— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 17/4/07 16:24

Þarfagreinir mælti:

Kisi, þú þarft að útskýra betur hvað þessi setning þýðir:

Ingibjörg Sólrún segir að annaðhvort sé Magnús Þór tækifærissinni eða Björn Bjarnason.

Þýðir þetta að hún segi að einungis annar þeirra sé tækifærissinni, eða að hún segi að annar hvor þeirra eða báðir séu tækifærissinnar ('exclusive' eða 'inclusive' OR)?

Ég tók þessu þannig að Magnús væri annað hvort tækifærissinni eða að hann væri Björn Bjarnason. Slæmir kostir báðir tveir fyrir Magnús.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/4/07 16:35

Íha!‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/4/07 16:39

Schrötinger Kisinn mælti:

Þetta er skemtilegur þráður! Hér kemur ein þraut:

Gerum fyrst ráð fyrir því að Hugsjónamenn segi alltaf satt og að tækifærissinnar ljúgi alltaf. Svo gef ég ykkur eftirfarandi upplýsingar.

Magnús þór segir að Ingibjörg Sólrún gæti sagt að Björn Bjarnason væri hugsjónamaður. Björn Bjarnason segir: "Ég og Steingrímur J. eigum ekkert sameiginlegt". Siv Friðleifsdóttir segir að Steingrímur J. sé tækifærissinni. Steingrímur J. Segir: "eitt af eftirtöldu er rétt: ég er hugsjónamaður eða Ingibjörg Sólrún er tækifærissinni". Ingibjörg Sólrún segir að annaðhvort sé Magnús Þór tækifærissinni eða Björn Bjarnason.

Hver er tækifærissinni og hver er hugsjónamaður?

Þeir eru allir tækifærissinnar ef huugsjónamennirnir segja alltaf satt.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Schrödinger Kisinn 17/4/07 21:50

Offari mælti:

Þeir eru allir tækifærissinnar ef huugsjónamennirnir segja alltaf satt.

Við skulum vona að í raunveruleikanum flokkist þau hvorki undir tækifærissinna né hugsjónarmann eins og þau hugtök eru skilgreind í þessari þraut. Því að þrátt fyrir að það sé ljótt að segja ósatt þá hlýtur það þó að teljast ókostur að geta ekki átt þess kost að skrökva öðru hverju.

Ég er hér með aðra þraut sem ég vil gjarnan leggja fyrir ykkur:

Þrír vitrustu menn heimsins eru saman komnir og að sjálfsögðu ert þú, lesandi góður, einn þeirra. Til þess að skera úr um hver ykkar er gáfaðastur þurfið þið að leysa eina þraut:
Hver ykkar fær einn límmiða á bakið og á honum er annað hvort kross eða hringur.
Þið fáið þó að vita að að minsta kosti einn límmiðinn er með hring.
Þið vitið ekki hvaða tákn er á límmiðanum sem er á bakinu á ykkur en fáið að sjá hvaða tákn er á bakinu á hinum tveimur.
Þú sérð að hinir tveir eru með hring á bakinu.
Það sem þið eigið að gera er að giska hvaða tákn er á bakinu á ykkur sjálfum.
Sá sem giskar fyrstur rétt er svo útnefndur vitrasti maður heimsins.
Eftir tíu mínútur er hvorugur keppinauta þinna kominn með svar...
En náðir þú að leysa þrautina á þessum tíma?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/4/07 13:13

Ég er með hring á bakinu. Annars væri ekki hægt að komast að því hver er áræðnastur, sem hlýtur að vera partur af greind þess vitrasta í heimi.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 23/4/07 15:05

Köllum hina vitringana B og C...
Ég veit að þeir sjá báðir einn hring og merkið mitt.
Ég veit að ef ég er með kross þá hugsa bæði B og C "Ég sé hring og kross, ef ég er með kross á bakinu þá sér þessi með hringinn tvo krossa og áttar sig á því að hann hljóti að vera með hring - ef hann þegir þá þýðir það að hann sér ekki tvo krossa heldur hring og kross og því hlýt ég að vera með hring" => þeir munu ekki þeigja lengi ef ég er með kross.
Ég veit að ef ég er með hring þá sjá bæði B og C tvo hringi (alveg eins og ég). Þar sem þeir eru nú búnir að þeigja í tíu mínútur þá get ég ályktað með nokkurri vissu að ég sé með hring á bakinu eða þá að tal gerfillinn hans Stephen Hawking sé bilaður í dag.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Schrödinger Kisinn 23/4/07 15:27

Það var rétt hjá þér Gvendur Skrítni!

Ég er ekki alveg viss hvað Regína á við með sínu svari, ef til vill var hún búin að hugsa þetta út eins og Gvendur en hefur ekki nennt að útsýra það í svo löngu máli... Þetta er mjög skemtileg þraut því að maður þarf að setja sig í spor annara til þess að finna svarið og allir hafa gott af smá æfingu í því.

Ég ætla þó ekki að koma með aðra þraut strax því að mig langar gjarnan að glíma við einhverja þraut sjálfur ef einhver vildi vera svo vænn að koma með einhverja góða?

Takk fyrir að koma með lausnina Gvendur ég var orðinn hræddur um að fólk væri hætt að svara á þessum þræði...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/4/07 19:28

Fyrst fannst mér að ég væri með kross. Við nánari umhugsun fannst mér hinsvegar augljóst að ég væri með hring, og rökstuðningurinn byggðist á innsæi sem ekki er auðvelt að koma í orð. En það var samt eitthvað svipað og Gvendur útskýrði vel.

Allt í lagi, ég hef bara ekki nennt að hugsa allar hugsanirnar upp á nýtt til að skrifa þær.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/4/07 20:13

Ég notast aðallega við útsæi til að leysa svona gátur.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/4/07 20:15

Ég notast við útsæði til að fá uppskeru. Ét það ekki eins og Reyðfirðingar.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/4/07 20:32

Ég notast við ósæð til þess að bera blóð um líkamann.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 24/4/07 14:06

Ég er að hugsa um að láta virkja ósæðina í mér til að hlaða gemsann minn og önnur tæki... nú þarf ég bara umhverfismat.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 24/4/07 14:36

Þraut:
Tólfflötungur er eins og tólf hliða teningur, settur saman úr tólf fimmhyrningum.
Þú átt að útbúa tólfflötung úr vírum. (Vírarnir þræða útlínur tólfflötungsins)
Þú mátt beygja vírana til að búa til útlínurnar.
Vírinn má hvergi vera tvöfaldur.
Hversu marga víra þarftu?
Hvers vegna akkúrat þann fjölda?

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 25/4/07 12:05

Hér er að finna fróðleik um reglulega tólfflötunga (d12)
http://mathworld.wolfram.com/Dodecahedron.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Dodecahedron

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/4/07 12:20

Í fljótu bragði hefði ég haldið að það þyrfti einn vír á hverja hlið, en það er líklega of augljóst ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 25/4/07 13:02

Það er ekki svarið

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 25/4/07 13:03

Einn vír, ef hann má krossast. akkurru? af því bara, mamma sagði það.

en hann má ekkert krossast. ég ætla að hugsa meira. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 25/4/07 13:16

fimmhyrningar: -- 1 -- 2 -- 3 -- 4 -- 5 -- 6 -- 7 -- 8 -- 9 -- 10 -- 11 -- 12 = 12 fimmhyrningar
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
hliðar p. 5hyrni: -- 5 -- 4 -- 3 -- 3 -- 3 -- 2 -- 3 -- 2 -- 2 -- 02 -- 01 -- 00 = 30 hliðar með í leiknum.

Fimmhyrningarnir deila með sér hlið þar sem þeir koma saman.
Þegar einu sinni er búið að þræða hlið er ekki hægt að telja hana með, þar með hefur bara 1 fimmhyrningur 5 hliðar, síðan hraðminnkar eins og sjá má að ofan.

10 vírar. Mest gat ég þrætt 21 "strik" á einum vír, þá eru 9 stök strik eftir, sem fá 1 vír hvert.
Reyndar sama hvernig ég prófaði þetta, það voru alltaf 10 vírar.

Ekki veit ég hvort svarið er fullnægjandi, en þessi veltandi tólfhliðungur þarna er að gera mig brjálaða.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: