— GESTAPÓ —
Vísa góð og glúrin
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 20:01

Hér í gamla daga voru vinsælir þræðir sem hétu Besta þetta eða hitt. Þessi þráður er í þeim anda:

1) Sett er nýtt mót þar sem beðið er um vísu af ákveðnu formi (t.d. Besta ferskeytlan).
2) Settur er tímarammi fyrir mótið.
3) Hagyrðingar senda inn óbirtar vísur á viðkomandi formi eftir þá sjálfa - eins margar og þeir vilja. Hér gildir að hafa keppnisskapið í lagi.
4) Eftir að tímarammi hefur liðið skal mótshaldari opna fyrir atkvæðagjöf sem lýkur að öðru jöfnu sólarhring eftir að móti lýkur en hann getur sett annan tímaramma. Gefa má fleiri en einni vísu atkvæði sitt og hver og einn dæmir eftir sínum forsendum (t.d. hvort vísan hafi verið skemmtileg, falleg o.s.frv.)
5) Allir skráðir Gestapóar mega þá gefa atkvæði (sem innlegg hér) einhverri af þeim vísum sem komu á þræðinum.
6) Mótshaldari tilkynnir úrslit.
7) Sá fyrsti til að bjóða sig fram sem mótshaldara eftir það tekur við kyndlinum. Ef enginn fæst gerir undirritaður það.

Hugmyndin hér er fyrst og fremst að æfa sig í viðkomandi bragarhætti og hafa gaman af.

Byrjum þá:
Ég leita að bestu afhendingunni. Atkvæðagreiðsla mun hefjast eftir miðnætti á mánudaginn næsta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 20:09

Til að koma okkur af stað sendi ég inn þessa:

galnar meyjar með mig ekkert meira vilja
en teprulega lókinn hylja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 6/9/07 20:12

Þessi finnst mér góð.

Grínið jafnan gleður menn - en gát skal hafa:
ekki gera grín að afa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 20:16

Já, en þessi er ekki ný frumsmíði - eða hvað? Ég kannast við hana.

Ég legg til að ef menn koma með eldri verk (eftir sig eða aðra) séu þær

Kvæði:

svona

Það er samt tilvalið að senda inn slík verk líka! Þau eru bara ekki með í keppninni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 6/9/07 20:17

Isak Dinesen mælti:

Já, en þessi er ekki ný frumsmíði - eða hvað. Ég kannast við hana.

Aldeilis hárrétt, bara minn misskilningur ég hélt að það ætti að velja eina af afhendingaþræðinum til að kjósa um. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/9/07 20:26

Leikur þessi lætur marga ljóðin smíða.
mig langar meir að detta íða.

annars kann ég ekkert að gera þessa afhendingu.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 20:32

Upprifinn mælti:

Leikur þessi lætur marga ljóðin smíða.
mig langar meir að detta íða.

annars kann ég ekkert að gera þessa afhendingu.

Þú kannt það næstum því. Það vantar stuðul í seinni línuna. Best er að hugsa þetta svona:

Leikur þessi lætur marga - stuðlar
ljóðin smíða. - höfuðstafur
en langar mig þó meir að ríða. - ein um stuðla

Og síðan er hefð fyrir því að draga fyrstu og aðra línu saman.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/9/07 20:39

Leikur þessi lætur marga ljóðin smíða.
mig þó langar meir að detta íða.

Kann ég það núna?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 20:42

Upprifinn mælti:

Leikur þessi lætur marga ljóðin smíða.
mig þó langar meir að detta íða.

Kann ég það núna?

Nei, ein er villan enn: Það eiga aðeins að vera fjórir bragliðir í seinni línunni (sex í hinni).

GESTUR
 • LOKAР• 
Hreppsómagi 6/9/07 20:43

Eg er bestur, ekki vil ég annan hrósa.
Vísu þína vil ei kjósa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/9/07 20:51

Þetta er mín fyrsta tilraun til afhendingar.

Afhendingin alltaf kemur aftast núna
leggjast vill á ljúfa frúna.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 20:56

Offari mælti:

Þetta er mín fyrsta tilraun til afhendingar.

Afhendingin alltaf kemur aftast núna
vil samt föngulega frúna.

Það verður að passa sig að hafa ekki stuðla í lágkveðum Offari minn! Annars ágæt frumraun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/9/07 21:00

Er þetta betra svona?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/9/07 21:32

Leikur þessi lætur marga ljóðin smíða.
mig langar meir að reykja og ríða

gera þessir áherslulausu þetta löglegt?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 6/9/07 21:35

Hvernig virkar þessi;

Þögult er nú þorpið gamla, þegnar farnir.
Þó var búið að byggja varnir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 21:45

Upprifinn mælti:

Leikur þessi lætur marga ljóðin smíða.
mig langar meir að reykja og ríða

gera þessir áherslulausu þetta löglegt?

Mér þykir þessi fín.

Grýta mælti:

Hvernig virkar þessi;

Þögult er nú þorpið gamla, þegnar farnir.
Þó var búið að byggja varnir.

Og þessi virkar alveg.

Þá eru skráðar fjórar vísur í keppnina.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/9/07 22:37

Ef ég dömu að mér laða, og vill kyssa,
mér strax verður mál að pissa.

ES: Vonandi gengur betur að finna næsta stjórnanda hér, en á Hagyrðingamótin. Þar býður sig enginn fram.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 7/9/07 01:21

Vildi gjarnan vísan afhent verði sex í
efri hending erfið lexí

Það gekk svo ljómandi vel að koma fimm bragliðum í fyrri línuna
‹Dæsir mæðulega›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: