— GESTAPÓ —
Málvillur nútímans og málvöndun almennt.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/10/06 13:53

Hér þykir mér vera tilefni til að brydda upp á málfræði og rifja upp rétt málfar og málfræði. Fallegt mál virðist nefnilega vera á hröðu undanhaldi, hvort sem um er að ræða talað mál eða ritað. Það líður ekki sá dagur að Fréttablaðið, Blaðið og aðrir ruslatunnubelgjandi vefmiðlar fari illilega út af sporinu þegar kemur að vönduðum skrifum og réttri málfræði.

Eitt nýlegt dæmi sem kemur ítrekað fram aftur og aftur. Fleiri verða rituð á allra næstu dögum

*- Ekki óvitlaust - Þetta er oft sett fram í merkingunni að um óvitlausa hugmynd eða framkvæmd sé að ræða. Hversvegna er hún þá skyndilega orðin ekki óvitlaus ? Var hún kannski vitlaus eftir allt saman ?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/10/06 15:04

Orðið opnunartími er dálítið kjánalegt þegar kafað er djúpt í málfræði líkt og þú bendir réttilega á Gimlé.

„I didn’t see nothing“ er í ensku kallað "lágmenntaenska" eða low-class english ef ég man rétt. I didn't see anything er rétta svarið þegar einhver er spurður hvort viðkomandi hafi séð eitthvað. Það þarf ekki annað en að semja spurninguna til að sjá að svarið "I didn't see nothing" er út í hött.

Rússneska er eitt magnaðasta mál í heimi. Það verður ekki af þeim tekið. Tvöföld neitun er málfræðilega rétt hjá þeim en er ekki notuð á Íslandi né víðast hvar í Evrópu. Þessvegna þarf sérstaklega að brýna þetta fyrir fólki sem kemur frá þessu svæði. Þeir falla því miður margir í þá gryfju að samsama íslenskuna að málfræðinni að heiman og segja t.d. oft setningar eins og „Nei ekki“ Þegar einfalt „Nei“ dugar fyllilega.

Orð eins og „uppeldisfræði“ „stjórnmál“ „pedagógík“ ,,pólitík“ „banani“ „jeppi“ „bjúgaldin“ og „hrjúfreið“ eru öll háð nokkrum atriðum sem þau verða að uppfylla til að verða gjaldgeng í almennt mál.

Fyrst þarf að vera auðvelt að segja orðið, sé orðið tungubrjótur á það strax erfitt uppdráttar. Síðan þarf að vera hægt að fallbeygja orðið (ef það þarf að fallbeygja það) og þá þarf orðið helst að geta fallbeygst á svipaðan hátt og önnur skyld orð sem nú þegar eru viðurkennd.

Þannig er til dæmis banani fallbeygður líkt og hani. Jeppi líkt og seppi o.s. frv. Orð eins og pedagógík fallbeygjast illa eða jafnvel alls ekki og eru þess vegna dragbítur í annars góðu málfari.

‹Ljómar upp yfir hversu vel umræðan fer af stað›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 19/10/06 17:42

Æhh, skilörru, þa ersko þúst, risalega flott að tala þúst sona "Oldskúl"

Krotar á veggina

HVÆSI BSTI

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/10/06 17:50

‹Flengir Hvæsa með Orðabók Háskólans... ...öllum 3 bindunum.›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 19/10/06 17:51

‹Flengir Búbbann með Blaðinu....báðum síðunum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 20/10/06 15:30

Vitiði það að þið hjá Baggalútnum skuluð bara hætta að leiðrétta hvort annað. Gerið þessa vefsíðu endilega að málfarslausri svívirðingasíðu sem mér sýnist að síðan ætli að enda mín vegna.
Ekki vera að gera eitthvað sem ykkur er vitsmunalega ofvaxið að gera, t.d. koma fram við aðra af virðingu. Ég er leiðréttur, og ég reyni að læra af mistökum annara, Þarfagreinir, Vladimir Fuchov, Dúddi, B. Ewig og fleiri, en mér sýnist að það sé tapað og búið spil. Vefsíðan er farin að hljóma ómerkilegri og ómerkilegri i mínum augum, þar til einn góðann veðurdag að ég nenni ekki lengur að vera að heimsækja hana þar sem ég fæ aldrei annað en svívirðingar og dónapóst eða dónaleg innlegg í minn garð.
Og það af fólki sem veit að ég er ekki að vera með dónaskap við það að fyrra bragði. Ef menn vilja vera á móti frelsi í heiminum, ekki reka vefsíður þar sem fólk getur skipts á skoðunum sínum og allir eiga að koma eins fram hvor við annnan. Fáið ykkur bara starf hjá stað þar sem svoleiðis hegðun er liðin.

Úlfamaðurinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/10/06 18:18

Hvernig fer maður að því að læra svona mikið, breyta hegðun sinni svona mikið og einsetja sér að breyta enn frekar miklu meira í sínu fari - en samt breytast ekki neitt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/10/06 00:05

Gimlé mælti:

B. Ewing mælti:

eru þess vegna dragbítur í annars góðu málfari.

Þessi hluti prýðilegs andsvars B. Ewing minnir mig á að Pétur „háóði“ Þorsteinsson leggur orðið „dragbítur“ til sem þýðingu á enska orðskrípinu bröns ( = brunch = breakfast + lunch).

Meður því að æ fleiri taka sér bröns í munn (hvernig sem á það er litið) væri mjög til bóta ef menn sameinuðust um að láta dragbítinn ryðja því úr vegi.

Betra væri þó ef menn töluðu um dragbít á annars góðu málfari!

Uppruni orðsins dragbítur er víst sá, að dragbíturinn er nagli á sleða sem farinn er að slitna. Þ.e. naglinn stendur niður úr sleðanum og veldur viðnámi, og sljóvgar hröðunareiginleika sleðans.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/10/06 00:34

Pedagógík er orð sem er vel til þess fallið að tala niðrandi um þann ára og böl sem skrambans pedagógíkin er!

nf. pedagógík
þf. pedagógík
þgf. pedagógík
ef. pedagógíkur

Ef orðið tekur eignarfall þá má það kallast íslendskt fyrir mér.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/10/06 00:42

Onei góurinn.

Foss tekur eignarfallið 'fosss', en eignarfalls-essið er fellt út af kosmetískum ástæðum.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 21/10/06 08:40

Það er á vegum stofnana eins og Háskóla Íslands að rannsaka málfar hér á landi að mínu mati. Ég tel að þið séuð ekki fær um það vitsmunalega að stunda slíkar rannsóknir á þessari vefsíðu.
Það eina sem fólk fær hér sem vandar sig eða hefur eitthvað til málanna að leggja, er ekkert nema skítur og svívirðingar.

Úlfamaðurinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/10/06 11:37

Úlfamaðurinn mælti:

Það er á vegum stofnana eins og Háskóla Íslands að rannsaka málfar hér á landi að mínu mati. Ég tel að þið séuð ekki fær um það vitsmunalega að stunda slíkar rannsóknir á þessari vefsíðu.
Það eina sem fólk fær hér sem vandar sig eða hefur eitthvað til málanna að leggja, er ekkert nema skítur og svívirðingar.

Hmm. Erum við ekki öll brúkendur íslendskar túngu? Mátt þú ekki opna vélarhlífina á bílnum þínum nema þú sért með doktorspróf í bifvélavirkjun? Það er hverjum í sjálfsvald sett, hvort hann kjósi að ræða um hans heldsta tjáningarform, þ.e. túngumálið, eður ei. Nú, einu sinni sem optar, eru rök þín álíka haldgóð og gatasigti.

Og hvað veist þú, Úlfamaðr, nema bak við þessi sjálf sem hér berja lyklaborð leynist einhver Vatnsmýringur?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/10/06 11:39

Svo ég minnist nú ekki á þá gagnrýni sem stofnanavæddar tilskipanir á sviði túngu, sögu og annarra fræða hafa mátt sæta á undanförnum árum!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/06 12:13

Vitið þið um einhverja góða þýðingu á enska hugtakinu internet troll. Veftröll hugsanlega? Ég spyr af augljósum ástæðum...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/10/06 16:10

Ég sé ekkert að því að reka hentistefnu í þessum málum sem öðrum, enda ekki málvísundur.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 21/10/06 20:58

Baklæg? JÁ, þú meinar það já! ‹Ljómar upp›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þjóðólfur 23/10/06 12:46

Það skal ríkja frelsi í þessu sem öðru. Gott ef það verður til þess auka stéttaskiptingu þegar við sitjum uppi með efristéttarmál og lágstéttamállýskur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 23/10/06 13:12

Að mínu mati er ekki hægt að njóta til fullnustu fegurðar íslenskunnar fyrr en viðkomandi hefur lagt á sig þá þjáningu að búa við dönsku daginn út og inn í rúm tvö ár. Eftir slíka pyntingu á málstöðvum í heila getur maður svo sannarlega fengið nýja sýn á gæði íslenskunnar og nánd hennar við fullkomnun.

Eins og yngismærin söng svo fallega í auglýsingu fyrir mjólkursamsöluna þá má alltaf finna svarið á íslensku. Þar átti hún augljóslega við að okkar yndislega tungumál hefur sérstakt lag á að vera skýrt og gegnsætt. Þetta gætu sumir sett spurnarmerki við og velt fyrir sér hvort þetta sé ekki raunin með öll tungumál og munur á milli tungumála í þessum efnum sé svo lítill að um slíkt sé ekki vert að ræða. En nei, alls ekki. Eftir dvöl mína í landinu flata hef ég komist að því að Danir vita oft á tíðum ekkert hvað þeir segja eða er sagt við þá. Þeir virðast að jafnaði hafa minni orðaforða en eðlilegt gæti þótt fyrir hinn venjulega Íslending og þeir virðast þurfa að grípa til ,,ha?" mun oftar en góðu hófi gegnir (að mínu mati).
Skal þó tekið fram að þessar rannsóknir mínar eru ekki byggðar á samtölum þeirra við mig, heldur Dana á milli. Það er að segja, innfæddur ræðir við innfæddan.

Að lokum við ég taka það fram að ég fagna þessum þræði og fer hann hiklaust á anganvísanlista.

-

Þorpsbúi -
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: