— GESTAPÓ —
Friðargæslutennis
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3 ... 34, 35, 36, 37, 38  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/08 09:47

Þetta er þráður vikunnar að þessu sinni… eins og segir í fyrsta innlegginu:

Ívar Sívertsen mælti:

Hér ætlum við að henda fram illa ortum vísum. Ég kem með fyrripart og einhver annar botnar og kemur jafnframt með annan fyrripart.
Heldur vil ég lifa hátt
hossa mér og kætast

En höldum áfram með þráðinn:

Köttur feitur kúrir hér
Kafloðinn á skrokkinn

Blandar saman kók og smér
og klórar grimma kokkinn.

Alldrei yrki illa ég
enda snillingsséni

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/1/08 10:39

Alldrei yrki illa ég
enda snillingsséni
og fæst þau voru um farinn veg
framsetningu klén í.

Rímorð erfið eigast mér
í enda hverrar línu.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/1/08 10:44

Rímorð erfið eigast mér
í enda hverrar línu.
Þess vegna því stundum vjer
viljum slíku sleppa.

Leyndardóma þessa þráðar
þegja ber um um sinn.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Leyndardóma þessa þráðar
þegja ber um um sinn.
Skjóðu frá leyst þó vonbráðar
fær þó forsetinn.
---------------------------------
Klaufaskapur stuðlasljór
sparar stafinn höfuðs

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/08 11:51

Klaufaskapur stuðlasljór
sparar stafinn höfuðs
Stafur stuðla stendur stór
stöndugur og stundar hór

Meðaltalið stuðla hefur
jafnast nokkuð út.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/1/08 11:57

Meðaltalið stuðla hefur
jafnast nokkuð út.
Yfir landið snjóinn skefur
skaltu nokkuð út?

Höfuðstafinn hafðu rétt
einhverstaðar hérna

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Höfuðstafinn hafðu rétt
einhverstaðar hérna,
hann er einsog skæslegt sett
bleikra lampaskerma.
---------------------------------
Veðrið vitlaust úti blæs
hríðarvindar gnauða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/08 12:04

Höfuðstafinn hafðu rétt
einhverstaðar hérna
Þú hárrétt hefur stuðul sett
sem stuðlavísa Erna.

Of Seinn

Veðrið vitlaust úti blæs
hríðarvindar gnauða
Kapteinninn þó sagði „Ræs,
vinnum nú til dauða“

Erfitt er að klikka hér
og yrkja hárrétt bara.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/1/08 12:08

Erfitt er að klikka hér
og yrkja hárrétt bara.
Samt er gaman, þykir mér,
héðan ég aldrei vill fara.

Heyrðu snöggvast Skabbi minn
slyngi hagyrðingur:

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/1/08 12:44

Heyrðu snöggvast Skabbi minn
slyngi hagyrðingur:
Stuðlalaus ég ekkert finn
utan þessi hringur.

Gullöld kvæða gefst nú hér
og hnignun fjarri lagi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 17/1/08 14:54

Gullöld kvæða gefst nú hér
og hnignun fjarri lagi.
Viltu ekki vinur ,mér
taka nokkra slagi.

Slæmt er þettað tíðarfar
fennir allt á bólakaf,

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/1/08 15:05

Slæmt er þettað tíðarfar
fennir allt á bólakaf.
Núna neitum vjer að ríma,
ekki höfum til þess tíma.

Fyrri- þessi illa er
ortur -partur afar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 17/1/08 16:07

Fyrri- þessi illa er
ortur -partur afar
Botni vil ég bæta hér
betra gera málfar.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/08 20:35

Jæja er ekki komið nóg af þessu kvæðarugli... ‹sveiflar tennisspaðanum og þrusar þræðinum yfir á Almennt spall›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/1/08 20:51

Foj. Og ég sem ætlaði að fara að yrkja...

En hvað finnst ykkur, svona almennt séð, um spjall?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/08 20:58

Ég get svo sem sveiflað þræðinum aftur yfir í Kveðist á í smá stund... ef Hexía vill...

Botna þetta kæra frú
enga stuðla notum.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/1/08 21:05

Botna þetta kæra frú
enga stuðla notum.
Það vita bæði æra' og trú
að hvolpar koma úr gotum.

‹Ljómar af stolti yfir þessum agalega botni›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/08 21:06

Brilljant... við skulum frekar hafa vísindalega umræðu... ‹Sveiflar spaðanum›

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2, 3 ... 34, 35, 36, 37, 38  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: