— GESTAPÓ —
Skemmtilegar staðreyndir
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... , 11, 12, 13  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/11/09 22:44

Gaman að segja frá því að þessi þráður tórir... rétt svo...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 30/11/09 22:55

Það er skemmtinleg staðreynd að rostungur getur gúffað í sig 4000 skeljum í einu "kafi" sem tekur um 10 mínútur.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 30/11/09 23:15

Um það bil miðja vegu milli Shrewsbury og Oswestry í Englandier að finna bæinn Ruyton-XI-Towns. Mun þetta vera eini bærinn í heiminum hvers nafn inniheldur rómverska tölustafi, en nafnið er borið fram Ruyton (of the) eleven towns eða Ræton of ðí íleven táns.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 10/12/09 10:04

Skemmtileg staðreynd, sem ætti þó ekki að koma á óvart, er að fyrsti ísskápurinn var smíðaður til að kæla bjór.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 10/12/09 15:07

Þess má til gamans geta að hljómsveitin Nazareth, tók nafn sitt úr laginu The Weight sem hljómsveitin The Band gaf út 1968.
http://www.youtube.com/watch?v=yfyjhtOTy1s

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/12/09 16:10

Það er skemmtileg staðreynd að þjóðvegur 1. liggur um Breiðdalsheiði, en hvorki fjarðaleiðina og þal Fáskrúðsfjarðargöng eða Öxi. Engir nema íbúar nokkura sveitabæja inn í Breiðdal nota Breiðdalsheiði lengur, enda litlu styttri en fjarðaleiðin sem er margfalt betri vegur. Styttsta leiðin milli Hafnar og Héraðs eða auðvitað um Öxi en sá vegur er ekki með vetrarþjónustu, enda liggur hann í mikilli hæð nokkuð langan spotta og er því fremur snjóþungur, auk þess sem hann er ekki allur uppbyggður enn.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 10/12/09 16:45

Bæjarnafnið Springfield er til á meira en 30 stöðum í Bandaríkjunum. Auk þess er bæjarnafnið til í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Englandi.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 10/12/09 20:08

Að eins mikið Simpson-nörd og ég er, þá hef ég ekki fattað fyrr en nú að Springfield beinþýðist sem Vorvöllur. Eða Gormvöllur.

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 11/12/09 00:10

Vissuð þið að ekki er vitað með vissu hvaðan Grikkir koma? Í Hellenu geisaði einu sinni stríð, sigurvegararnir eru þeir sem síðar voru kallaðir Grikkir.
Hængurinn er sá að við getum ekki vitað hvort sigurvegararnir voru þeir sem fyrir bjuggu í landinu eða hvort aðkomuþjóðin hafi sigrað, sest að og kallast Grikkir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 11/12/09 23:54

Það er skemmtileg staðreynd að Faxtækið var fundið upp og notað næstum 30 árum áður en Alexander "Steliþjófur" Bell stal einkaleyfinu fyrir símann.

http://en.wikipedia.org/wiki/Pantelegraph

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 12/12/09 06:39

Að ég er orðin ástfangin af fullt af fólki sem ég veit ekkert hverjir eru og bera fyrir sig leynimynd.
Einnig að ég er með hausverk sökum drykkju.

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bleiki ostaskerinn 12/12/09 11:53

Vissuð þið það að augun á asna eru þannig staðsett að hann getur séð á sér afturfæturna þó hann beini höfðinu beint fram.

Það var ekki ég!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 12/12/09 12:18

Að það fyndnasta sem hægt er að lesa á íslensku sér til dægrastyttingar eru greinar á vef ungra jafnaðarmanna.
Gott stöff.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 12/12/09 15:11

Nei, það fyndnasta sem hægt er að lesa á íslensku er appelsín aftuábak. Einkum og sérílagi ef maður leggur inn beiðni fyrir kvóta á þessháttar hjá sjávarútvegsráðuneytinu.

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 13/12/09 13:55

Það er skemmtinleg staðreynd að minnkuð fimmund er kölluð tónskratti!

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/12/09 00:11

núrgis mælti:

Að ég er orðin ástfangin af fullt af fólki sem ég veit ekkert hverjir eru og bera fyrir sig leynimynd.
Einnig að ég er með hausverk sökum drykkju.

‹Hrökklast afturábak og hrasar við›
Hvar í ósköpunum rekist þjer á heilan hóp fóks sem villir svona svívirðilega á sjer hemildir ? ‹Klórar sjer í höfðinu›
Aldrei myndi neinn hjer á Gestapó gera svoleiðis. Hjer nota allir gestirnir myndir af sjálfum sjer og enginn lýgur til um nafn.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 28/1/10 20:39

Rauðvín kallast á basknesku "ardo beltza" og þýðir "svartvín", ardo: vín, beltza: svart. Enda jafn vel svart og rautt, þegar litið er á.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 28/1/10 22:52

Það líður oft langur tími þangað til einhver fattar að búið er að kúka á gólfið.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
        1, 2, 3 ... , 11, 12, 13  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: