— GESTAPÓ —
SAMHENDUÞRÁÐUR
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 15, 16, 17  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/07 16:28

Áin byrjar brött en grunn,
brýst hún niður ansi þunn,
verður neðar væn og kunn,
veltir útí fjarðarmunn.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 4/3/07 14:46

Heimskur maður hreykir sér
hátt hann alltaf syngur hér
Alltaf er að ofan ber
Og seinast alltaf héðan fer

Afsakið en ég hélt að þetta væri ekki að kveðast á þráðurinn, en þegar ég fer að skoða það betur þá er það þannig. Þar sem ég get ekki eytt þessu innleggi ásamt þessari gölluðu vísu , þá leyfi ég henni bara að standa og ég sé nú ekki í fljótu bragðu að stuðlarnir séu ekki réttir hjá mér.
Enda eruð þið sumir afskaplega smámunasamir með höfuðstafi og stuðla sem er nú kannski ekki nauðsynlegt miðað við alla þá bragarhætti sem ertu til. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 4/3/07 15:25

Hér er þráður, og átti því að hefja næstu vísu á eftir Skabba á „munn“ eða „fjarðarmunn“.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/3/07 16:14

The Shrike mælti:

Hér er þráður, og átti því að hefja næstu vísu á eftir Skabba á „munn“ eða „fjarðarmunn“.

Að auki er stuðlasetning röng hjá Dularfulla manninum. (Ég skil það eftir sem æfingu fyrir hann að finna villurnar.)

Skabbi skrumari mælti:

Áin byrjar brött en grunn,
brýst hún niður ansi þunn,
verður neðar væn og kunn,
veltir útí fjarðarmunn.

„Munnar svanna munu tveir
mjög svo fagrir eru þeir
af þeim vil ég ætíð meir“
orti þannig Baudelaire

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 4/3/07 17:09

Baudelaire með blýantinn
beittan þekur pappírinn
Heila daginn út og inn
yrkir franska leirburðinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/3/07 17:59

Leirburður mín ljóðagerð
laga þetta nú ég verð
Kom ég hér með kvæða mergð
kvæðin ljótu hér þú sérð.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 4/3/07 18:07

Sé ég hérna sólarglit
Sjaldan ver ég alveg bit
Í kolli mínum kosmískt vit
Kostulegt er þetta rit.

Hvað eru margar bragfræðilegar villur í þessu?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/3/07 18:23

Ritið engar reglur braut
reyndar bara vel það flaut
Létt þú fórst með þessa þraut
þetta rit var mjög flott skraut.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/3/07 18:50

Dularfulli maðurinn mælti:

Heimskur maður hreykir sér
hátt hann alltaf syngur hér
Alltaf er að ofan ber
Og seinast alltaf héðan fer

Afsakið en ég hélt að þetta væri ekki að kveðast á þráðurinn, en þegar ég fer að skoða það betur þá er það þannig. Þar sem ég get ekki eytt þessu innleggi ásamt þessari gölluðu vísu , þá leyfi ég henni bara að standa og ég sé nú ekki í fljótu bragðu að stuðlarnir séu ekki réttir hjá mér.
Enda eruð þið sumir afskaplega smámunasamir með höfuðstafi og stuðla sem er nú kannski ekki nauðsynlegt miðað við alla þá bragarhætti sem ertu til. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

‹Geispar herfilega›

Það má vel vera að við séum smámunasamir en hér hefur myndast hefð fyrir að nota stuðla og höfuðstafi rétt. Sú hefð er góð og við hana mun ég standa vörð. Það gera einnig flestir þeir sem hafa í gegnum tíðina verið duglegastir við að yrkja á Gestapó. Eflaust er fullt af vefsvæðum þar sem þessum reglum er ekki fylgt en þetta er ekki eitt þeirra.

Ég átta mig ekki alveg á þessari „... alla þá bragarhætti sem eru til“ vörn. Í öllum helstu rímnaháttum íslenskum eru stuðlar og höfuðstafir. Það á einnig við um samhenduna.

Stuðlavillur þínar eru eftirfarandi: Í þriðju línu er ofstuðlað, „alltaf“ stuðlar bæði við „er að“ og „ofan“. Þá þarf maður að vera virkilega umburðarlyndur til að þola „og“ í fjórðu línu sem höfuðstaf í þessu tilfelli.

Nánari upplýsingar er að finna á www.rimur.is og www.heimskringla.net .

Offari mælti:

Ritið engar reglur braut
reyndar bara vel það flaut
Létt þú fórst með þessa þraut
þetta rit var mjög flott skraut.

skreyta mætti skitin orð
og skapa þannig gullið torð
drengir bæði og derrin skorð
drýgið ekki vísnamorð!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 4/3/07 19:51

Vísnamorð hér víst má sjá,
vondan þráð sem lestir hrjá.
Enga stuðla í skal spá.
Einnig rímið villast má:

Sjá þráðinn „Ort án stuðla en leyfilegt verður að ríma.“ á Skáldskaparmálum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 5/3/07 00:22

Máttu góða ljóðin létt,
lista hérna alveg rétt.
Skáldin kvæðin kveða þétt,
kapparnir í skáldastétt.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/3/07 00:37

Skáldastéttin skrifar ljóð
skreytir með þeim þennan sjóð
Heillar með þeim fögur fljóð
fegrar lútinn þetta stóð.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/10/07 00:27

Stend ég borgarstræti á,
stúlka fögur gengur hjá.
Yndisfríð með augu blá
ástar- vankar hjá mér -þrá.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 19/10/07 03:46

Þrá er hugtak þrautvitað
sem þekkist hvítt og marglitað.
Skráð í bækur skrautritað
skorinort og bjarghnitað.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/10/07 23:59

Hnitar stóra hringi már
horfir yfir fjöll og gjár.
Ríki hans er himinn hár
heiður, tær og safírblár.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 20/10/07 00:17

Safírblár er Bjartur minn,
besti listahundurinn
Klappar hann á kollinn sinn
kinnableiki vinur þinn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 25/10/07 16:43

Þinn er svipur þrúgandi
þú ert illur kúgandi
Löngum ertu ljúgandi
litlu fyrir trúandi.

Ekki beint til þín Regína mín

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/10/07 11:54

Vel ort Sundlaugur.

Trúir þú á tröll og álfa?
Titra bein og fara að skjálfa?
Skilning þinn þá skaltu þjálfa
og skoða betur hluti sjálfa.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
        1, 2, 3, ... 15, 16, 17  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: