— GESTAPÓ —
Húsráð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/12/07 22:29

Þegar örbylgjuofninn er orðinn fitugur og ógeðslegur að innan er frábært að setja inn í hann skál með vatni og nokkrum sítrónusneiðum og stilla á 3-5 mínútur á fullum styrk. Þegar tíminn er búinn er þetta látið standa inni í ofninum í 1-2 mínútur, þá er ofninn opnaður og fitan og ógeðið rennur af með eldhúsbréfi eða einhvurju slíku.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 9/10/08 20:57

Gott húsráð er að búa ekki á Íslandi.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/10/08 21:24

Einhverstaðar las ég að ef það er táfýla af skónum ykkar er hægt að setja appelsínubörk í skóna yfir nótt og þá er lyktin farin morguninn eftir.
Ég tek það þó fram að ég hef ekki prófað þetta sjálf - augljóslega - þar sem ég geng ekki í skóm.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 9/10/08 21:34

Ég hef heyrt að ef menn setja routerinn sinn ofarlega þá virki netið betur, rafsegulbylgjurnar eigi að leyta niður, en ég held að þetta sé tóm della.
Ég er meira að segja alveg handviss um að þetta sé tóm della.
Hana nú.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 9/10/08 21:36

Tja, ef einhver vill gera grín að mér af því að ég kann ekki að skrifa "leyta" rétt, þá er rétti tímin núna

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/10/08 21:42

‹Bendir á Pseudo og hlær›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 9/10/08 21:43

Tja, það er nú hann tíminn.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/10/08 21:47

‹Bendir meira og hlær meira›

‹Hættir skyndilega›
Á hann ekki að vera í nýliðahliðinu þessi?
Hvar eru Kargur og Hvæsi?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 9/10/08 21:49

Pseudo mælti:

Ég hef heyrt að ef menn setja routerinn sinn ofarlega þá virki netið betur, rafsegulbylgjurnar eigi að leyta niður, en ég held að þetta sé tóm della.
Ég er meira að segja alveg handviss um að þetta sé tóm della.
Hana nú.

Það virkar betur að hafa hann ofar, því flest húsgöng standa á gólfinu. Ef ráterinn er fyrir ofann húsgögnin þá blokkera þau ekki sendinguna. Rökrétt. Ekki satt?
(Hélt nú að framsóknarmenn ættu að vita þetta.)

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 9/10/08 22:00

Svo er gott að hafa viftu í gangi sem snýr að routernum, auðveldar honum að ná góðri tengingu.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 9/10/08 22:37

Andþór mælti:

Svo er gott að hafa viftu í gangi sem snýr að routernum, auðveldar honum að ná góðri tengingu.

Ekki gleyma að einnota plastglas, hvítt að sjálfsögðu, fullt af sítrónutei, staðsett norðan við ráterinn, hefur gríðarlega góð áhrif á tenginguna.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 9/10/08 22:46

‹Fer og kaupir sítrónute›

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/10/08 22:58

Fjandinn. Við vorum alltaf með kamillute! Fjárans klúður.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 9/10/08 23:18

Ég hef alltaf fórnað tveim hreinum meyjum á ráternum einusinni í viku og hef lítil vandræði haft með tenginguna síðan... eina vandamálið er hvað erfitt er að finna hreinar baunameyjar...‹Starir þegjandi út í loftið›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 9/10/08 23:22

blóðugt mælti:

Þegar örbylgjuofninn er orðinn fitugur og ógeðslegur að innan er frábært að setja inn í hann skál með vatni og nokkrum sítrónusneiðum og stilla á 3-5 mínútur á fullum styrk. Þegar tíminn er búinn er þetta látið standa inni í ofninum í 1-2 mínútur, þá er ofninn opnaður og fitan og ógeðið rennur af með eldhúsbréfi eða einhvurju slíku.

Prófaði þetta einhvern tímann, fannst þetta nú ekki virka neitt sérstaklega...

Gott húsráð (eða nestisráð) þegar skyrs er neytt er að stinga ávallt gat á lokið með skaftinu á skeiðinni áður en opnað er, til að létta af þrýstingnum og koma í veg fyrir fruss.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 9/10/08 23:53

‹Pseudo ráfar um, virðist eiga erfitt með að halda sér fyrir innan þetta undarlega hlið.›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 9/10/08 23:55

Jarmi mælti:

Pseudo mælti:

Ég hef heyrt að ef menn setja routerinn sinn ofarlega þá virki netið betur, rafsegulbylgjurnar eigi að leyta niður, en ég held að þetta sé tóm della.
Ég er meira að segja alveg handviss um að þetta sé tóm della.
Hana nú.

Það virkar betur að hafa hann ofar, því flest húsgöng standa á gólfinu. Ef ráterinn er fyrir ofann húsgögnin þá blokkera þau ekki sendinguna. Rökrétt. Ekki satt?
(Hélt nú að framsóknarmenn ættu að vita þetta.)

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Er bara verið að kalla mann framsóknarmann hér upp úr þurru, ég hef aldrei vitað annað eins...
Ég átti þetta nú ekki skilið.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 9/10/08 23:58

Útvarpsstjóri mælti:

Andþór mælti:

Svo er gott að hafa viftu í gangi sem snýr að routernum, auðveldar honum að ná góðri tengingu.

Ekki gleyma að einnota plastglas, hvítt að sjálfsögðu, fullt af sítrónutei, staðsett norðan við ráterinn, hefur gríðarlega góð áhrif á tenginguna.

Það vita þó allir að þetta skilar engu nema glasið sé hvítt!

        1, 2, 3, 4, 5, 6
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: