tala þá bjagast hugsunin og út kemur eitthvað allt annað en það ætlaði - yfirleitt orðleysur. Ég veit nú ekki nákvæm deili á þessu en ég þekki svona einstakling. Þetta er samt örugglega ekki það sem þú ert að meina, en mér þykir þetta merkilegt.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/11/07 22:47

Afar áhugavert blóðugt 10 stig! xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 15/11/07 23:05

blóðugt mælti:

Ég veit um syndróm er heitir dyspraxia. Þar skilur fólk allt sem er sagt en þegar það ætlar sjálft að tala þá bjagast hugsunin og út kemur eitthvað allt annað en það ætlaði - yfirleitt orðleysur. Ég veit nú ekki nákvæm deili á þessu en ég þekki svona einstakling. Þetta er samt örugglega ekki það sem þú ert að meina, en mér þykir þetta merkilegt.

Það er einnig til hliðstrætt syndrome þar sem að viðkomandi skilur ekkert sem aðrir segja í samhengi... og þar með verður hans tjáning yfirleitt frekar undarleg. (ekki gefa mér mínusstig ég er ekkert að giska!)

Annars eiga dýr afar erfitt með að læra orð og mynda setningar (nema páfagaukar í einstaka tilvikum) en það eru auðvitað ekki fámennur hópur.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 15/11/07 23:10

Hmm.. Ég veit um fámennan og sundraðan hóp sem á afar erfitt með að læra að tala, og það eru börn sem hafa verið alin upp annað hvort af dýrum (úlfum/öpum) eða þá alin upp í algjörri einangrun (t.d. lokuð ofan í kjallara, bundin, eins og eitt dæmi sýndi) með enga ástúð og umhyggju.
Þau eiga einhvern séns á að læra að tala ef þeim er bjargað nógu snemma, en yfirleitt læra þau ekkert tal, kannski örfá orð og eiga afar erfitt með tjáningu og annars öll mannleg samskipti.
Veit ekki hvort það er til sameiginlegt heiti yfir þennan hóp.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 16/11/07 00:07

Tilvitnun:

...hvað er þessi fámenni og sundraði hópur oftast kallaður?

Mógli?

‹Bíður róleg eftir -10 kílóa dómi›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 16/11/07 00:50

Tigra mælti:

Hmm.. Ég veit um fámennan og sundraðan hóp sem á afar erfitt með að læra að tala, og það eru börn sem hafa verið alin upp annað hvort af dýrum (úlfum/öpum) eða þá alin upp í algjörri einangrun (t.d. lokuð ofan í kjallara, bundin, eins og eitt dæmi sýndi) með enga ástúð og umhyggju.
Þau eiga einhvern séns á að læra að tala ef þeim er bjargað nógu snemma, en yfirleitt læra þau ekkert tal, kannski örfá orð og eiga afar erfitt með tjáningu og annars öll mannleg samskipti.
Veit ekki hvort það er til sameiginlegt heiti yfir þennan hóp.


Glæsileg Tígra, auðvitað vissi dýramálaráðherra þetta! 20 Stig!

krossgata mælti:

Tilvitnun:

...hvað er þessi fámenni og sundraði hópur oftast kallaður?

Mógli?

‹Bíður róleg eftir -10 kílóa dómi›

Mjög sniðugt Krossgata, 5 stig

Almennt er talið að börn eigi í verulegum vandræðum að tjá sig á tungumáli (manna) ef þau hafa ekki lært það að einhverju ráði fyrir kynþroska. Úlfabörn þessi eins og þau eru oftast kölluð hafa verið skilinn eftir til að deyja og ef þau eru heppin hafa blessaðir ferfætlingarnir tekið þau að sér. Þeim sem hefur tekist að bjarga snemma hafa oft spjarað sig en þau sem hafa fundist seint hafa ekki getað fótað sig í mannlegu samfélagi.

Nú þarf ég að gera ráð fyrir því að Tígra sé að læra sálfræði og finna einhverja svívirðilega spurningu á öðru sviði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 16/11/07 01:00

‹Ljómar upp›

Annars getur þetta líka hent börn eins og ég sagði fyrr í svari mínu, sem ekki hafa fengið neina "málörvun" svona ung, þrátt fyrir að vera alin upp af mannfólki.
Eitt þekktasta dæmið var einmitt ung stúlka sem fannst í kjallaranum á heimili sínum.
Hún var vannærð, bundin við stól og átti í erfiðleikum með flestar hreyfingar m.a. gang. Hún var látin létta af sér á gólfið þegar hún var ekki bundin.
Hún lærði aldrei að tala.
Foreldrar hennar höfðu eignast tvö börn, fyrirlitu hana af einhverjum ástæðum og lokuðu ofan í kjallara. Son sinn hugsuðu þau hinsvegar vel um og hann var fullkomlega heilbrigður.
Í dag gengur hún á milli fósturfjölskylda og stofnana en á sér engan samastað í lífinu greyið.

Það er sumsé ástæðan fyrir því að ég vildi ekki nota orðið Úlfabörn, þótt ég hafi verið að hugsa um það.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 16/11/07 01:03

Afar áhugavert 5 stig í viðbót!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 16/11/07 01:05

Úlfabörn já. Þetta á nú ekki við um Úlfamanninn. O sei sei.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 16/11/07 01:08

Þarfagreinir mælti:

Úlfabörn já. Þetta á nú ekki við um Úlfamanninn. O sei sei.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Mikil snilld hjá Þarfagreini og afar velkomið, ég hló.

30 stig

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: