— GESTAPÓ —
Hringhenduþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5 ... 28, 29, 30  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/10/06 22:55

Húmbaba, þú botnaðir vísu af 1. blaðsíðu.
Hér kemur því botn við ZNata af 3. blaðsíðu, og þessari hér að ofan:

Hringhendunnar hraustlegt mál
hressir munn & eyra.
Af kvæðabrunni bergir sál
og biður þunn um meira.

Góða byssu gefðu mér,
Gerðu skyssur fáar.
Gamla hryssu gaf ég þér,
og gylltar trissur smáar.

Er ég vaki allt of seint
oft mig þjakar slenið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 23:08

Er ég vaki allt of seint
oft mig þjakar slenið.
Einnig hrakar hróið meint,
hugar klakast fenið.

Auðveld leið þá verður vá,
versnar greiður stígur.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/10/06 23:24

Auðveld leið þá verður vá,
er versnar greiður stígur.
Ýmis fleiður, oft mig hrjá,
er mig meiðir tígur.

Tígrisdýrin tignarleg
tölta hýr um skóginn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 12/10/06 23:57

Tígrisdýrin tignarleg
tölta hýr um skóginn.
Veifa stýri vinaleg
en virðast rýr um bóginn.

Fréttablaðið finnst mér illt
flestum skaða veldur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 00:05

Fréttablaðið finnst mér illt
flestum skaða veldur.
Árans tað með andlit gyllt,
eins og maður geldur.

Okkur Baugur umlykur.
Inn hann smaug um bakdyr.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 09:52

Okkur Baugur umlykur.
Inn hann smaug um bakdyr.
Eins og draugsi, drápsnykur,
dasað taugaflak smyr.

Mun ég bregða betri fót,
og breyta hegðun minni.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 13/10/06 11:21

Mun ég bregða betri fót,
og breyta hegðun minni.
Harpa: segðu Halla, snót,
að hætta tregðu sinni.

Á minn haus ég hjálminn set,
og herði lausa skrúfu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 17:50

Á minn haus ég hjálminn set,
og herði lausa skrúfu.
Það er maus að fara fet
um fjandans hnausaþúfu.

Alltaf hress og ekkert stress.
Alla blessar Hemmi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 11:48

Alltaf hress og ekkert stress.
Alla blessar Hemmi.

kátur fress, jarpur yes,
játast þess á Hlemmi.

himafaðir hörkutól
hressi glaði drottinn

í rúmið graður rumur fól,
reis ei hraður, dottinn.

Basl er sjaldan sæla ein,
súr er kaldur vindur.

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ebenezer Habakúk 16/10/06 14:48

Basl er sjaldan sæla ein,
súr er kaldur vindur
Sverrir Baldur svo á grein
sat og taldi kindur.

Ég er dús við dýr og menn
og drekk mitt bús í friði

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 15:50

Ég er dús við dýr og menn
og drekk mitt bús í friði
að kurra djúsinnkannske nenn
ég kann þá músasiði.

Músagildrur spenni spart,
spúsan mildar dóminn.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 16/10/06 23:28

Músagildrur spenni spart,
spúsan mildar dóminn.
Dóra gilda dreymir vart
djúpa Hildar róminn.

Djangó spilar hátt og hratt,
heyrist til hans lengi.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ebenezer Habakúk 17/10/06 10:12

Djangó spilar hátt og hratt,
heyrist til hans lengi.
Eigi dyl en segi satt:
sveininn mylur strengi.

Nú er foj og frekar súr
Friðrik Bogi á Hóli

Ebbi kúkur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/10/06 12:20

Nú er foj og frekar súr
Friðrik Bogi á Hóli
orðinn sloj og enn á túr,
inná voginn - drjóli.

Illa þunnur þambar bjór,
þessi kunni róni.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 17/10/06 23:47

Illa þunnur þambar bjór,
þessi kunni róni.
Viskubrunnur, stælt og stór,
stúlkan Unnur dóni.

Drekktu vín og vertu hress,
Villi svínahirðir.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/10/06 10:27

Drekktu vín og vertu hress,
Villi svínahirðir.
Hann fer með grín og brosir- „bless“
og brókarlínið girðir.

Alveg sæg af sopanum
sér og nægur drykkur.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 18/10/06 19:31

Alveg sæg af sopanum
sér og nægur drykkur.
Renni vægum ropanum,
nú rennur hægt á ykkur.

Undir fjalli fann ég mig
feikna stalli á.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/10/06 17:01

Undir fjalli fann ég mig
feikna stalli á.
ætlar kall í undirsig
út af palli þá.

Lít ég niður feikna fall,
fuglakliður ómar.

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2, 3, 4, 5 ... 28, 29, 30  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: