— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 23/3/07 11:32

Þarfagreinir mælti:

Þessi lausn er ekki ósvipuð þeirri sem var gefinn upp með þrautinni ... sú lausn gekk út á að menn kveiktu á perunni í fyrsta sinn sem þær kæmu í herbergið og hún héldist kveikt þar til 'teljarinn' kæmi og slykki á henni. Munurinn er þó að sjálfsögðu praktískt séð nákvæmlega enginn. Auðvitað tekur þetta gríðarlangan tíma, en hver sagði að lausnin þyrfti að vera raunhæf? ‹Glottir eins og fífl›

Ég er reyndar með endurbót á þessu sem gæti stytt tímann um ár eða svo. Sá sem fer fyrsta daginn kveikir, sá sem fer dag 2 slekkur og sá sem fer þriðja daginn verður teljarinn (og er þá strax búinn að telja upp í 3 strax á þriðja degi, nema ef svo ólíklega vill til að sami náunginn fari dag 1 og 2 (og slekkur þá ekki á degi 2) þá er hann bara búinn að telja tvo á þriðja degi)...

Ég skal reyna að upphugsa einhverja þraut

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 23/3/07 11:43

Þarfagreinir mælti:

Þessi lausn er ekki ósvipuð þeirri sem var gefinn upp með þrautinni ... sú lausn gekk út á að menn kveiktu á perunni í fyrsta sinn sem þær kæmu í herbergið og hún héldist kveikt þar til 'teljarinn' kæmi og slykki á henni. Munurinn er þó að sjálfsögðu praktískt séð nákvæmlega enginn. Auðvitað tekur þetta gríðarlangan tíma, en hver sagði að lausnin þyrfti að vera raunhæf? ‹Glottir eins og fífl›

Þetta er sumsé næstum það sem ég sagði á síðu 1?

Eða hvað sagði ég þar?

‹Fær svima af þessu máli öllu og ákveður að opna danskt eðal-øl›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/3/07 11:46

Ég var búinn að formúlera svarið svona yfir kaffibollanum - líklega sama grunnhugsun, þó ég nenni ekki að sanna það:

* Fangarnir númera sig frá 1-N
* Þeir númera dagana sem líða frá 1-N æ ofan í æ, þ.e. dagur 101 verður 1, 102 verður 2 o.s.frv.
* Fangi 1 kveikir á ljósinu ef þann dag er dagur 1
* Fangi i (þar sem i > 1 og i < N) kveikir á ljósinu ef þá er dagur i og þá er þegar kveikt á ljósinu (það þýðir að allir fangarnir frá 1 til i-1 hafa komið í herbergið). Annars slekkur hann á ljósinu!
* Ef fangi N kemur inn í herbergið á degi N og kveikt er á ljósinu kallar hann í fangavörðinn og biður um frelsi fanganna.
* Ath. að þetta gerist afar seint því þetta þýðir að fangarnir verða að vera valdir í nákvæmlega sömu röð og þeir völdu sér upphaflega

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 23/3/07 12:30

Limbri mælti:

Ef ég þekki félaga mína hér á Gestapó rétt þá er svarið eitthvað sem minnir á þetta hér:

(N^2-N+2)^2-N+1+HemmiGunn = fangar sem dansa í sturtu.

Eða eitthvað í þá áttina.

-

Isak Dinesen mælti:

Ég var búinn að formúlera svarið svona yfir kaffibollanum - líklega sama grunnhugsun, þó ég nenni ekki að sanna það:

* Fangarnir númera sig frá 1-N
* Þeir númera dagana sem líða frá 1-N æ ofan í æ, þ.e. dagur 101 verður 1, 102 verður 2 o.s.frv.
* Fangi 1 kveikir á ljósinu ef þann dag er dagur 1
* Fangi i (þar sem i > 1 og i < N) kveikir á ljósinu ef þá er dagur i og þá er þegar kveikt á ljósinu (það þýðir að allir fangarnir frá 1 til i-1 hafa komið í herbergið). Annars slekkur hann á ljósinu!
* Ef fangi N kemur inn í herbergið á degi N og kveikt er á ljósinu kallar hann í fangavörðinn og biður um frelsi fanganna.
* Ath. að þetta gerist afar seint því þetta þýðir að fangarnir verða að vera valdir í nákvæmlega sömu röð og þeir völdu sér upphaflega

‹Ljómar upp og tjúttar›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/3/07 21:58

Limbri mælti:

‹Ljómar upp og tjúttar›

-

‹Ljómar upp, tjúttar en passar sig að missa ekki sápuna›

Annars verð ég að nefna að þetta var virkilega skemmtileg þraut hjá Þarfagreini.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/3/07 22:13

Isak Dinesen mælti:

* Fangi i (þar sem i > 1 og i < N) kveikir á ljósinu ef þá er dagur i og þá er þegar kveikt á ljósinu (það þýðir að allir fangarnir frá 1 til i-1 hafa komið í herbergið). Annars slekkur hann á ljósinu!

Hvernig er hægt að kveikja á ljósi sem er kveikt á?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/3/07 22:17

Regína mælti:

Isak Dinesen mælti:

* Fangi i (þar sem i > 1 og i < N) kveikir á ljósinu ef þá er dagur i og þá er þegar kveikt á ljósinu (það þýðir að allir fangarnir frá 1 til i-1 hafa komið í herbergið). Annars slekkur hann á ljósinu!

Hvernig er hægt að kveikja á ljósi sem er kveikt á?

Já, klaufalega orðað. Hér er auðvitað átt við að hann hafi það áfram kveikt (eða slökkvi bara einfaldlega og kveiki aftur). Takk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 23/3/07 22:41

Skiptir nokkru hvort kveikt eða slökkt er á helv. perunni? Það þarf að upphugsa áætlun sem virkar burtséð frá peru skrattanum, þó hugsanlega megi nota hana.
‹Hefur varla tíma til að hugsa þetta núna›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 26/3/07 23:10

Helv... þrautir. Þetta er alltaf svo augljóst þegar svarið er komið að maður skilur ekki hvernig maður gat ekki fattað það sjálfur. Hvað um það.
Nýja þraut! ‹ljómar upp›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/3/07 01:05

Jæja - ætli ég hendi ekki bara fram framhaldi þessarar þrautar?

Fangarnir náðu loksins að sleppa úr fangelsinu, en fetuðu því miður strax glæpabrautina aftur og lentu aftur í sama fangelsi. Fangavörðurinn ákveður að leggja nýja þraut fyrir þá. Fyrirkomulagið er nákvæmlega hið sama - herbergið með ljósaperunni; einn fangi valinn af handahófi á hverju kvöldi; hann má kveikja eða slökkva á perunni að vild.

Hins vegar er þrautin sú í þetta sinn, að hvenær sem er má einhver fanganna staðhæfa að hann viti fyrir víst hver kom í herbergið kvöldið áður. Ef það reynist rétt hjá honum er föngunum aftur veitt frelsi. Ef það er rangt eru þeir allir drepnir.

Sem og í fyrra skiptið fá fangarnir að hittast kvöldið áður en þrautin hefst til að koma sér saman um áætlun. Hvernig geta þeir leyst þrautina?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/3/07 01:20

Þeir eru nú greinilega svo heimskir að það tekur því ekki fyrir þá. Þeir verða strax komnir í steininn aftur.
‹Klórar sér í höfðinu›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/3/07 01:21

Nei, nei ... ekki heimskir. Bara veikir á svellinu siðferðilega. En kannski munu þeir bæta sig núna!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 27/3/07 01:23

Ég held ekki, ég hef ekki trú á þessum síbrotamönnum og ætla ekki að koma með lausn fyrir þá. ‹Hefur ekkert með að gera að hún veit ekki lausnina.› Hver er eiginlega fangelsisstjórinn?

En koma þeir sér ekki saman um að einn kveikji ljósin og enginn annar?

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/3/07 01:24

Núna þurfa þeir bara að fá einhverjum einum það hlutverk að kveikja, hinir gera ekkert. Sá sem kemur daginn eftir "ljósgjafann" fullyrðir hver var næstur á undan í herberginu.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/3/07 01:27

‹Klórar sér í höfðinu›

Þið segið nokkuð.

Afsakið innilega - ég gleymdi víst einu mikilvægu atriði.

Aukaregla: Fangavörðurinn hlustar á ráðagerð fanganna og má í kjölfarið útiloka einn fanganna frá þátttöku í þrautinni. Því dugir ekki að velja einhvern einn til að kveikja.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/3/07 01:30

‹Nennir ekki að upphugsa eitthvað sem á skylt við vitglóru›

Þeir átta sig auðvitað daginn eftir Frikki fretur var í herberginu, óháð hvort kveikt er eða slökkt. Nefið veit!
‹Blikkar og bankar létt á nefið með vísifingri›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 27/3/07 01:32

Þá velja þeir sér tvo til að kveikja ljósið; A og B. Ef fangavörðurinn bannar öðrum hvorum þeirra þátttöku þá er hinn sá sem kemur til greina. Ef hann bannar hvorugum þeirra þátttöku þá má bara A kveikja ljósið. Örugglega samt ekki lausnin sem þú leitar að.

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/3/07 01:38

Fangarnir hafa allir fyrir löngu misst allt lyktarskyn af því að umgangast Frikka fret of mikið.

Lausn Carrie gengur ekki upp af því að fangarnir vita ekki hvern fangavörðurinn útilokar frá þátttöku. Ég gleymdi víst að taka það fram. Ég held samt að allar nauðsynlegar upplýsingar séu komnar fram núna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: