— GESTAPÓ —
Skemmtilegar setningar úr teiknimyndasögum
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/11/06 22:58

Hér er leikur sem ég veit svei mér ekki hvort einhver hefur fundið upp en eg svo er þá látiði mig bara vita.

Þessi gengur út á það að sá sem á leik varpar fram setningu úr teiknimyndasögu og eiga aðrir að geta upp á úr hvaða teiknimyndasöguflokki eða stakri sögu, allt eftir minni spyrjanda. Stigagjöf gæti verið á þá leið að ef spurt er um myndasöguflokk þá gefur rétt svar 1 stig en viti menn enn fremur úr hvaða sögu það er þá fást 2 stig og ef nákvæm lýsing er á því við hvaða tækifæri setningin er sögð þá fást 3 stig. Þess má geta að sumar setningar geta komið fyrir í mörgum sögum en þá gildir sú saga sem spyrjandi er að meina. Muni spyrjandi hins vegar ekki úr hvaða sögu eða við hvaða aðstæður setningin er sögð þá kemur það til kasta samspilara að staðfesta svarið til að stigagjöfin geti verið rétt.

Ég byrja þá á því að spyrja um teiknimyndasöguflokk.

Úr hvaða flokki er eftirfarandi setning

"Nema kommóðuvalsinn"

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 2/11/06 23:08

Lukku Láki? Ein af stuttu sögunum í Allt um Lukku Láka?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 2/11/06 23:08

Hin fjögur fræknu ?

Bezti vinur aðal.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/11/06 00:49

Viggó Viðutan?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/11/06 10:15

Rangt hjá ykkur öllum...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 3/11/06 10:19

Svalur og Valur ?

Bezti vinur aðal.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/11/06 10:40

neibb...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 3/11/06 11:07

Hinrik og Hagbarður?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/11/06 11:21

Nei

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 3/11/06 11:27

Þetta hljómar eins og eitthvað úr Ástríki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/11/06 11:33

OG ÞAÐ VAR RÉTT!!!!
Þetta er úr Ástríki. Ég man bara ekki hvaða bók en þetta er lausleg þýðing á Latnesku setningunni Quamodo Vales (Skilst mér alla vega) og þýðir Hvernig hefurðu það... og var auðvitað þýtt NEMA KOMMÓÐUVALSINN...

Van Horn á leik...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 3/11/06 12:03

Minnir að þetta sé úr Ástríki á hringveginum.

Næsta setning er eftirfarandi: "Lifi Valdimar."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 3/11/06 12:28

Ástríkur aftur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 3/11/06 12:50

Nei, ekki Ástríkur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 3/11/06 12:52

Voðalega er þetta generískt eitthvað...
Lukku-Láka?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 3/11/06 12:58

Jú jú, þetta er úr Lukku Láka, þekking mín á myndasögum nær ekki lengra.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 3/11/06 13:05

Van Horn mælti:

Minnir að þetta sé úr Ástríki á hringveginum.

Næsta setning er eftirfarandi: "Lifi Valdimar."

Það er innsláttarvilla þarna,
hann heitir Vladimir !

Lifi Vladimir!!

‹Sýpur á fagurbláum drykk fyrir Vlad›
xTxT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 3/11/06 13:56

Jæja. Athugum hvort einhver man eftir þessu...

Tilvitnun:

Félagar! Ég er klæddur í tötra! Og ég á ekki einseyring! Fylgið mér!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: