— GESTAPÓ —
Er Uri Geller nærstaddur?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/5/07 23:04

Ég kynni hér nýjan spurningaleik „Er Uri Geller nærstaddur“ en þar geta Gestapóar sýnt yfirnáttúrulega hæfileika sína í leik sem hæfir slíkum hæfileikum, spurningaleik.

Í dag fór undirritaður í Hagkaup og verslaði tómata, _________, graslauk, spergilkál, súkkulað og hamppípu. Á leiðinni inn í verslunina mátti heyra undurfagra tóna _______, víðóma. Í hægri vasa mínum var á þeim tíma ________ og ónotaðir jarðaberjabragðbættir smokkar.

Hvað vantar og hvaða staðreyndavillu er að finna í textanum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 2/5/07 23:20

Isak Dinesen mælti:

Ég kynni hér nýjan spurningaleik „Er Uri Geller nærstaddur“ en þar geta Gestapóar sýnt yfirnáttúrulega hæfileika sína í leik sem hæfir slíkum hæfileikum, spurningaleik.

Í dag fór undirritaður í Hagkaup og verslaði tómata, þungunarprufu , graslauk, spergilkál, súkkulað og hamppípu - fæst ekki í Hagkaup. Á leiðinni inn í verslunina mátti heyra undurfagra tóna hljóma, víðóma. Í hægri vasa mínum var á þeim tíma debetkort og ónotaðir jarðaberjabragðbættir smokkar.

Hvað vantar og hvaða staðreyndavillu er að finna í textanum?

Er ég að skilja leikinn rétt og er þetta rétt?

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/5/07 23:32

Þú ert að skilja hann rétt og hefur greinilega ákveðna hæfilega í þetta, þó vantar enn ýmislegt:

Tilvitnun:

Í dag fór undirritaður í Hagkaup og verslaði tómata, þungunarprufu, graslauk, spergilkál, súkkulað og hamppípu. Á leiðinni inn í verslunina mátti heyra undurfagra tóna hljóma, víðóma. Í hægri vasa mínum var á þeim tíma debetkort og ónotaðir jarðaberjabragðbættir smokkar.

Það er rétt að ég var að versla mér þungunarprufu í Hagkaup þarna sem og oft, oft áður. Hampípan er þó ekki staðreyndavillan (hún er við kassana). Tónarnir hljómuðu svo sannarlega en þarna er spurt um ákveðinn tónlistarmann sem tónarnir komu upprunalega úr. Debetkortið var næstum í vasanum, nánar tiltekið í veskinu í jakkavasanum. Ansi góð byrjun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 2/5/07 23:38

Tilraun II

Tilvitnun:

Í dag fór undirritaður í Hagkaup og verslaði tómata, þungunarprufu, graslauk, spergilkál, súkkulað og hamppípu. Á leiðinni inn í verslunina mátti heyra undurfagra - ekki fögur hljóð sem koma úr vinkonu minni C.D. tóna Celine Dion - starfsfólk Hagkaupa elska hana hljóma, víðóma. Í hægri vasa mínum var á þeim tíma notaðir miðar á tónleika og ónotaðir jarðaberjabragðbættir smokkar.

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/5/07 23:52

Tilvitnun:

Í dag fór undirritaður í Hagkaup og verslaði tómata, þungunarprufu, graslauk, spergilkál, súkkulað og hamppípu. Á leiðinni inn í verslunina mátti heyra undurfagra - ekki fögur hljóð sem koma úr vinkonu minni C.D. tóna Celine Dion - starfsfólk Hagkaupa elska hana hljóma, víðóma. Í hægri vasa mínum var á þeim tíma notaðir miðar á tónleika og ónotaðir jarðaberjabragðbættir smokkar.

Þetta var einmitt vinkona Hagkaupsmanna, Celína Dijon sem hljómaði í græjunum.

Það sem vantar enn upp á er að í vasa mínum var ég með útjaskaða mynd af Buddha sem lærimeistari minn Þorgrímur Þráinsson gaf mér. En mynd þessi veitir mér huggun og styrk á erfiðum stundum.

Staðreyndavillan er svo sú að jarðaberjabragðbættu smokkarnir voru notaðir við tækifærið sem kallaði á þungunarprófið.

Ekki fullkomið, en nógu gott (að hætti sjáanda). Þú átt réttinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 2/5/07 23:55

Varstu samt með þá í vasanum? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 3/5/07 00:03

Nei, einmitt þeir voru alls ekki ennþá í vasanum. Við skulum vona að þeir séu komnir svo langt sem í hreinsunareld sorphirðunnar, enda um verkfæri djöfulsins að ræða (rifnuðu jafnvel!).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 3/5/07 18:00

Hver er leynireglan í þessu? Eru vísbendingar t.d. um stafarugl eða orðaleikir sem tengjast því?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/5/07 23:32

Það eina sem menn mega nota er eigin skyggnigáfa. Aðrir mega giska.

‹Þykist sjá að þessi leikur muni deyja brátt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Kíkir inn› Nei, ég tek ekki þátt í þessu. ‹Fer›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 5/5/07 15:57

Ég er að reyna að galdra fram atriði til skyggnimögnunar, kemur von bráðar. Kannski vill e-r spá fyrir hvað það tekur langan tíma hjá mér.

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 5/5/07 16:20

Herbjörn Hafralóns mælti:

‹Kíkir inn› Nei, ég tek ekki þátt í þessu. ‹Fer›

Þá er virkilega mikið sagt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 6/5/07 05:17

Ég hef enga trú á skyggnigáfu af nokkru tagi, því miður Isak minn...‹gerir sig líklegan til að grípa Isak þegar hann mun hrökklast aftur á bak og hrasa við›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: