— GESTAPÓ —
Death is not the end...
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/10/03 15:30

Má ekki bjóða ykkur að ræða hvað Dylan á við með þessum texta...

Kvæði:

When you're sad and when you're lonely and you haven't got a friend
Just remember that death is not the end...

Bob Dylan 1988

‹P.S. ef ykkur langar að heyra góða útgáfu á þessu lagi, þá tók Nick Cave það á plötunni Murder Ballads›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/10/03 15:48

Lykilatriði til að geta rætt ljóðið er að snara því yfir á íslensku, staðfæra og færa í stílinn eftir því sem þörf krefur. Hér er aumleg tilraun til þess:

Sértu af sorgum niðurdreginn einn með sjálfum þér.
Og enginn kjaftur vill þinn vinur vera.
Skaltu muna að endirinn er ekki að finna hér
í dauðans- endalokanna -fallhlera.

Hvað Zimmerman á svo við með þessum texta. Það er aftur spurningin. Hans er að yrkja og okkar að skilja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/10/03 16:26

Hef spáð betur í ljóðið. Hér eru nokkrar tillögur til túlkunar sem ekki ríma saman hver gagnvart annari:

1. Ábending til þeirra sem eru að hugsa um að henda sér fyrir rútu eða skjóta sig með kindabyssunni hans afa um að það sé ekki lausn. Dauðinn er ekki ásættanlegur endir, ekki ásættanleg lausn, not the end for you my friend, kjóstu lífið sagði Renton í Trainspotting og brosti við enda nýbúinn að svíkja Begbie vesalinginn og Sick-Boy. Fyrir þetta fólk eru skilaboðin skýr: Reyndu að öngla saman aurum með öllum ráðum, vinir eru ekki eftirsóknarverðir og munu á endanum svíkja þig rétt eins og Renton hér að framan, og lifðu millistéttar-stimpilklukkulífi með stóru sjónvarpi, raðhúsi og Avensis á raðgreiðslum/rekstrarleigu þar til þú geyspar golunni.

2. Ábending um efni Hávamála að sá sem sér orðspor góðan getur lifir í því (orðsporinu). Ef þú lifir í minningu þeirra sem muna þig þá geta endalokin ekki verið fólgin í dauðanum. Og þar sem fólk er veikt fyrir því að vorkenna dánu fólki sem átti bágt; Portúgal hann teygaði ... með sigurbros á vör ... í lífsins ólgusjó, þá er það þannig að sá sem var vinalaus í lífi verður eftir dauðann að einhverskonar samnefnara fyrir fólk til að vorkenna. Góður er hver genginn eins og sagt er og skyndilega þykjast allir kenna í brjóst um þig eftir að þú ert loksins dauður, þótt það sé sama fólkið og hrækti á þig þegar þú varst að dæla bensíni á bílinn, híaði á þig í sturtu efir leikfimina og faldi dönskuritgerðina þína þegar þú ætlaðir að fara að skila henni svo að kennarinn skammaði þig þótt þú hefðir gert ritgerðina samvisksamlega. Fyrir þetta fólk er dauðinn ekki endirinn heldur í raun upphafið. Streð eineltis og einmanaleika er verðlaunað eftir dauðann og því um að gera að demba sér yfir móðuna miklu sem fyrst.

3. Ábending um að sá sem deyr óhamingjusamur getur gengið aftur. Breyst í draug og ráfað svo um hrekkjandi hina lifandi. Man einhver Sólveigu á Miklabæ sem skar sig á háls í þjóðsögunni og gekk svo aftur í ljóði Einars Benediktssonar. Fyrir drauga og aðra afturgengna er dauðinn ekki endalok, frekar svona kaflaskil eins og t.d. stúdentspróf eða meydómsmissir.

Voffi ‹Einhver sagði nú að bókmenntafræði mætti kalla krufningu án skurðhnífa. En mér hefur alltaf frekar dottið í hug botnlangaskurður án svæfingar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/10/03 00:09

Hefði ekki getað orðað þetta betur...húrra (og skál).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/10/03 02:21

Ég er með tillögu, þó vera megi að voffi hafi þegar komið með hana. Ég las ekki innlegg voffa, of mikið af stöfum.

Mín tillaga er sú að Dylan sé að segja að dauðinn sé ekki lausnin á eymdinni, að hún haldi bara áfram í öðru formi, t.d. með því að fara til kaþólsks vítis. En eins og vitað er, þá er Zimmerman trúaður kaþólikki, síðast er ég vissi. Þó verður að benda á að þetta er samið nokkuð löngu eftir að hann gaf út trúuðu plötuna sína.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/10/03 18:16

Góð hugmynd...held samt að hann sé ekki kaþólikki, þó trúaður sé...ekki viss þó. Hitt er svo annað, getur verið að hann sé að meina að dauðinn sé bara ekki lausn, því hver veit hvað tekur við...ef eitthvað skildi taka við...ég horfi ekki á andaþáttinn á Stöð 2, kannske er lausnin þar.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 25/10/03 18:43

Mig minnir endilega að Zimmerman hafi hætt að vera gyðingur og gengið kaþólskunni á hönd á 8. áratugnum. Þá gaf hann út trúarplötuna sína, Slow train coming undir lok áratugarins. Annars er ég ekki sérlega viss sjálfur. Þó man ég eftir að hafa lesið að hann hafi, fyrir nokkrum árum, fengið að taka í spaðann á páfanum og sungið fyrir hann og það hafi verið talsvert móment fyrir hann persónulega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/10/03 18:44

Ég skrifaði ofangreint. Bölvað tvískráningarsístem, baggalútar verða að fara að gera eitthvað í þessu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 29/10/03 17:19

Geta menn nú bara hætt að hafa eina trú og skipt yfir í aðra? Ansi er það nú tæknilegt.
Er það vont?

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 30/10/03 09:18

Tæknilegt!!!??

meira í lagi þægilegt.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 1/11/03 18:41

hvað heitir þetta lag sem vitnað var í í byrjun þessarrar umræðu? hvort heldur sem Bob Dylan eða Nick Cave syngja það.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 16/11/03 05:13

þó að þú drepir þig þá er það ekki endirinn heldur byrjar gott og fallegt líf í Paradís þar sem gamlar konur borða ís og haglabyssur eiga einbílishús og og og og og og fisk

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Streftingur 5/3/04 11:49

eigi skal dauðann hræðast

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Streftingur 5/3/04 11:51

eigi skal dauðann hræðast nema hornkerling sé[/img]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/3/04 12:00

hræðast ber [/img] meira en dauðann!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Hilmar 16/5/04 18:41

ÉG fékk viðtal hjá Herra Jón Grim Guðjóni Reaper og hann sgði mér að hann væri svona 99% viss að dauðinn væri ekki endirinn, og ef maður trúir ekki frændum sínum, hverjum trúir maður þá?

Doktor Hilmar Röflfræðingur • Nafnið er Doktor Hilmar, Doktor(dramatísk bið) Hilmar • 'Nil mortifi, sine Lucre;
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ira Murks 8/7/04 02:02

Dauðinn er ekki lausnin...lífið er lausnin, þó sú lausn sé stutt og erfið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 1/5/10 20:40

Vér teljum hann eiga við, að maður verður jafn einmana í dauðanum og maður var í lífinu.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: