— GESTAPÓ —
Vísa góð og glúrin
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 27/9/07 08:25

‹Ljómar upp›
Ég ætla að gefa krossgötu mitt atkvæði.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/07 14:42

Lokahnykkur Leira var
víst ljúffengt hnoss
Dverghent bragð þó brást víst þar
og brast í kross.

Regína er stuðlasterk
og stöðugt rís.
Hennar góða heildarverk
ég hérna kýs.

Það munaði semsagt litlu að ég kysi Leira... ‹en ég ég kýs Regínu... ›

10 atkvæði þarf til að hengja... ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/10/07 22:07

Hvernig fór þessi kosning? Útvarstjóri og Billi kusu t.d. báðir þó þeir hafi ekki átt vísu í þessari lotu. Er þá þeirra atkvæði gilt?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/07 22:23

Isak Dinesen mælti:

5) Allir skráðir Gestapóar mega þá gefa atkvæði (sem innlegg hér) einhverri af þeim vísum sem komu á þræðinum.

Ég kaus a.m.k. ekki mitt aukasjálf. ‹Glottir eins og fífl›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/07 22:29

Regína mælti:

Hvernig fór þessi kosning? Útvarstjóri og Billi kusu t.d. báðir þó þeir hafi ekki átt vísu í þessari lotu. Er þá þeirra atkvæði gilt?

Þú fékkst öll atkvæðin... er það ekki...

Spurning með næstu keppni?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/10/07 22:44

Jamm, auðvitað átti ég að lesa fyrstu síðu, og ég fékk ekki mitt atkvæði.
‹Roðnar og þakkar fyrir sig.›

En nú skal yrkja úrkast, sem er eins og dverghenda nema síðlínur eru einu atkvæði lengri.

Úrkast skulum yrkja vinir,
öll í bendu.
Vefðu betri voð en hinir,
vísu sendu.

Á þriðjudagskvöldið eftir átta má kjósa, og á miðvikudagskvöld skulu atkvæði talin.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/07 23:04

Eru kvæðin öll nú búin?
Ekkert flæði?
Virðast skáldin vera flúin,
vísnaþræði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/07 23:52

Vakir þögul vængjuð ýsan,
von þú hikir.
Samt er ljóst að þetta þykir
þægsta vísan.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/10/07 00:00

Skabbi skrumari mælti:

Vakir þögul vængjuð ýsan,
von þú hikir.
Samt er ljóst að þetta þykir
þægsta vísan.

Djöfull klúðraði ég þessu... hehe...

Vakir þögul, von þú hikir
vængjuð ýsan.
Samt er ljóst að þetta þykir
þægsta vísan.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/10/07 00:47

veljið þessa vinir stöku
verðlaun þessi:
myglað brauð og moli' af köku,
mynd af fressi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 14/10/07 04:11

Íslands, silfurstjarna neðan
saknað hef ég
og náð að dreyma nóg, á meðan
um nætur sef ég.

Í votum buxum veð ég rótið
með vind í fangið
og horfi sæll á salta grjótið
og sjávarþangið.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/10/07 23:42

Tekur sporið tjúttar Bingi
tvist og svo bast.
Vondur snýst nú Vill' í hringi
varð hann úrkast.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 15/10/07 03:04

Úrkastið á þessum þræði
þannig liggur.
Verðlaun fyrir vísnagæði
Vímus þiggur.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/10/07 22:36

Það er víst komið þriðjudagskvöld.

Ég kýs Vímusar vísu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 17/10/07 01:09

Já, tek undir með Regínu og veiti Vímusi mitt atkvæði.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/10/07 02:29

Ég er ykkur sammála enda er það best þegar kvenfólk á í hlut.
Nei án gamans þá fær Regína mitt atkvæði fyrir inganginn.
Gott úrkast hjá þessari ört vaxandi skáldkonu.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/10/07 22:04

Vilja fleiri kjósa?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 17/10/07 22:16

Vímus fær mitt atkvæði.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: