— GESTAPÓ —
Eftirteiti hagyrðingamóta
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 33, 34, 35  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/10/06 10:01

Já í framtíðinni væri best ef við gætum fest hagyrðingamótin á sama tíma (t.d. kl 22, sunnudag eða mánudag) og halda okkur við það... ef þetta er alltaf á sama tíma þá er líklegra að fólk muni eftir því... það skiptir mig held ég engu máli hvort kvöldið það er fyrir mig, alveg jafn óljóst hvort ég geti mætt...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/10/06 10:02

En þetta var fínt kvöld, þótt fámennt væri... vísurnar mínar báru þó vott af því að ég hafði ekkert undirbúið mig...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jenna Djamm 26/10/06 19:53

Hei! Elsku dúllurnar mínar. Ég ætla að mæta á næsta mót ‹Ljómar upp›

Halló allir hér er ég
Hress í svaka stuði

Gott hjá mér eða hvað? Englabossarnir mínir.

Drottning daðursins og Teningahallarinnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/10/06 23:51

Frábært hjá þér.
Komdu fagnandi.

Halló allir hér er ég
Hress í svaka stuði.

Komdu glöð á vísnaveg
og vertu með í puði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/06 20:51

Varðandi umræðuefni næsta hagyrðingamóts...

Ég reikna með að liður 3 (karlagrobb) megi stúlkurnar túlka sem kvennagrobb er það ekki?
Eins og flestir hér vita, þá er mikið úrval af góðum kvenkyns-hagyrðingum og ég vil endilega að þær mæti á hagyrðingakvöldið ef þær hafa tækifæri á því...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/10/06 21:05

Aðeins eru 2 konur í 27 aðila innleggslista á Hagyrðingamótin.
Mikið væri gaman ef þær kæmu miklu fleiri... og mega þær hvort heldur er yrkja um Kvennagrobb ... eða sýna sýn á Karlagrobb okkar hinna.

Komið allar konur fljótt
á kvæðahátíð snjalla.
Okkur hefur alltaf þótt
ykkur gott að skjalla.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/10/06 11:22

Var ekki búið að lofa einhverri samantekt? Ekki það, ég veit alveg hvaða vísa var skást hjá mér, gaman að sjá hvort stjórnandinn er sammála mér...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 31/10/06 13:06

Nú er ég búinn að fara yfir þetta allt aftur og velja mitt úrval.
Það var alls ekki auðvelt, og hvet ég alla til að lesa Hagyrðingaþráðinn sjálfann til að sjá alla snilldina:

1. Skabbi Skrumari orti meðal annars:

Norðurljós hafa ætíð vakið hrifningu hjá mér, ég vona að það nái í gegn, í þessari vísu...

Himnar gjósa, yfir ós
aftur frjósa tjarnir.
Norðurljósa roða rós,
rauðar fjósagarnir.

2. Offari orti meðal annars:

Þorrablót er þjóðarsport
þar er klúrt.
Etið kjöt af ýmsri sort
úldið súrt .

3. Herbjörn Hafralóns orti:

Hér kemur síðbúin kynning, annars er ég alveg andlaus í kvöld.

Biskup er ég býsna góður
blessun veiti gjarnan þér.
Gáfaður og feikna fróður,
fríðastur á landi hér.

4. Nermal orti meðal annars:

Nú er fyrir norðan stans
Nýt þess kæru bræður
Næturhimins nautna dans
norður ljósa slæður

5. Vímus orti meðal annars:

Þetta flokkast undir staðreyndir en ekki karlagrobb.

Hjá mér hafa konur flestar fengið
fullnægingar sem þær gleyma seint
Næstu daga vart þær gátu gengið
gleðisvipnum var þó ekki leynt.

6. Upprifinn orti meðal annars:

Ætli ég nái ykkur ekki núna og sýni um leið á mér mjúku hliðina.

norðurljósin nýt að horfa á
er nostra þau við augun seint á kvöldin
ef þeirra er von, þori ég að spá
að þá mun rómantíkin taka völdin.

7. Jenna Djamm orti meðal annars:

Já mætt ég ér í karlafans, frekar seint en læt samt vaða.

Jenna daðurdrottning hér
djammar seint um nætur
Hvar sem dufl og daður er
dansa hennar fætur

8. Tina St.Sebastian orti meðal annars:

Magga Skévíngs magavöðva
má ég naga
marga daga
milli laga.

Ég þakka þeim sem hlýddu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/10/06 13:18

Jú... hittir á það sem ég hélt að væri best hjá mér... xT

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/06 13:02

Hvernig er það... er enginn vilji til að halda þessum hagyrðingamótum gangandi?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/11/06 14:01

Upprifinn ætlaði að leita að lausu plássi í dagskránni sinni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 13/11/06 23:23

minna vill á þennan þráð
þrýkkja má inn öllu
inná mót er ekki skráð
allavega ekki í bráð.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/11/06 23:25

(Ég henti þessari vísu inn á mótið; það er víst meira viðeigandi að færa hana hingað)

Ég vil þakka Upprifnum
ansi gott og fínt mót.
kannski næst ég kvæðunum
kem inn hraðar; finn bót.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/11/06 23:52

Strákar, hendið óbundnu innleggjunum af Hagyrðingamótsþræðinum, og færið þau hingað.

Tina, ég held að stjórnandi í hvert sinn hafi alltaf leitað uppi næsta stjórnanda (og yfirleitt gengið það vel).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/11/06 00:00

Jæja hún er búin að velja sjálfann forsetan sem næsta stjórnanda‹Ljómar upp› Ætl'ann mæti á viðhafnarbílnum?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/11/06 00:01

Talandi um forseta, hefðarfólk og viðhafnarbíla..... Hvernig er fáni ríkisins?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/11/06 00:02

Don De Vito er í fánanefndinni. Spurðu hann.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 28/11/06 00:04

Ég hélt að fáninn væri xT

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
        1, 2, 3, 4 ... 33, 34, 35  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: