— GESTAPÓ —
Niðuráhalds bíómyndin þín
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 2/12/06 15:32

Þetta er einfalt. Mig langar að fólk nefni hvaða bíómynd þeim þykir hvað slökust í heimi hér. Ég er þá ekki að meina myndbandið sem var tekið í brúðkaupi Koggu frænku eða sumalreyfisvídeóið frá Costa Del Sol árið 1993.

Bara venjulegar bíómyndir Eina erlenda og eina Íslenska

Ég vil sjálfur nefna af erlendum myndum hina mjög svo ómerkilegu og ótrúlega upphæpuðu "The Blair witch project" Mynd um ekki neitt. 100% ömurlegt rusl

Íslenska myndin er "Opinberun Hannesar" Slíkur svakalega lélegur leikur hefuraldrei áður sést. Steven Segal hefði sagt aðalleikaranum að drífa sig í leiklistarskóla.......

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 2/12/06 15:40

Útlend mynd: The Sweetest thing með Cameron Diaz.
Það eru sjálfsagt margar verri en þessi kemur fyrst upp í hugann.

Íslensk mynd: Hét hún ekki Blóðrautt sólarlag líka eftir Hrafn Gunnlaugsson og Opinberun Hannesar. Erfitt að gera upp á milli.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/12/06 17:17

Leðurblökumaðurinn og Þröstur. Ekki þarf að fjölyrða um þann óskapnað.

Íslensk: Allar mínus Sódóma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/12/06 18:01

Þær eru margar lélegu og sorglegu erlendu myndirnar sem ég hef séð, og erfitt að gera upp á milli. Ætli ég nefni ekki bara Bring It On, þar sem ég var plataður til að sjá hana í kvikymdahúsi, og er hún því eftirminnileg sem léleg og uppsöluvaldandi mynd sem ég þurfti að borga fyrir að sjá.

Opinberun Hannesar er tvímælalaust versta íslenska mynd sem ég hef orðið fyrir þeirri óánægju að sjá. Sem betur fer borgaði ég ekki fyrir að sjá hana, þó ég hefði getað það þökk sé kerfisútúrsnúningi Hrafns.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rúnin 2/12/06 18:20

Held ég verði að nefna Mission Impossible 2 sem erlendu myndina, þó kannski ekki versta mynd sem ég hef séð, en á að minnsta kosti heiðurinn af því að vera stærstu vonbrigði sem ég man eftir.

Hvað varðar íslensku myndirnar held ég að Opinberun Hannesar sé konungur lélegra íslenskra mynda þó að um auðugan garð sé að gresja í þeim efnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/12/06 19:22

Vér förum afar sjaldan í kvikmyndahús og höfum því eigi séð margar slæmar, frekar en góðar. Annars erum vér að öllu leyti sammála Þarfagreini að þessu máli, vér vorum eitt sinn neyddir til áhorfs á „Komið með það“, og seldum nær upp vegna þess. Opinberun Hannesar er hin mesta smán er íslenzkur kvikmyndaiðnaður hefir hlotið, og vér þurftum að borga fyrir hana, vegna framlaga ríkissjóðs í Kvikmyndaakademíu Íslands, og vegna afnotagjalda Ríkissjónvarpsins. Vér erum reiðir vegna þess.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 2/12/06 19:27

Eina myndin sem hefur valdið því að ég yfirgaf kvikmyndasalinn snemma heitir Fjölskyldumaðurinn, og er einmitt sýnd á Skjá einum í kvöld.

Opinberun Hannesar er auðvitað svo léleg að það nær engri átt.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/12/06 19:31

Líklega Teenage Mutant Ninja Turtles er kunningi vor náði að plata oss á fyrir löngu. Kunnum vjer honum litlar þakkir fyrir. Strangt til tekið telst mynd á borð við Plan 9 From Outer Space líklega miklu ljelegri en á þann hátt að hún var afar skemmtileg, öfugt við TMNT.

Af íslenskum myndum er af nógu að taka og erfitt að nefna einhverja eina.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 2/12/06 19:36

Allar myndir sem innihalda dýr sem tala eða spila íþróttir eru sjálfkrafa ömurlega.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/12/06 19:41

A.m.k. flestar. Og sjer í lagi TMNT, sjerstaklega því 'barnaleg' útgáfa af raptónlist/menningu er flutt er af asnalegum dýrum höfðar ei beinlínis til vor.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 2/12/06 19:44

Mig langar að hitta handritshöfundana sem bera ábyrgð á þessu dýraklámi. Vakna þeir einn daginn og hugsa; "Nú veit ég hvernig ég verð ríkur og frægur! Ég skrifa kvikmyndahandrit um apa sem spilar hokký!"

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 2/12/06 22:19

Einhverntíman sat ég í gegn um myndina Master and commander í bíó. Í hléinu hélt ég að hún hlyti að vera búin þar sem mér fannst ég hafa setið í þarna í svona tvo til tvo og hálfan tíma, en undraðist að ekkert! hefði gerst í þessari mynd. Mér til mikilla vonbrigða var til meira af þessu gubbi á filmu. Eftir hléið gerðist nákvæmlega ekkert í viðbót og því legg ég til að þessi mynd verði kosin sem ömurlegusta tímaeyðsla aldarinnar.

Hvað íslenskar myndir varðar...æi ég man ekki eftir neinni í augnablikinu.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 3/12/06 01:21

Ein versta tímaeyðsla kvikmyndasögunar er Kevin Costner.......... Waterworld og The Postman eru báðar langar og mjööööööög leiðinlegar

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 3/12/06 03:43

Þetta er auðvelt. Sú allra versta ræma sem ég hef þurft að horfa á hét Exit To Eden frá árinu 1994 og skartar þeim Dan Akroyd og Rosie O'Donnell. Garry Marshall er ábyrgur fyrir þessum ófagnaði sem veit ekki hvort hún vill vera erótískur þriller eða gamanmynd. Hún er hvorugt, hún er bara ömurleg.

Íslenska mynd verð ég að nefna Veggfóður sem var alveg arfaslök. Iss piss.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 3/12/06 04:50

Sem niðuráhalds erlendu mynd mína langar mig að nefna Star Wars: Holiday Special. Ég er enn að jafna mig eftir þann óskapnað. En þar sem ég tel þann viðbjóð ekki vera eiginlega kvikmynd, tilnefni ég eiginlega allar þær myndir sem nefndar hafa verið hingað til. Fyrir utan Bring it on, það voru a.m.k. dillandi bossar í henni. Einfeldingurinn ég. Hin breska The Avengers fær samt mitt atkvæði sem mesta draslið.

Þær þrjár mínútur sem ég sá af hinni goðsagnarkenndu kvikmynd Opinberun Hannesar voru, að mínu mati, þrjár verstu mínútur íslenskrar kvikmyndasögu. Blossi/810551 er líka óendanlega mikið sorp.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/12/06 16:00

Djöfull verð ég skotinn í kaf núna.
En...
... ég hafði nú bara lúmskt gaman af Opinberun Hannesar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 3/12/06 16:01

Sýnir bara að þú ert bilaður.
‹Hlær›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/06 20:41

Die Another Day og Bond myndin þar á undan. Tvennan markar algera botnlægð Bondmyndanna. Það var að minnsta kosti hægt að hlægja að verstu Moore myndunum. Blessunarlega er Eyjólfur að hressast með nýrri sýn og nýjum leikara.

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: