— GESTAPÓ —
Nafnið mitt
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 18/11/06 20:47

Ég vil benda fólki á að fyrra nafnið mitt, Mikill, beygist eins og Lykill.

Mikill Hákon
Mikil Hákon
Mikli Hákoni
Mikils Hákonar

Einnig ætla ég að krefjast þess, í ljósi þeirrar merkingar er aðrir lögðu í þetta nafn, að ég fái nafnbótina "Hinn Mikli" þannig að eg muni heita Mikill Hákon hinn mikli.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 18/11/06 20:56

Þá er það komið á hreint, ég hef greinilega misskilið þetta allt saman.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 18/11/06 21:15

Maribo beygist eins og Maribo. Létt og liðulega ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 18/11/06 21:30

Það getur verið afar óheppilegt að beygja lykil, þeir eiga það til að brotna þegar þeir eru réttir aftur.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/06 23:44

Crap.
Nú á ég aldrei eftir að nefna þig á nafn aftur, sökum þess að það færi of mikill tími í að rembast við að fallbeygja nafnið þitt.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/11/06 23:46

Einfaldast er að skammstafa nafnið niður í MH ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/11/06 23:47

Og ef maður vill vera flottur á því... þá EmmHá. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/06 23:50

Já en þá gæti óneitanlega komið upp misskilningur ef ég færi að nota þessa skammstöfun í daglegu tali, en myndi svo úr raunheimum tilkynna að ég hefði farið upp í MH í dag að heilsa upp á gamla kunningja.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 28/11/06 00:17

Tvennt er það í máli yðar, Tigra, er vér skiljum eigi til hlítar. Í fyrsta lagi eru það svokallaðir raunheimar, er virðast vera einhver veröld utan Baggalúts, er eigi getur staðizt, þar eð utan Baggalúts er einungis ginnungagap. Í öðru lagi er það svokallað MH, en vér vitum eigi til þess að nokkuð slíkt sé til, utan kannske Mikil Hákon. Kannske þér gætuð frœtt oss?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/11/06 00:21

Tigra mælti:

Já en þá gæti óneitanlega komið upp misskilningur ef ég færi að nota þessa skammstöfun í daglegu tali, en myndi svo úr raunheimum tilkynna að ég hefði farið upp í MH í dag að heilsa upp á gamla kunningja.

Oj.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/11/06 00:35

Kannske þetta sé rétti vettvangurinn til að ítreka það að nafn mitt er Tina St.Sebastian, og beygist fyrra nafnið en eigi það seinna.

Tina St.Sebastian
Tinu St.Sebastian
Tinu St.Sebastian
Tinu St.Sebastian

Auk þess vil ég taka það fram að fornafnið ritast með i-i en ekki í-i, og einungis einu n-i, ekki tveimur.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikki mús 28/11/06 01:13

Mikka mús má beygja og sveigja að vild ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 28/11/06 01:25

Nafn mitt er Texi. Texi Everto. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá uppruna þess, sagan sú er bæði skrautleg og skemmtileg og tengist leigubílum ekki á nokkurn hátt. En því miður man ég hana ekki í augnablikinu, ég held stundum að ég sé með alshæmer, svei mér þá.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/11/06 01:26

Gimlé mælti:

Hvort er það frá Tinu Steinvör eða frá Tinu Steinvöru?

Þegiðu Gimlé.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 28/11/06 01:47

Eftir að hafa rannsakað aðeins þá hef ég komist að því að nafnið mitt er líklega latnenskt að uppruna og þýðir dulin eyðilegging, eða eitthvað í þá áttina.

Það finnst mér samt passa illa þar sem ég er svo uppbyggilegur og sjarmerandi náungi.

Hvaðan ætli ég hafi fengið þetta á sínum tíma? ‹Klórar sér í höfðinu›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 28/11/06 09:46

Aulinn
Aulann
Aulanum
Aulans

Hættið svo að kalla mig Aulu.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/11/06 09:51

Krossgötur eru oftast ekki beygðar. Þær eru jafnan þráðbeinar. Sama má segja um krossgátur, þó í þeim felist gjarnan beygð orð.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 28/11/06 21:08

Nafnið mitt hefur nú ruglað nokkra, enda hvorugkyns kvenkynsorð.

Stelp
Stelp
Stelpi
Stelps

Stelpið
Stelpið
Stelpinu
Stelpsins

     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: