— GESTAPÓ —
Á hvað SPILIÐ þér?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ívar Sívertsen mælti:

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

Ég spila á bassa! Túban er jú bassahljóðfæri. Ekkert mál að taka bassagítarriff á hana, eftir því sem ég hef heyrt. Auk þess get ég spilað bæði H og B á mitt hljóðfæri.. ‹Stekkur hæð sína›

Það sem túban getur ekki aftur á móti er að spila 4 tóna í einu... það getur bassagítarinn.

oooh, Bara harður! En það er að vísu satt. Þó svo að ég sjái enga ástæðu fyrir því að spila 4 tóna í einu á túbu. Það kæmi bara eitthvað dómadagsgaul úr því. ‹Starir þegjandi út í loftið›

‹Hvæsir hálfshugar á Síra Skamkel› Njeh, ég var einusinni í Kirkjukór. Það kom sér illa fyrir dagsvefninn.

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/06 18:08

Þessi kirkjukór æfir og performerar á því sem aðrir kalla ókristilegan tíma.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Núnú? Bara költkór?

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 18/9/06 20:23

Og ómælt messuvín á æfingum.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/06 21:06

‹Ljómar upp›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Greiðan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Enda sjáið þið hvað ég er með góða skiptingu á myndini.
Annars nota ég mezt raddböndin og þá aðalega við kvæðalögin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 20/9/06 10:56

Ég verð að játa það að ég spila á ýmis ósýnileg hljóðfæri, svokölluð "luft" hljóðfæri sem hljóma alltaf alveg sirkabát nákvæmlega eins og maður vill að þau hljómi, enginn nótuvandamál þar. Svo spila ég líka á það sem kalla má hljóðfæri andans, þá spila ég t.d. á tilfinningar annars fólks, þá er ég ekki endilega að tala um að spila með það og því síður að spila við þa.ð. Þar hef ég náð afar góðum tökum á að spila á tilfinningar fagurra kvenna mér og þeim til ánægju- og yndisauka. Reyndar verð ég að játa að þá vill spilagleðin stundum verða full mikil, strengir hafa slitnað, bogar brostið og húðir rifnað í atganginum.

Hm ... Þetta mun vera innlegg nr. 2 sem ég set inn af einskærri skyldurækni á leið minni til frama hér á baggalút.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 20/9/06 11:06

Ég spila á kasettutæki.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég spila á menntakerfið. Lag mitt heitir ,,Pú og Plat".

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/9/06 17:50

Ég glamra á gítar og píanó (töluvert illa). Ég lærði á blokkflautu og þverflautu í denn, langar alltaf í þverflautu. Langbest kann ég að spila á sjálfa mig, þ.e. raddböndin í ýmiskonar blúsgargi og djassseið og svo óperu í skólanum.

Mig langar svaka mikið að læra á bassa, já og trommur. Kannski banjó líka og munnhörpu. Básúna er líka flott. Ööö... já.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Myrkur 23/9/06 04:01

blóðugt mælti:

Ég glamra á gítar og píanó (töluvert illa). Ég lærði á blokkflautu og þverflautu í denn, langar alltaf í þverflautu. Langbest kann ég að spila á sjálfa mig, þ.e. raddböndin í ýmiskonar blúsgargi og djassseið og svo óperu í skólanum.

Mig langar svaka mikið að læra á bassa, já og trommur. Kannski banjó líka og munnhörpu. Básúna er líka flott. Ööö... já.

Sama hér. Langar að kunna á flest hljóðfæri. Annars er bara gaman að taka upp eitthvað og fikra sig áfram. En þá er maður alltaf einn út í horni því að það er ómenskt að láta eitthvern hlusta á mann á meðan.

Ef númer dýrsins hefði verið 14. Þá hefði það aldrei orðið vinsælt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég ætlaði mér alltaf að læra á kontrabassa eða selló, það var hinn endanlegi draumur, en þar sem fjölskylduna skorti fjármagn fyrir almennilegu tónlistarnámi endaði ég í skólahljómsveit. Það má taka fram að þessi skólahljómsveit var líka eina brassband Reykjavíkur og var send út til Bergen á því herrans ári 2000 sem fulltrúi menningarborgarinnar Reykjavíkur.

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/9/06 14:20

Brassbönd ættu nær einungis að blása New Orleans djass. Það er kúl.

Ég vildi gjarnan læra á píanó sem krakki. Það var píanó heima hjá okkur í æsku. Í þá daga var Rúv menningarlegt sjónvarp og sýndi reglulega klassíska tónleika með einhverjum móðins píanóleikurum sem spiluðu mikla móderníska tónlist á flyglinum. Lögin voru einatt gersamlega laglaus og skelfileg og í engu samræmi við ógurlega innlifun flytjendanna sem fannst þeir greinilega vera að toppa Beethoven. Ég sá undir eins að ég gæti auðveldlega gert eins og þessir miklu snillingar og settist því reglulega við píanóið og spilaði impróvíserað píanóglamur með öllum töktum píanóvirtúvósa sem ég hafði séð í sjónvarpinu.

Píanóið hvarf skömmu síðar og mér var tjáð að ég væri með of stutta putta til að geta orðið píanósnillingur.

‹Biturð færist yfir andlitsdrætti og samanherptar varirnar titra›

Þó hef ég fyrir löngu ákveðið að fara að æfa píanó í ellinni. Hef engan áhuga á sígildu tónlistarnámi en myndi þiggja að kunna nokkrar nótur og geta spilað búggí vúggí.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 23/9/06 17:51

Ég er með 3 gítara hér í raunheimum og eitt stk hljómborðsgarm og er bara nokkuð fær á það.

‹Veltir fyrir þér hvaða embættisstaða væri í boði fyrir einkakennslu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 23/9/06 19:10

Ég sjálf safna hljóðfærum...
Ég á eitt rafmagnsorgel, eitt hljómborð, tvær flautur, munnhörpu, sílafón, afríska trommu, diggery doo, gyðingahörpu og einn gítar.
Mest langar mig í hörpu.

Ég get eitthvað glamrað á flest af þessu, best þó auðvitað á orgelið og hljómborðið.
Ég hef líka einhvertíman prófað að spila á harmonikku og það tókst allt í lagi.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 26/9/06 13:29

Þó ég heyrði öll lög í heiminum gæti ég ekki sungið neitt þeirra. Ég er nefnilega heimskingi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Myrkur 27/9/06 18:37

Húmbaba mælti:

Þó ég heyrði öll lög í heiminum gæti ég ekki sungið neitt þeirra. Ég er nefnilega heimskingi.

Aðalatriðið er að hafa gamann af því. Að geta ekki sungið eitt einasta lag... og að syngja ekki? ‹klórar sér í kollinum› og það er svo gaman að... humm... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Ef númer dýrsins hefði verið 14. Þá hefði það aldrei orðið vinsælt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 27/9/06 19:02

Vér spilum á tilfinningar kvenna.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: