— GESTAPÓ —
Umræða um hugsanlega árshátíð 2007
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4 ... 23, 24, 25  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
albin 28/9/07 22:25

Ívar Sívertsen mælti:

Ég hafna hugmynd albins alfarið

Tina St.Sebastian mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

Ég hafna hugmynd albins alfarið

Ditto. Ég er búin að ráða leikara og það yrði of kostnaðarsamt að nýta hann ekki í "raunheima"mætingu.

Þið um það. En ekki saka mig um að hafa ekki komið með einhverja hugmynd inn í þessa umræðu.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/9/07 22:30

Anna Panna mælti:

Huxi mælti:

Árshátíð!? ‹Fölnar upp› Þýðir það að maður þarf að horfast í augu við aðra Gestpóa eftir að maður er búinn að gera sig að fífli hér í Baggalútíu? ‹Fær nett kvíðakast og skríður bak við skáp.›

Regína mælti:

Segðu!

Nei, þetta er allt í lagi. Árshátíðin verður haldin í raunheimum sem eru auðvitað ekki til svo það þarf enginn að horfa í augun á neinum og allir geta haldið áfram að vera glaðir á Gestapó!

Billi bilaði mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Verður hagyrðingamót?

Þá mætum við örugglega! Er þaggi? ‹Ljómar vongóður upp›

Af hverju bjóðið þið ykkur bara ekki fram í nefnd, þá getið þið gert það sem þið viljið!

Síðast þegar ég bauð mig fram varð ekkert af neinu, þannig að ég veit ekki hvort ég á að þora að gera það aftur?

‹Réttir upp hendi til hálfs og vonar að fleiri bjóði sig fram›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/9/07 22:33

Ég skal bjóða mig fram.

Ég sting upp á að einhver reddi sal, við kaupum mat frá Tapas barnum (1500 kall á haus) og einhver steli bretti af bjór.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/9/07 22:34

Ó, og a einhver panti fjandskotans hljómsveitina til að skemmta (tíkall á haus).

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/07 22:49

Þar sem Galdri er stunginn af með gítarinn sinn og hljóðkerfið til Danmerkur þá þarf að setja saman nýtt band. Ég vil endilega vera með í því. Ég get spilað á bassa eins og allir vita og ég get líka spilað á gítar og enn fremur sungið. Það væri gaman að setja saman Stormsveit Gestapó. Þá er ég að tala um að skoða hvaða hljóðfæri er hægt að nota saman. Ef menn eiga lúðra, blístrur og rör (málmblásturshljóðfæri), tónkyndla (tréblásturshljóðfæri), fiðlur (venjulegar, lág-, kné- eða offarafiðlur) trommur, gítara, ístrugargön (nikkur) eða orgvélar (hljómborð) og kunna að spila eitthvað á þetta þá má alveg skoða að hafa það fólk með í bandinu. Það gæti orðið mjög skemmtilegt tilraunaverkefni.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/9/07 22:55

Ívar Sívertsen mælti:

Það væri gaman að setja saman Stormsveit Gestapó.

Athyglisvert nafn. Væntanlega skammstafað SS Gestapó ? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 28/9/07 22:59

Þá er bara að finna heppilegan tíma sem hentar sem flestum og reyna að finna staðsetningu sem allir geta sætt sig við.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/9/07 23:04

Ívar Sívertsen mælti:

Þar sem Galdri er stunginn af með gítarinn sinn og hljóðkerfið til Danmerkur þá þarf að setja saman nýtt band. Ég vil endilega vera með í því. Ég get spilað á bassa eins og allir vita og ég get líka spilað á gítar og enn fremur sungið. Það væri gaman að setja saman Stormsveit Gestapó. Þá er ég að tala um að skoða hvaða hljóðfæri er hægt að nota saman. Ef menn eiga lúðra, blístrur og rör (málmblásturshljóðfæri), tónkyndla (tréblásturshljóðfæri), fiðlur (venjulegar, lág-, kné- eða offarafiðlur) trommur, gítara, ístrugargön (nikkur) eða orgvélar (hljómborð) og kunna að spila eitthvað á þetta þá má alveg skoða að hafa það fólk með í bandinu. Það gæti orðið mjög skemmtilegt tilraunaverkefni.

Ég kann eitthvað á þetta þarna sem þú nefndir í miðjunni, og hef stundum beitt raddböndum líka. Má ég vera með?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/9/07 23:06

Stelpið mælti:

Huxi mælti:

Þessi þráður er farinn að hljóma eins og Litla gula hænan. Eigum við að hafa hveitibrauð í matinn?

Dularfulli maðurinn mælti:

Jú ég skal vera með í þessu öllu saman. skipuleggja, framkvæma, elda og allt bara, svo lengi sem einhver er með mér.‹Klórar sér í höfðinu›

Semsagt litla Dula hænan þá?

‹Pissar næstum niðrúr af hlátri›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/9/07 23:06

Ég meinti nú Bandið. As in Köntrísveit Baggalúts.

En hitt er ekki slæm hugmynd. Ég á heimatilbúið hálslaust níustrengja bindiskassabanjó, og gæti mögulega reddað bongótrommum.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/07 23:35

Allir velkomnir í bandið nema Galdri... hann stakk af ‹Glottir eins og fífl›

En jú, hann má koma ef hann verður á landinu.

Ég legg til að þegar búið verður að ákveða dagsetningu þá verði blásið til tónlistarhittings. Það er ekkert verra að vera með tvö bönd sko. HljómsveitINA og svo okkur sem höfum það ekki að atvinnu.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/9/07 23:41

Ég kem svo framarlega sem árshátíðin verður ekki haldin 3.-11. nóvember.
Eftir það væri frábært ‹Ljómar upp›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/07 23:44

Helgin 18 - 21. október hentar mér ekki þar sem ég verð í leynilegum erindagjörðum í Búdapest við að undirbúa óeirðirnar 23. október!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 28/9/07 23:45

Ég er tilbúinn að mæta og drekka, það þarf engan mat. xT

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/07 23:49

Ég benti snemma á að þeir sem vildu gætu farið saman út að borða en hinir gætu mætt beint á dansdrykkjuna.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/9/07 23:58

Það kom mjög vel út í fyrra að hafa mat en miðað við það sem oss sýndist var það alltof mikil vinna fyrir árshátíðarnefndina. Hinsvegar fannst oss þar vanta fagurbláa drykki og asnahanastjel en hátíðin var samt vel heppnuð. Reyndar var ekki búið að finna síðarnefnda drykkinn upp þá.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 29/9/07 00:01

ég alla vega sting upp á að fundinn verði staður með betri aðstöðu fyrir skemmtiatriði og hljómsveit. Síðasti staður var afleitur til þess en að öðru leiti mjög góður.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 29/9/07 00:16

Hvað með að leigja sal hvar gestir gætu haft með sér eigið áfengi? Spurning hvort það kæmi ódýrar út?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4 ... 23, 24, 25  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: