— GESTAPÓ —
Klifađ
» Gestapó   » Kveđist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 9/10/06 16:19

Ég rakst á ansi skemmtilegt kvćđi á rimur.is sem heitir klifuđ stafhenda... mér ţykir ţetta vera lostćti fyrir kvćđakeđju... Yrkja skal Stafhendu, ţar sem nćsta lína á eftir byrjar á síđasta orđi línunnar á undan...

heimskringla.net mćlti:

Í stafhendu eru allar fjórar ljóđlínur, sem samanstanda af fjórum bragliđum, stýfđar og rímiđ er runhendurím ţannig ađ fyrsta og önnur ljóđlína annars vegar og ţriđja og fjórđa ljóđlína hins vegar ríma saman. Stuđlasetning er hefđbundin. Stuđull verđur ađ vera í ţriđja bragliđ fyrstu og ţriđju ljóđlínu og höfuđstafur verđur ađ vera í fyrsta bragliđ annarar og fjórđu ljóđlínu.

Kćru / gestir / gangiđ / inn,
gleymiđ / ykkur / nú um / sinn.
Gestur / minn er / mannkyn / hér,
miđa/salan / hafin / er.

Ţórarinn Eldjárn

Stafhenda, sem er tiltölulega auđveld bragţraut, ćtti ekki ađ vefjast fyrir mönnum.

Stafhenda er á engann hátt frábrugđin gagaraljóđum og samhendu hvađ skipan bragliđa varđar. Ţađ mćtti reyndar líta á ţessa hćtti sem ţrjú mismunandi rímafbrigđi viđ sama rímnahátt.

rimur.is mćlti:

11. STAFHENDA

Stafhenda er einn af elztu rímnaháttum, vafalítiđ frá 14. öld. Fyrir kom, ađ ljóđlínurnar vćru óstýfđar og ţó stundum ađeins í öđrum helmingi, en stýfđar í hinum.

Gömul afbrigđi eru framhent og frumstiklađ. Á 16. og 17. öld var hátturinn oft skárímađur, en ţađ hef ég ekki séđ á yngri rímum. Stafhenda mishend er líklega frá 17. öld, og held ég, ađ Guđmundur Bergţórsson sé höfundurinn. Ţetta var algengasta tilbrigđiđ síđan, og eru margar rímur međ ţeim hćtti.

Árni Böđvarsson orti klifađa stafhendu og í Tíđavísum séra Jóns Hjaltalíns er sá háttur einnig.

Hér er dćmi af rimur.is:

Vann ég ást, ţess minnast ,
ist varla ljómi ;
ég snót, og vona völd
völdu ţig hiđ sama kvöld.

Viđ höfum ţađ hefđbundiđ... byrja nćstu vísu á síđasta orđi síđustu vísu...

Kvöldsins húmiđ, eigi enn,
ennţá sól á himni brenn,
brennur ţráin lagast lund,
lund'á fjörđum tekur sund.

Breytt smá... ekki lofar ţađ góđu ađ vera međ stuđlavillu í fyrsta innleggi.. hehe...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 9/10/06 22:13

(Ţetta er ekki eins auđvelt og ţađ lítur út fyrir ađ vera.)

Freud var mikill gleđigaur.
Gaurinn ekki -blankur staur-
Staurađur var aulinn oft.
Oft ţá leysti garnaloft.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 9/10/06 22:19

Loftiđ, jörđin, himnesk hrein,
hreindýr fjöll um ganga bein,
beinin gröfum undir ál,
álveriđ er fjandans bál.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Offari 9/10/06 22:31

Loft er hér oft Ţunnt og ţurrt
ţurr er andardráttur
Oft er hér loft blásiđ burt
burtu fer ég sáttur.

Sáttur fer ég burtu burt
blásiđ hér loft er oft
Andardráttur ţurr er ţurrt
ţunnt og hér oft er loft.

Loft er hér oft Ţunnt og ţurrt
ţurr er andardráttur
Oft er hér loft blásiđ burt
burtu fer og er ei kjurrt.

Of seinn. En eru ţessi tilbrigđi rétt?


[Mér skilst ađ allar línurnar eigi ađ vera ţrír tvíliđir og stúfur, auk ţess ađ fyrstu tvćr ríma saman og seinni tvćr ríma saman, ţannig ađ ţessar vćru ekki gildar... Skabbi]

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Offari 10/10/06 00:11

Báliđ logar fuđrar funi
funinn tendrar elda bruni.
Bruninn svíđur glóđinn glćđir
glćđir brennur hér um ćđir.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Útvarpsstjóri 10/10/06 11:08

Ćđir fram á blauta brún,
brúnaţung er ćtíđ hún.
Húnvetnsk gen í brjósti ber,
berbrjósta í sundlaug fer.

Fjósamađur Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiđlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Offari 10/10/06 11:32

Ferlegt ástand níđir nú
nútíminn hér snýst um trú
Trúin kann ađ flytja fjöll
fjöllin okkar geyma tröll.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 12:05

Tröllaukin er sagan sú,
súr og ekki heil er brú,
brún og lođin krćf sem kind,
kindarleg var beljan Lind.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Offari 10/10/06 13:07

Lindin rennur fjalli frá
frábćrt er jú ţađ ađ sjá
Sjálfsagt hćgt ađ virkja vá
váin ber ađ dyrum ţá.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 15:20

Ţátíđin er fúl sem for,
fortíđin er eins og hor,
hortíđin mun nálgast nú
nútíđin er full af trú.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Offari 10/10/06 15:36

Trúr er minni fögru frú
frú mín hugsar vel um bú
Búr er fullt af nasli nú
nú hún slátrar feitri kú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 15:56

Kúasmalar öskra á,
ánar jafnt sem nautin fá,
fábreytt eru stígvél stór,
stórkostleg í ţykkum flór.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Útvarpsstjóri 12/10/06 16:56

Flórin mokar fjósamađur (Ţarftu vinur ekki ađ laga ţessa línu? međ vinsemd Hlebbi.)
mađur sá er ćtíđ glađur.
Glađur mokar hauginn hrađur
hrađur bóndi nafntogađur.

[ţetta er ekki Stafhenda... hoppa ţarf yfir elskulegan Útvarpsstjórann... Skabbi]

Fjósamađur Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiđlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Offari 13/10/06 11:32

Flóru okkar sökkt í sć
sćra landiđ drekkja bć
Bćđum viđ um fífl og flón
flónin okkar byggđu lón.

Bölvuđ flónska en lćt samt vađa

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 12:50

Lóniđ vex og jafnast jörđ,
jörđ fer undir vatnamörđ,
mörđur gleypir fagra fold,
foldin hverfur, engin mold.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 13/10/06 20:08

Moldin nćrir blómin blíđ.
Blíđan tekur viđ af hríđ.
Hríđarbyljir fela fold.
Foldin ţakin er af mold.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Nermal 14/10/06 15:33

Moldarflag viđ mykjuhús
Húsvíkingur einn međ lús
Lúsast áfram leiđur hér
Hér leynist eitt álver

[Til ađ klifa nett, verđur ađ stuđla rétt... Skabbi]

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramađur svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Nćturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 12:10

Moldarkofinn hýr og hlýr,
hlýrarbolur út nú snýr,
snýrđu nú í austur átt,
átta glös ég fékk í sátt.

To live outside the law, you must be honest.
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: