— GESTAPÓ —
Málfar á Gestapó
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/10/06 02:53

Hér á Gestapó, nánar til tekið í umdeildu félagsriti Græneygðrarogmyndarlegrar, hafa komið upp deilur um 'rétt' ellegar 'rangt' málfar hér á Gestapó. Því tilkynnist því hér með að allir sem vilja tjá sig um þetta mál eru hvattir til að gera það hér, frekar en í félagsritinu, þar sem þau eiga ekki að vera vettvangur fyrir slíkt þras.

Ég ætla að byrja með því að setja fram mína afstöðu. Ég tel að broskallar, talmál, og annað í þeim dúr stuðli að ljótum texta sem ég nenni ekki að lesa. Einnig finnst mér að hér á Gestapó eigi að ríkja háir staðlar um málfar og stafsetningu; það held ég að flestir hér séu sammála um, og flestir reyna að fara eftir þessu.

En auðvitað er umræða holl, og ég vil endilega heyra fleiri sjónarmið í þessu máli.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/10/06 03:02

Ég er sammála þessu.
Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir jafn færir í íslensku og því finnst mér það skipta aðalmáli að fólk geri sitt besta. Þótt ein og ein stafsetningarvilla slæðist með þá er það í lagi og óþarfi að pikka í fólk fyrir það en þegar textinn er orðinn útataður í slettum og leiðinlegum gelgjustælum, sms styttingum og þess háttar þá finnst mér nóg komið.

Gestapó hefur verið eina vefsvæðið sem ég veit um sem hefur þessa verndunarstefnu gegn þessum sms-áhrifum, fyrir mér er þetta spurningin um hvort við ætlum að leyfa Gestapó að detta niður í meðalmennskuna og verða þannig endanlega eins og hvert annað spjallsvæði á gagnvarpinu.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 22/10/06 03:52

Þessi mýi málfarsþráður er í sjálfu sér áhugaverður en ég er efins um að hann eigi heima hér á Baggalút. Því er óvíst að ég nenni að leggja margt til málanna. Baggalút tel ég fyrst og fremst vettvang kímni, skemmtunar og leikja. Mér fannst gæta hátíðleika, stífni, jafnvel hroka hjá ákveðnum aðilum í rökræðunni sem varð kveikjan að þessum þræði. Það finnst mér fjarri þeim létta anda sem ég hélt að Baggalútur ætti að standa fyrir.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 22/10/06 04:22

Þú segir nokkuð Anna Panna. ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og glottir›

Ég vísa í síðasta innlegg þitt í félagsriti sem þú sendir inn á vegna skrifa minna um sögu mína er ég nefni ''Draumahöllin mín''.

Hvernig heldur þú að mér hefði liðið ef þú, manneskja sem ég þekki ekki neitt hefðir sagt, mér finnst þetta vera ÆÐI hjá þér ? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Hefðir þú ekki frekar átt að nota annað orð en æði ? Þetta er algengt orð hjá börnum og unglingum. Æði telst vera talmálstytting á orðinu æðislegt, audda telst einnig vera talmálstytting á orðinu auðvitað, eins er um að ræða mar er stytting á orðinu maður. Kemur þetta mér á óvart miðað við hversu ákveðin þú ert búin að vera í skoðun þinni á orðavali mínu í sögu minni í félagsriti á Gestapó. Það er nauðsynlegt að geta verið sveigjanlegur. Nú BÖSTA ég þig fyrir að nota sama orðaval og ég var að gera í sögu minni sem þú svo stranglega settir svo út á hjá mér. ‹Ljómar upp›

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 22/10/06 04:43

Það kviknaði skyndilega á perunni svo ég varð að tjá mig. Betra er seint en aldrei.

Ég var að átta mig á að hér (en ekki í "Orð í belg" við Félagsrit) er hægt að setja inn hornklofana góðu sem þar sem líst er ýmsum geðshræringum þess er tjáir sig.

Það er vissulega eitt afbrigðið af hinni nýju framsetningu sem einkennir netumræðu, sbr. broskallar og fýlukallar o.sv.frv.

Það opnar enn frekari sýn inn í glerhúsið sem ég minntist á í "Orð í belg" .

‹Hlær hrossahlátri að vandlætingarumræðu Önnu Pönnu›

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 22/10/06 04:45

Heyr, heyr !

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 22/10/06 06:06

Þetta "vandamál" er svo einfalt að leysa.

Broskallar, slettur og styttingar eru bara einfaldlega BANNAÐAR Á GESTAPÓ !

Þegar ég byrjaði hér, þá var mér refsað grimmilega fyrir að byrja ekki setningu á stórum staf, þó allt annað í innlegginu væri samkvæmt bókinni.

Þetta er lítið,skrýtið, en umfram allt, skemmtilegt samfélag þar sem við vöndum málfar og uppsetningu á okkar skrifum, og þykir mér það einstaklega gott, þrátt fyrir að ég sé með gáfur á við þroskaheftann labrador hund.

Skál! xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/10/06 09:12

Glundroði á sjálfssagt við mig, varðandi málfar í vísum (í orðabelg félagsritsins) og hefur tekið mig í gegn einu sinni út af því og ég hlustaði að sjálfsögðu á hann, enda er Glundroði vel máli farinn...

Ég hef fyrir löngu viðurkennt að vera lélegur penni, en ég er alltaf að reyna að bæta mig... aftur á móti hefur frá byrjun Gestapó verið lögð rík áhersla á að nota ekki svokallaða broskarla.

Ég reyndi aftur að lesa þetta félagsrit áðan og sjálfsagt er það bara skammhlaup í mínum heila en ég komst ekki lengra en þar sem kemur híííhíí eða eitthvað slíkt...

Ég hef þó notað svokallaða broskarla í félagsriti og var það í félagsritinu mínu Gelgjuþula, þar var ég þó að vitna í slíka texta sem ég sá á netinu...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/10/06 09:39

Svo vil ég benda á að svipaður þráður og þessi er til, þar næsti þráður hér fyrir neðan...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/10/06 09:52

Sá þráður er svipaður, já, en hann fjallar um málfarsvillur og málfar almennt. Ég ætlaði upphaflega að stinga upp á að þessi umræða færi fram þar, en fannst liggja betur við að hafa sérstakan þráð um málfar hér. Lái mér það hver sem vill.

Glundroði fagnar fyrst þeirri tillögu minni að stofna þráðinn í félagsritinu, en gagnrýnir núna tilvist hans. Síðan ber hann saman sviðslýsingar og broskalla ... bull og kjaftæði, hvort tveggja. Ég tel því að hann sé nettröll. Ég hef fleira fyrir mér í þessari ályktun, svo sem 'brandarann' hans þegar hann breytti þráðarnafni, upphafsinnleggi, og fleiri innleggjum í þráðnum til þess að gera at í Úlfamanninum.

Ég vitna í orð Glundroða hér ef ske kynni að honum dytti í hug að breyta þessu síðar:

Glundroði mælti:

Þessi mýi málfarsþráður er í sjálfu sér áhugaverður en ég er efins um að hann eigi heima hér á Baggalút. Því er óvíst að ég nenni að leggja margt til málanna. Baggalút tel ég fyrst og fremst vettvang kímni, skemmtunar og leikja. Mér fannst gæta hátíðleika, stífni, jafnvel hroka hjá ákveðnum aðilum í rökræðunni sem varð kveikjan að þessum þræði. Það finnst mér fjarri þeim létta anda sem ég hélt að Baggalútur ætti að standa fyrir.

Glundroði mælti:

Það kviknaði skyndilega á perunni svo ég varð að tjá mig. Betra er seint en aldrei.

Ég var að átta mig á að hér (en ekki í "Orð í belg" við Félagsrit) er hægt að setja inn hornklofana góðu sem þar sem líst er ýmsum geðshræringum þess er tjáir sig.

Það er vissulega eitt afbrigðið af hinni nýju framsetningu sem einkennir netumræðu, sbr. broskallar og fýlukallar o.sv.frv.

Það opnar enn frekari sýn inn í glerhúsið sem ég minntist á í "Orð í belg" .

‹Hlær hrossahlátri að vandlætingarumræðu Önnu Pönnu›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/10/06 10:07

Úúúúú ég er böstuð!!! Það var ekkert verið að tala um eina og eina vitleysu, ef það hefði staðið einu sinni audda í textanum þá hefði ég pirrast yfir því en væntanlega ekki gert mikið í málinu. Textinn sem ég gagnrýndi var hins vegar svo gegnsýrður af einhverju aukadóti og styttingum að það varð leiðinlegt í mínum augum að lesa hann og er greinilega ekki ein um þá skoðun. Biddu bara fyrir þér ef Ísdrottningin hefði komist í málið fyrst, þá hefðirðu væntanlega fengið enn harðari viðbrögð!
Ég endurtek, málið snýst ekki um að benda á eina og einstaka stafsetningarvillu heldur að gera sitt besta. Miðað við önnur skrif þín hér er þetta alls ekki þitt besta kæra græneygð.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/10/06 14:04

Ókey það eru hér reglur um að nota ekki þessa hefbundnu sms broskalla en ég hef aldrei heyrt að bannað væri að tungumál gelgjunnar, sem er í raun bara hefbundin sunnlenska sem er að færast yfir landið. Ísland er mjög dreift samfélag þar er talað sama tungumálið með mismunandi áherslum orðum og máltæki. Ég hef farið víða og tekið eftir því að tölverður mismunur er á milli staða hvað málfar varðar, þó svo að hin hefbundu Vestfirsku og Austfirsku einkennin séu að hverfa þar sem hin vandaða Norðlenska er að rífast við hina illskiljanlegu Sunnlensku um hvað sé rétt málfar. Íslenska tungan er stöðnuð meðan aðrar tungur ná að þróast í áttina að alþjóðlegu tungumáli. Það er tóm tjara að festa tunguna við vitum vel að örar breytingar hafa verið og það þarf ekki að lesa nema 100 ára gömul rit til að sjá hvað breytingin er mikil.

Við vitum vel að Íslenskan er forngripur sem varðveittist hér á landi vegna einangrunnar og legu landsins, Tilhver á 300 þúsund manna þjóð að halda áfram að einangra sig? Hversvegna leyfum við ekki tungunni að þróast, líkjast öðrum tungum leyfa erlendum orðum að setjast að í okkar máli frekar en að búa til einhver illskiljanleg orð. Ég tel að okkar erfiða tunga sé dragbítur fyrir samstarf við erlenda aðila, varla fara þeir að mennta starfsmann í svona fámennu tungumáli. Leyfum erlendum orðum að aðlagast tungunni en höldum íslenskum rit og beygingar reglum, td Feel. verður að fíla og joke verður Djók. svona má lengi halda áfram meðan aðrar þjóðir nálgast hverja aðra festumst við í sérvisku okkar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/06 16:11

Ef þér líkar ekki við sérvisku er kannski Baggalútur ekki rétti staðurinn fyrir þig Offari minn.

Ég styð heilshugar íslensku sérviskuna því þótt ótrúlegt megi virðast er hægt að kenna Íslendingum annað tungumál sem þeir geta notað á alþjóðavísu, t.d. ensku. Það að beygja málið hægt og rólega í átt að alþjóðastraumum (lesist: Ensku) sem endar í einni babelstungu er vafasamt en fyrst og fremst bjánalegt. Til hvers í ósköpunum að breyta ríkjandi tungumáli í annað? Hví ekki bara læra hitt tungumálið (enska) og halda hinu.

Ég bendi líka á ótvíræðan kost þess að tala framandi tungumál; enginn skilur mann í útlöndum. Þá er hægt að tala um persónuleg mál við aðra landa sína innan um hvern sem er sem gæti sannarlega verið hentugt í bísness.

Ég stórefast um að öll tungumál muni samhvarfast við enskuna. Tungumál munu halda áfram að þróast í sínar áttir en enskan verða eins konar latína (lifandi) sem býður upp á tökuorð í einu formi eða öðru. Sem sagt svipuð þróun áður nema kannski einhver svipleiki eykst. Og ef sú er þróunin skiptir engu fjandans máli hvort tökuorð verða þýdd eða ekki þar sem það margborgar sig fyrir alla að hreinlega læra lingua franca dagsins; ensku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/10/06 16:44

Hvað tilgang hefur það að þíða td tölvuorð og gsm orð yfir á óskiljanleg og fáranleg orð? Konan keypti handa mér nýjan síma sem ég get enganveginn skilið samt á þetta að heita Íslenska? Ég skildi betur enskuna þó svo að mér hafi aldrei tekist að læra nokkurt erlent tungumál. Heimurinn er orðinn svo lítill að núorðið hindrar fjarlægðin ekki samskipti manna á milli heldur tungumálin. Sumir hafa fengið þá náðargjöf að geta lært annara landa tungur á auðveldan hátt meðan aðrir eru svo tregir að geta vart skilið sitt eigið móðurmál. Enskan virðist hér í hinum vestræna heimi vera orðið samskiptatungumál þegar fólk ferðast landa á milli, ég ef spjallað við fólk frá mörgum þjóðum með minni Hollywood ensku svo virðist sem að sú tunga sé orðið alþjóðlegt tunumál. Tilhvers að hafa margar tungur þegar ein dugar?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 22/10/06 16:46

Sérviska er skæsleg líkt og læri Hr. Reykjavíkur.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/06 16:49

Það er einfaldlega annað sjónarmið. Þá væri nær að berjast fyrir því að taka upp ensku sem móðurmál í stað þess að vilja fara bakdyraleiðina með því að afskræma tunguna uns hún verður að einhvers konar hálf-ensku hrognamáli.

‹Syngur Eldgömlu ísafold›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/10/06 16:53

Ég starfa í tölvuiðnaðinum, og ég og samstarfsfólk mitt notum iðulega ekkert annað en ensk orð yfir mjög margt af því sem við ræðum, enda erum við líka í samskiptum við enskumælandi fólk sem vinnur í sama iðnaði. Ég er því alveg sammála Offara í því að óþarfi er að vera að standa í því að þýða þessi hugtök í sífellu.

Ég tek hins vegar ekki undir það sjónarmið að betra væri að hafa einungis eitt mál í heiminum. Allt eins mætti þá spyrja hvort ekki nægði að hafa eina íþrótt, einn bókmenntastíl, einn tónlistarstíl, og svo framvegis. Mér finnst íslenska yndislegt mál og þætti leitt ef hún hyrfi. Að mínu mati eru ólík tungumál ekkert annað en enn eitt menningarfyrirbærið sem gerir mannlífið svo fjölbreytt og skemmtilegt. Fólk getur vel notast við sameiginlegt tungumál til að hafa samskipti milli landa, enda geta velflestir tileinkað sér fleiri en eitt mál, en að útrýma öllum málum en einu er allt annar handleggur.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/10/06 17:03

Ég tel að með því að leyfa tungum að blandast haldist sérviskan að einhverjum hluta en munur á tungum það lítill að eingöngu teldist það til aukins orðaforða að kunna alþjóða tunguna, þessi þróun tekur tvö til þrjúhundruð ár svo við njótum ekki í okkar lífi en komand kynslóðir gera það. Snögg breyting á móðurmáli er nánast ógerleg en væri samt sniðug lausn en þá deyr Baggalútur því ég kann ekkert í enskri stafsetningu.

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: