— GESTAPÓ —
Málfar á Gestapó
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mallemuk 2/3/07 17:44

Ég hef nú engar sérstakar áhyggjur af þessu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 2/3/07 19:28

Alltaf þegar ég sé þennan þráð koma upp á yfirborðið er ég viss um að ég hafi sagt eitthvað sem einhverjum líkar ekki...ekki svo að skilja að ég standi í þeirri meiningu að fólk sé að lesa ruglið í mér...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 6/3/07 23:03

Alveg er ég viss um að Grágrímur hefur nú sagt einhverja endemis vitleysuna! ‹Flissar›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/3/07 17:15

Jæja, ég hef ekkert að segja sem kemur Grágrími við enda er hann í fínum málum varðandi það sem hér fer á eftir.

Hér er fólki tíðrætt um gildi íslenskrar tungu og flestir virðast vera sammála um að vilja hag hennar sem mestan. Þess vegna langar mig að mótmæla þeim flaumi nýrra Gestapóa sem hrúgast hingað inn undir erlendum nöfnum (og þá er ég ekki að tala um skinkuslettarana).
Ég man þá tíð þegar fólk kom hér inn undir nöfnum á borð við Behind Blue Eyes, The Strange One og fleirum en var umsvifalaust snúið frá villu síns vegar og gengur nú um undir góðum og gildum, íslenskum (en þó gestapóskum) nöfnum og líður bara ágætlega með það!

Mér finnst það reyndar í lagi þegar fólk tekur sér erlend nöfn líkt og okkar virðulegi Forseti, Vladimir Fuckov, eða öryggiskonan Carrie (sem mig langar reyndar alltaf að kalla Karrý en það er annað mál...) en handahófskennd orð á erlendum málum eru afleit til nota á þessu svæði að mínu mati. Því hefi ég ákveðið að ávarpa þá aumu amlóða sem þetta gjöra með íslenskun á nöfnum þeirra.

Hér eru handahófskennd dæmi af nýlegum notendum:
The Shrike mun ég kalla Skríki (nf. Skríkir, beygist eins og læknir).
Hot Spot mun ég kalla Pylsuna (Spot er skrifað með stórum staf og því greinilega tilvísun í sérnafnið Spot sem er gjarnan notað á hunda á erlendu máli, hundur er annars skrifað dog = hot dog = pylsa).
Woody mun ég kalla Viðar (ætti að skýra sig sjálft).

Ég er að auki ekki alveg viss með Count De Money (sem myndi líklegast annars kallast Fjártölugreifinn), þetta er eiginlega sams konar orðaleikur og í nafni Forseta vors en mér finnst hann heppnast eilítið betur hjá honum (þótt þetta hafi verið bráðfyndið þegar Mel Brooks datt í hug að nota þetta í kvikmynd). En hver veit, kannski venst þetta. Þangað til það gerist er ég hins vegar á móti, bara til að vera á móti.

Góðar stundir.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/3/07 17:28

Ég er algjörlega sammála Önnu. Mikið andskoti sammála.

Þar að auki hef ég ákveðið, svona til að leggja lóð á vogarskálarnar og líka suma í einelti, að setja kakóbann á þá gestapóa sem heita ekki almennilegum íslenskum nöfnum eða í það mynda einhvers konar alvöru nöfnum þó þau séu erlend.

Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í einelti - ég meina eyði!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/3/07 18:19

Já, þessu er ég sammála. Það er fín lína milli erlendra nafna sem ganga upp og þeirra sem passa bara alls ekki. Finnst mér að við ættum að ganga harðar í því að þýða nöfnin sem ekki passa og matreiða þau ofan í nýliðana, eins og gert var með góðum árangri í þeim tilfellum sem Anna nefnir. Var það ekki annars Hakuchi sem íslenskaði bæði þau nöfn?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 29/3/07 18:28

Hexia de Trix mælti:

Ég er algjörlega sammála Önnu. Mikið andskoti sammála.

Þar að auki hef ég ákveðið, svona til að leggja lóð á vogarskálarnar og líka suma í einelti, að setja kakóbann á þá gestapóa sem heita ekki almennilegum íslenskum nöfnum eða í það mynda einhvers konar alvöru nöfnum þó þau séu erlend.

Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í einelti - ég meina eyði!

‹Fær gríðarlegt magn af sandi í augun og horfir tárvotur á Hexíu› Er ég þá útilokaður frá því að fá kakó?!?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hot Spot 29/3/07 18:51

Já, það verður nú skemmtilegt að sjá hvað Nermal, Ewing, Hackuchi, Ég sjálfur, Hexía de Trix og fleiri munu héðan í frá kalla hvort annað.
Annars smá ábending til Önnu Ennis (panna er enni á færeysku) þá langar mig að benda henni á að kona getur heitið nánast hvaða nafnorði sem er á enskri tungu og skrifast þau þá með stórum staf. Þetta nafn mitt var vegið og metið á meðan ég íhugaði hver ég ætlaði að vera hér á Baggalút. Týpan mín heitir Hot Spot þar til ég ákveð eitthvað annað. Hvað þú ætlar að kalla mig skiptir mig engu en ég gat ekki betur séð þegar ég samþykkti skilmála Baggalúts en ég mætti heita hvað sem er svo fremi sem það særir ekki blygðunarkennd hinna.
Kveðja, Hot Spot.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/3/07 19:37

Kæra Pylsa.
Númer eitt: Nermal, Hakuchi, Ewing og Hexia De Trix eru sérnöfn. Hot Spot er það ekki.
Númer tvö: Hæfileg sérviska í nafnavali og rithætti er eitthvað sem fylgir sumum Gestapóum (eins og t.d. Ég sjálfur). Slík sérviska er yfirleitt samþykkt á (mis)löngum tíma. Ekki á meðan fólk er á nýliðastiginu.
Númer þrjú: Þótt nafn mitt útleggist sem enni á færeysku verðum við að sætta okkur við það að við erum ekki á færeysku spjallborði heldur íslensku. Ef við værum á færeysku spjallborði þætti mér einstaklega fyndið að vera kölluð Anna Enni og þetta er bráðfyndið en engan vegin sambærilegt. Panna er í það minnsta til í íslensku máli en hvorki hot né spot eru það.
Númer fjögur: Sú staðreynd að amerískir foreldrar eru oft á tíðum einstaklega smekklausir í nafngift skiptir líka afskaplega litlu máli í þessari umræðu. Hér er Baggalútur til umfjöllunar og hér ríkir menntað fjölveldi hinna eldri og reyndari yfir nýliðum.
Númer fimm: Blygðunarkennd mín er særð. ‹Ber höndina dramatískt upp að enni (pönnu) og líður útaf í nálægan sófa›

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hot Spot 29/3/07 19:40

Ég verð bara að senda þér :-)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 29/3/07 19:41

‹Kemur hlaupandi með ilmsalt fyrir alla viðstadda›

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hot Spot 29/3/07 19:43

Ef þú leggur Spot út sem pylsu vegna ensku kunnáttu þinnar þótt við séum á íslensku spjallborði þá hlýtur að vera sambærilegt að leggja nafn þitt út sem enni úr færeysku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/3/07 19:43

Hot Spot mælti:

:-)

OJ BARA!!! ‹Skolar augun upp úr blöndu af klór og brennisteinssýru› Þér, herra minn (eða frú), eruð einstaklega illa innrætt/ur.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/3/07 19:44

‹Bendir titrandi hendi á nýliðann og mælir skjálfandi röddu›

Brooooskall ...

‹Signir sig í bak og fyrir og fer með særingarþulur›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hot Spot 29/3/07 19:46

Ekki vera öfundsjúkur. Ég skal senda þér einn seinna Þarfi minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/3/07 19:47

Hot Spot mælti:

Ef þú leggur Spot út sem pylsu vegna ensku kunnáttu þinnar þótt við séum á íslensku spjallborði þá hlýtur að vera sambærilegt að leggja nafn þitt út sem enni úr færeysku.

Uuuuu nei, það er ekki sambærilegt. Ég þýði þitt nafn yfir á íslensku því íslenska er málið sem er notað á Gestapó.
Þú þýðir mitt (íslenska) nafn yfir á færeysku, bara til að þýða það á eitthvað mál. Eins og ég segi, þetta myndi allt standast hjá þér ef við værum á færeysku spjallborði!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hot Spot 29/3/07 19:51

Jæja ég legg ekki í meira þras við þig. Þú hefur mig undir. En, duglega og ómenntaða ljóskan mín heitir samt Hot Spot. Þú munt læra að láta þér þykja vænt um mig. Nú þarf ég hins vegar að drífa mig í dansnám og get ekki gert meiri óskunda hér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/3/07 19:53

Ekkert mál pylsan mín, gangi þér vel í dansinum!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: