— GESTAPÓ —
Dagbókarkrot
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 14/3/07 00:32

‹Kjamsar hátt og innileg og gefur frá sér vellíðunarstunu› Þeir verða sko ekki til vandræða þessir hér eftir.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 16/3/07 00:37

Háttvirta dagbók.
Eins og þú veist hefur það farið örlítið í taugarnar á mér að stundum eftir að hafa opnað krækjur á þráðum merkist allt ólesið og vill ekki úr þeirri stöðu sama hvað ég les. En ég var einmitt að finna lausn á málinu og ljóma nú upp. ‹Ljómar upp› Ég opnaði krækju úr félagsriti yfir á þráð og allt varð ólesið og neitaði að vera lesið, sama hvað ég las. Það vill svo til að þráðurinn var í Sandkassanum, svo ég smellti á Sandkassann í einhverju bríaríi og opnaði síðu á einhverjum þræði (man ekki hverjum). Sú síða var blá og þóttist vera ólesin. Ég vissi samt alveg að ég var búin að lesa innleggin á þeim þræði. Nú svo fór ég yfir á "Hvað er nýtt" og viti menn þessi þráður sem ég var að koma af hagaði sér allt í einu. Svo ég skrapp inn á nokkra þræði (frá "Hvað er nýtt") sem ég vissi að ég var búin að lesa og sjá! Þræðirnir voru farnir að hlýða og hafa gert síðan, en það er örugglega liðinn um hálftími síðan.
‹Dansar sérlega tilfinngaríkan hamingju dans›

Nú verð ég að koma mér í þessar aðstæður aftur fljótlega til að sannreyna aðferðina.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 18/3/07 23:22

Dagbókardrusla!
Þetta virkar ekki núna! Þú ert rekin!!!!

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 18/3/07 23:32

Kæra bókarskræða.
Dagurinn byrjaði á því að ég reyni að halda í svefninn frá kl 7 í morgun til svona 10, börnin mín voru ekki alveg að sætta sig við það.
Afmælisprinsessan mín var harðákveðin í að vera svolítið fyrirferðarmikil og neitaði að gera allt sem ég bað hana um. Ég átti eftir að gera allt fyrir afmælið þannig að ég var hvort sem er orðin sein með allar áætlanir þannig að ég fór með krakkana í sund kl 12 og kom uppúr um 1, fór í bónus , keypti allt og fór heim í einum grænum, skellti saman rice crispies tertunni og bjargvætturinn vinkona mín kom og aðstoðaði mig við hinar kökurnar og kom sjálf með helling af brauðtertum sem ég á hálfétnar enn .
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›
Gestirnir komu og afmælið heppnaðist rosalega vel, dóttir mín einsog sönn prinsessa og allir í góðum gír.
Þessi dagur heppnaðist vonum framar.

Takk Dula

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/4/07 00:03

Krotaða dagbók:

Er ég sá eini sem velti fyrir mér að segja upp áskriftinni að Morgunblaðinu þegar ein baksíðufyrirsögnin er "Fólk: Justin Timberlake ropar í beinni. >> 37"?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 13/4/07 20:38

Kæra dagbrókardræsan mín.

Í dag nennti ég engu en ég horfði á rigninguna útum gluggann og fór útí garð að taka til, ég veit ekki ennþá hvaða brjálæði kom yfir mig.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 8/5/07 23:39

Þreytta dagbók:

Finnast þér líka auglýsingar stjórnmálaflokkanna það leiðinlegar að þig langar helst að kjósa kommana svo gúlagið verði opnað aftur og maður fái kannski stundarfrið fyrir að minnsta kosti einhverjum hluta þessara hundleiðinlegu hórkarla og -kvenna í smá stund? Ekki mér heldur, en samt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/07 17:20

Dagbók:

Hvað í hoppandi hraðsuðukötlum var M. Night Shama... lama... bimmbamm að pæla þegar hann þræddi saman þvælunni Kerling í vatni?! Einhver ömurlegasta ræma sem ég hef augum litið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 28/5/07 12:18

Kæra dagbók.
Ég hefi nú lært að þegar þrír groddalegir og skítugir mexíkanar í ponsjóum bjóða manni Tekíla þá þýðir ekkert fyrir mann að neita því. Gærkvöldið er enn í móðu og ég er ekki alveg viss um að þessi geit hafi verið hérna í gær. Ég er að velta því fyrir mér að vekja Miguel og spyrja hann að því en fyrst þarf ég að glæða eldinn og hita mér kaffi, helst grilla mér einn sveittan sléttuborgara líka.
Bless í bili kæra dagbók.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/10/07 00:39

Dagbókarrifrildi:

Ég hef einn Gestapóa grunaðan um að halda að ég sé eigandi hundleiðinlegs alteralteregós hér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 4/10/07 00:58

Kæra dagbók, þú trausti og sannur vinur ætti ég að gefa upp öll mín alteregó á Baggalút?
Svar óskast.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/10/07 01:03

Ágæta dagbók. Ég hef reynt að skrifa en blekið kláraðist

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 4/10/07 11:38

DAGBRÓK !! HVAÐ Á þAÐ AÐ ÞÝÐA AÐ VERA ENDALAUST AÐ LEGGJA LASIN BÖRN Á HERÐARNAR Á MÉR ÞEGAR ÉG HEF MÍN BÖRN NÝKOMIN ÚR HÁLSKIRTLATÖKU !!‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›‹Brestur í óstöðvandi grát›‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 4/10/07 11:43

Kæra dagbók.

Mamma á ammæli í dag, en ég á engan pening til að gefa henni gjöf, svo ég ætla að gefa henni eitthvað flott um næstu mánaðamót. En hvað? Aðra fokking uglu?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 4/10/07 11:45

Taktu smarta mynd og selltu henni í ramma, getur ekki kostað meira en þúsund kall.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 4/10/07 11:47

Kæra dagbók.

Hversvegna fattar fólk aldrei að þegar ég segi að ég eigi engan pening, þá meina ég engan pening. Ekki "bara þúsundkall" eða "bara hundraðkall" heldur ekki krónu.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 4/10/07 11:49

Kæra dagbók.

Ég ætla að kæra þig í dag bók.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 4/10/07 12:35

Kæra dagbók, hvernig fer fólk að því að lifa heilan mánuð ef það á ekki eina krónu fjórða dags mánaðarins.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11, 12  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: