— GESTAPÓ —
Mannanöfn.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 04:12

Ég hef aldrei skilið duttlunga svokallaðrar mannanafnanefndar enda meira en nóg að klóra sig fram úr því ónefni.
Komið nú með falleg nöfn sem ekki eru þekkt.

Löngun þykir mér fallegra nafn en Ingunn.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 29/12/06 04:14

Ef mér tekst að fjölga mér einn daginn og útkoman er drengur, þá verður kvikindið nefndur Hannes Valur. En ef ég klúðra því og bæti enn einni stelpunni í heiminn þá verður það Mist Eik.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/12/06 04:16

Fallegt nafn þykir mér Raupi. Spurning hvort þetta sé nothæft samt.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 29/12/06 04:17

Af hverju eru Diljá og Karítas kvenmannsnöfn og Auðunn og Sturla karlmannsnöfn. Fallegasta kvenmannsnafn sem ég veit er Dröfn og mitt nafn...en ég er sú eina sem heiti því nafni á íslandi.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 04:22

Vinur minn lét dóttur sína heita Vigdís Dögg en dóttir mín fékk ekki að bera hið gullfallega nafn: Viskí Lögg.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 29/12/06 04:25

Þetta er náttúrlega skandall. En Víndís Glögg

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 05:11

Er nokkuð verra að heita Dverghóra en Bergþóra?

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 05:18

Bergljót eða Forljót? Og hversvegna er nafnið Gerður aðeins ætlað kvenfólki
Það fer mun betur sem karlmannsnafn. T.d. Velgerður, Hálfgerður, Marggerður, Ógerður, Fljótgerður, Seingerður, Illagerður, og svona mætti lengi telja.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 29/12/06 05:54

Þá þætti mér gaman að vita, Vímus, hvað þér þykir um kvennafnið Skaði.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 29/12/06 08:05

Ég hefði kannski átt að heita Sopi, og Vímus Vínus. Nú eða Rauðbjörn Rauðbjór...eða Rauðvín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 29/12/06 09:20

Börnin mín heita Þvergerður og Slagbrandur og það fer þeim sérstaklega vel.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 29/12/06 10:00

Þess má til ófögnuðs geta að fyrr á árinu var drengur skýrður hinu hrottalega nafni Júlí Mosi.

Góðar stundir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 12:27

Rauðbjörn mælti:

Þá þætti mér gaman að vita, Vímus, hvað þér þykir um kvennafnið Skaði.


ÞETTA ER VONLAUST NAFN Á KONU EN FÍNT Á ÞAR TIL GERÐA MENN. BUSH FÆRI BETUR NAFNIÐ STÓRSKAÐI.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 12:34

Grágrítið mælti:

Þess má til ófögnuðs geta að fyrr á árinu var drengur skýrður hinu hrottalega nafni Júlí Mosi.

Heitir systir hans Ágúst sól? eða Ágústsól. Fyrri útgáfan er bæði kk og kvk en sú síðari er kvk.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 29/12/06 15:10

Ég veit um eina stúlku sem ber hið fagra nafn Dimmblá sem millinafn.

Annars er ég sammála hugmynd Davíðs Þórs um kvóta á mannanöfn.

"Hvað á barnið að heita?"
"Guðmundur"
"Sorrí, upptekið. Hann getur heitið Hrútur í staðinn"

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/06 15:12

Eins og staðan er í dag þá þykir mér hæpið að kvótinn fyrir Guðmundarnafnið sé fylltur. Líklegra er að Arons-kvótinn sé sprunginn, og það fyrir þó nokkru síðan.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/12/06 15:24

Guðbrundur. Nei vonlaust.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 29/12/06 15:40

Samkvæmt http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslensk_mannan%C3%B6fn_eftir_notkun
voru 4586 Guðmundar en 831 Aron.

Kunningi minn heitir Vilbrandur og er sá eini á landinu sem ber það nafn. Þarna má líka finna afar vannýtt nöfn eins og Árbjartur, Blómey, Dögun, Freygarður, Heiðberg, Ísis, Klængur, Myrkvi, Röskva, Sólver, Vilji, Þyrnir, Draupnir, Fáfnir, Baugur, Týr, Garpur, Hlini, Móses, Skæringur, Hugljúf, Viðja, Höður, Loki, Stormur, Vöggur, Funi, og Röðull.

Nú grunar mig að notkun nokkurra nafna á þessum lista hafi dottið úr notkun undanfarið vegna pólitíkur. Gæti það verið?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: