— GESTAPÓ —
Óskar Wilde býður gott kvöld
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 8/10/07 18:46

Eins og kurteisum ungum dreng sæmir þá langar mig að hefja dvöl mína hér á meðal ykkar með því að heilsa ykkur.

Óskar heiti ég semsagt og hef tekið mér upp eftirnafnið Wilde vegna ýmissa skemmtilegra ástæðna sem mögulega verður farið út í síðar, þegar við verðum öll farin að kynnast eilítið.

Ég hlakka mikið til þess að gera þetta samfélag af reglulegu athvarfi mínu þegar lítið er að gera á mínum ætlaða vinnutíma, sem og þegar fátt er fyrir stafni hér heimafyrir.

Vonandi takið þið mér með jafn mikilli þolinmæði eins og ég er reiðubúinn að sýna á meðan ég læri umhverfisreglur í þessu virkilega spennandi samfélagi ykkar.

Takk fyrir mig,
Óskar Wilde

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 8/10/07 18:51

Vertu velkominn Óskar. Þetta fyrsta innlegg þitt lofar góðu þegar horft er til málfars og stafsetningar. ‹Ljómar upp›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Næturdrottningin 8/10/07 18:53

Velkominn Óskar..

Ég mæli með sexuleiknum. Hann er mjög vinsæll og þar getur þú safnað stigum og jafnvel unnið ef vel gengur. ‹Ljómar upp›

Sandkassafíkill með meiru... Söngdíva Baggalúts
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 8/10/07 18:59

Herbjörn, þakka þér.

Næturdrottning, leikur þar sem dreng sem mér býðst það tækifæri að öðlast stig, jafnvel sigur, er einmitt leikur sem er mér að skapi. Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna!

‹Leitar í offorsi að sexuleiknum, og finnur hann.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/10/07 19:04

‹Virðir fyrir sér nýliðann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 8/10/07 19:05

Velkomin sértu Villti Skari

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 8/10/07 19:06

Nú spyr ég háttvirta notendur sem nenna að eyða orðum sínum í mig, hvernig fer ég að því að útsetja græna textann innan merkjanna þannig að hann virðist ekki vera svona nýgræðingslegur, þó svo að hann sé það vissulega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 8/10/07 19:07

Vertu velkominn Óskar, þetta er ágætis byrjun hjá þér. Ég vona bara að þú sért jafn orðhagur og hann nafni þinn, þá á þér eftir að farnast vel á þessum slóðum.
Ég minni þig bara á það sem hann sagði einmitt forðum;

Hinn eini sanni Oscar Wilde mælti:

Við erum öll í ræsinu en sum okkar horfa upp til stjarnanna.

Héðan af Baggalúti er nefnilega ágætt að horfa til himins! ‹Ljómar upp›

Skál annars bara... xT Og ekki vera feiminn við að spyrja og að taka leiðbeiningum (t.d. það að grænu stafirnir okkar kallast sviðslýsingar, einfaldast er að skrifa texta, „ljóma“ hann og smella svo á svið neðan við svar-kassann).

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 8/10/07 19:12

‹Þakkar Önnu Pönnu kærlega fyrir›

Þessi tilvitnun í nafna minn, hinn írska, er ansi mikið skemmtileg og hef ég oft reynt að lifa eftir henni, rétt eins og annarri slíkri sem einnig er í miklu uppáhaldi eftir sama nafna minn.

Oscar Wilde mælti:

I can resist anything but temptation

En eftir þessu lifi ég oftast alveg óvart án þess að þurfa að veita því sérstakann gaum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/10/07 19:18

Góða kvöldið.
‹Glottir›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 8/10/07 19:24

‹Þurrkar glottið af Andþóri með stálull› Þú ert nú ennþá með dauft blekfar eftir nýliðastimpilinn á enninu góði minn (þrátt fyrir að hann hafi nú verið óvenju fljótur að hverfa)!

En talandi um stimpla, það getur nú alveg verið að Don De Vito krefjist formlegrar inngöngu í gegnum Innflytjendahliðið, ég myndi alveg vera viðbúin því ef ég væri þú Óskar minn...

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 8/10/07 19:40

Halló Skari. ‹Glottir í átt að hr. Óskari› Ég er búinn að vera að þvælast hérna í nokkra daga og ég get sagt þér það að þetta lið hérna er stórundarlegt. ‹Bendir á hópinn› T.d. er alveg bannað að yrkja vitlaust, þá er eins líklegt að þú verðir skammaður. Og ef þú drekkur ekki kakó þá máttu eiga á hættu að vera étinn af tígrisdýri eins og hver annar færeyingur. Stjórnvöld eru frekar opin fyrir mútum, aðallega geislavirkum málmum eða ákavíti. Og það er meira að segja algengt að sumir hérna séu klofnir perónuleikar og eiga sér hliðar- og aukasjálf hérna. En þetta er samt alveg frábært lið. ‹Gerist væminn og gerir sig líklegan til að knúsa liðið›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 8/10/07 19:48

Sæll Huxi

Stórundarlegt lið gæti allt eins verið annað orð yfir sálufélgar. Ertu viss um að það sért ekki þú sem ert bara stórvenjulegur?

Ég er þó alls ekki að sækjast eftir leiðindum eða illdeilum, heldur eingöngu að varast fordóma, jafnvel þó svo að fólk sendi Tígrisdýr á eftir myndarfólki eins og þér.

‹Sest fyrir utan innflytjendahliðið með bók yfir bragfræðireglur og hefur lestur›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tumi Tígur 8/10/07 20:03

‹Læðist aftan að nýliðunum, urrar lágt að Huxa›

‹Leggst niður á gólf og nartar þurrkaðan færeying›

Sonur andskotans · Skógardrísill · Prins Frumskógarins · Tígull
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/10/07 20:04

Sæll vertu og blessaður Óskar. Ég held svei mér þá að þú sért bæði alandi og ferjandi, í það minnsta við fyrstu sýn. Ég býð þig velkominn á Gestapó, megir þú dafna í okkar ágæta samfélagi rétthugsandi ofurmenna.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/10/07 20:13

Sæll Óskar er þá samningur okkar ógildur?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 8/10/07 20:28

Ég þakka velkomuóskir mínar á Gestapó með hlýhug.

En Offari, nú rekur minni mitt í fjörur varðandi einhverskonar samning. Hafi meintur samningur hinsvegar verið framkvæmdur þá skal ég gera allt í minni aðstöðu til þess að vera maður orða minna. Endilega uppfræddu mig nánar um þetta mál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/10/07 20:31

Ég var bara að fiska.‹Glottir eins og fífl›

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: