— GESTAPÓ —
Hið árlega skaup líðandi árs.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Svefnpurka 23/12/06 03:16

Nú eru menn að þreyta frumraun sína sem umsjónarmenn skaupsins í ár. Hverju er svo spáð að komi fyrir í skaupinu sjálfu? Verður gott í því?

ZzZz ZzZ Zz zZzZ - Svefnpurka • Ég er í vafa... enda mikið vafamál.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 23/12/06 03:24

‹Setur upp spámannshattinn›

Skaupið verður frekar dauft, en þó þolanlegt. Þar verður helst skaupað með Baugsmálið, Árna Johnsen og prófkjör. Einn til tveir brandarar munu verða vinsælir í tvo - þrjá daga eftir áramót, en þreytast fljótt. Eftir um það bil ár mun fólk fara að vonast eftir betra skaupi.

‹Tekur ofan hattinn›

Persónulega hafði ég mest gaman af skaupunum '90 - '92. Þau eldast líka helvíti vel.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/12/06 03:26

Ef Ágúst Guðmundsson og slap-stick húmor verður víðs fjarri þá verð ég ánægður. En hverjir leikstýra aftur, ég man að Ari Eldjárn skrifar handritið, eða misminnir mig.‹Starir þegjandi út í loftið›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

mig minnir endilega að ég hafi lesið einhversstaðar að Hugleikur Dagsson myndi hugsanlega eiga hönd í verki þessa árs, en aftur á móti er ég ekki handviss um þau mál.

Ég hlakka þó til að sjá hvað setur.

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 23/12/06 10:28

Þetta verður frumlegt og skrýtið skaup. Nýtt met í virðingaleysi verður slegið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 23/12/06 22:13

Tjah, ek hef eigi hugmynd um hvurnig skaupið skal verða, en ef það verður skárra en það frá því í fyrra verð ek sáttur.

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 23/12/06 23:02

Bara það verði ekki í of miklum "stellingum".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 25/12/06 00:15

Ekki ætla ég að spá miklu um áramótaskaupið, of snemmt að spá.
En ég spái því að áramótastaupið verði ljúft. ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 25/12/06 00:20

Árni Beibý djonnnson fær uppreisn æru á ný í skaupinu og svo verður auðvitað baugsmálið einsog LOTR endalaust og stórbrotið. Ádeila á útlendingana og þá sem vilja styðja hertar aðgerðir gegn innflytjendum....bruðl og eyðsla....bara þetta týpíska einsog hefur alltaf verið.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/12/06 01:31

Miðað við handritshöfunda er möguleiki á að það verði öðruvísi, sem er það sem skaupið þarfnast. Blessunarlega virðist Ágúst og klíkupakkið sem hefur haldið skaupinu í gíslingu metnaðarleysis og leiðinda frá lokum níunda áratugarins víðs fjarri (Óskarsskaupin teljast ekki til þess hóps - enda fyndin).

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 25/12/06 01:40

Ég er ekki of bjartsýn. Ég veit samt ekki hverjir eru handritshöfundar í ár, hefur alveg farið framhjá mér.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 25/12/06 05:02

Ég geri bara alltaf ráð fyrir því að skaupið verði lélegt, er það ekki bara orðið hefð að það sé lélegt, Svona eins og að skjóta upp rakettum og kveikja í nýbúum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/12/06 13:54

Skaupið mun eflaust marka tímamót að því leyti að allir sem eru eldri en 30 ára (þar með talin víst ég.... ‹dæsir›) eru í bráðri hættu með að finnast skaupið hundleiðinlegt, hrikalega ófyndið og jafnvel fara svívirðilega yfir strikið.

Þeir sem eru undir þrítugu skiptast í nokkra hópa, en eru almennt líklegri til að fíla skaupið - þó getur brugðið til beggja vona. Þeir sem eru á aldrinum 14-24 eru í langmestri hættu við að veltast um af hlátri yfir vitleysunni og sömuleiðis veltast um í hneykslan á hinum sem skilja ekki grínið.
10 ára og yngri munu hinsvegar ekki fá neitt fyrir sinn snúð, þar eð ekkert verður í skaupinu sem höfðar til þeirra. Sex ára og yngri fá nú sjaldnast neitt í skaupið sem þau skilja, ef undanþegið er skaupið '89 þegar gert var grín að barnatímanum. Þá voru börnin þau einu sem hlógu. Þeir voru nú dagarnir...

Ég fer næstum að gráta þegar ég hugsa til þess hvernig skaupið verður. Mögulega verður þessi svartsýni mín til þess að ég hlæi samt að einhverju atriðinu, en líklega ekki samt.

Skaupið í ár verður ömurlegt, en enn ömurlegra verður að sjá þorra þjóðarinnar vonsviknari en nokkru sinni áður* yfir uppskeru ársins.

*Ef frá er talið skaupið sem Þórhildur leikstýrði. Skaupið í ár gæti hugsanlega orðið skárra en Þórhildarskaupið. Saklaus uns sekt er sönnuð og allt það....

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/12/06 14:02

Þetta er góð greining og eflaust sönn. Það má alltaf vona að leikara með krulluhárkollu verði hent inn svo gamla fólkið geti hlegið af enn einni Davíðseftirhermunni.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 25/12/06 14:07

Ég hef ekki séð nema eitt skaup síðasta áratuginn. Það var slappt. Reyndar gæti verið að sökum þess hvað ég fylgist illa með því sem gerist á Íslandi hafi ég alls ekki fattað hvað skaupið var hrikalega gott. En mér finnst það afar ótrúlegt.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/12/06 14:15

Hakuchi mælti:

Þetta er góð greining og eflaust sönn. Það má alltaf vona að leikara með krulluhárkollu verði hent inn svo gamla fólkið geti hlegið af enn einni Davíðseftirhermunni.

Hakuchi minn, það er til fólk á aldrinum 30 ára til 80 ára, þú gerir þér grein fyrir því er það ekki? ‹Klórar sér í höfðinu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/12/06 23:47

Þorsteinn Guðmundsson er í handritshópnum og það þykir mér ávísun á mistök.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 25/12/06 23:54

Í fyrra var ég orðinn vel blautur þegar skaupið byrjaði og ég hló manna hæst! Ég mundi reyndar lítið eftir því og horfði því á það aftur daginn eftir... mér var ekki skemt.

Svo ég ætla að leika hálfan leikinn aftur í ár, ég mun hella mig helblautan og veltast um af hlátri. Svo sleppi ég því bara að horfa aftur á skaupið og lifi í blekkingu um að það hafi verið fyndið. Helv. gott plan bara, þó ég segi sjálfur frá.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: