— GESTAPÓ —
Oddhendukeðja.
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/9/06 11:38

Kvæði:

Oddhent er rímafbrigði við ýmsa ferskeytta bragarhætti.Oddhendur eru hringhendar vísur þar sem endarím fyrstu og þriðju ljóðlínu rímar við annann braglið allra ljóðlína.

    Lífs um / angurs / víðan / vang
    víst ég / ganginn / herði,
    eikin / spanga / í þitt / fang
    oft mig / langa / gerði.

        Steinn Steinarr

Kvæði:

Reyndar er dæmið þar oddhent hringhent... o jæja, það þarf þó ekki að vera hringhent til að vera oddhent... tröst mí.. hehe

Við skulum ekki binda okkur við að hafa kvæðið hringhent.

Þennan þráð vantar.

Ríði maður Aftan að
atar svað þann kæsta.
Eftir það hann þarf víst bað
þarma tað skal ræsta.

Klám!

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 21:59

Ræsum görn í góðri törn,
gegnum örna núna,
skálarkvörn og klósett vörn
kálar örn og trúna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 13/9/06 02:09

Trúar stríð nú legst á lýð
ljóta tíðin hér nú
Heim nú svíður hjörð óblíð
heim nú níðir guðs trú.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/9/06 11:05

Trúir Páfi skrúða skrjáf,
skelfur máfalengja,
meðan káfa munkar háf,
á munaðsláfum drengja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/9/06 19:02

Drengi góða dýrkar þjóð.
Dáir glæstan framann.
Magna hróður mýkir fljóð.
Mæna æstar saman.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 24/9/06 21:58

Hvernig væri að setja inn leiðbeiningar í fyrsta innlegg þráðarins um það hvernig yrkja skal oddhendu? Hefur það ekki tíðkast? Upplýsingar má t.d. finna hér: http://www.heimskringla.net/bragur/Oddhenda.php

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/9/06 22:02

Ertu sátt núna?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/06 22:07

Ég er ósáttur, því rangt er farið með... oddhendur þurfa ekki að vera hringhentar... aftur á móti gæti þessi þráður krafist þess og þá skal þess getið...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/9/06 22:10

Þar lenti leirsmiðurinn á milli tveggja skálda og veit ekki í hvorn fótinn á að stíga.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/9/06 22:12

Ég gerði mína oddhendu samkvæmt eftirfarandi síðu:
http://www.ferskeytlan.is/thaettir/2_thattur.htm

En þar er talað fyrst um "ferskeytt oddhent", og þar á eftir er talað um: "Hringhend verður oddhendan gangi innrím einnig þversetis í öllum braglínum".

Nýju leiðbeiningarnar í haus þráðarins tala hins vegar bara um "hringhendar oddhendur"?

Hvort er nú rétt, kæru skáldjöfrar? (Sennilega bæði betra eins og Cheerios-ið.)

Ég sé að Skabbi er búinn að svara. Offari, nú er þitt að taka stjórnvaldsákvörðun um þráðinn. (Er ekki til annar Hringhenduþráður, þannig að þessi megi vera án alls hringlanda?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 24/9/06 22:12

Ég hef aldrei skrifað oddhendu og því eru þetta þær einu upplýsingar sem ég hef. Á þessu sést best að leiðbeininga er þörf. Skabbi minn, geturðu bent okkur á hvar lesa má um oddhendur?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/06 22:14

blóðugt mælti:

Ég hef aldrei skrifað oddhendu og því eru þetta þær einu upplýsingar sem ég hef. Á þessu sést best að leiðbeininga er þörf. Skabbi minn, geturðu bent okkur á hvar lesa má um oddhendur?

rímur.is farðu í bragarhætti og ferskeytta... ef ég man rétt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 24/9/06 22:16

Dankesjön.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/06 22:16

Reyndar er dæmið þar oddhent hringhent... o jæja, það þarf þó ekki að vera hringhent til að vera oddhent... tröst mí.. hehe

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/06 22:18

En það skal þó viðurkennast að þráðurinn sem haldið var úti fyrir breytingu á Gestapó bað um Oddhent og Hringhent... ef Offari hefði beðið um það þá væri það forskriftin...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 24/9/06 22:20

http://www.rimur.is/?i=16 Ef skrollað er neður þessa síðu má sjá oddhent (hringhent) og svo oddskipt. Veit ekki hvort það er það sem þú meinar Le Skabb.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/9/06 22:22

Hef tekið ákvörðun, Við skulum ekki binda þetta við hringhent.‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 24/9/06 22:22

Olrætíó. En það má samt ef fólk vill, no?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: