— GESTAPÓ —
Eldrefsviðbót
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 10/10/06 12:09

‹Vonar að þetta gangi hjá Útvarpsstjórarnum›

Til að einfalda þér og öðrum lífið hef ég sett upp sérstaka síðu fyrir viðbótina.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/10/06 09:04

Eldrefur er rusl, enda fundinn upp af bónda austur á fjörðum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 11/10/06 12:25

Er að prófa þetta á FireFox 1.5.0.7 á NLD (Novell Linux Desktop) og virkar svona fínt.

‹Hoppar upp með 1252N krafti sem gefur hröðun upp á 3,67m/s²›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/06 22:24

Jæja, það er komin minni háttar útgáfa; 1.1.2.

Hún bætir ekki miklu við, en þó einhverju. Í fysta lagi hefur viðbótin núna rétta ásjónu í viðbótalistanum, og í öðru lagi getur þessi útgáfa athugað sjálfkrafa hvort ný útgáfa sé komin inn á tharfagreinir.com í gegnum 'Find updates' fyrirkomulagið í Firefox.

Hérna er staðurinn þar sem ná má í viðbótina, enn og aftur.

ATH: Taka þarf út gömlu útgáfuna áður en þessi útgáfa er sett inn. Ekki mun vera nauðsynlegt að gera þetta fyrir síðari útgáfur, og engar stillingar eyðast við þetta.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/10/06 04:37

‹Geispar stórum›

Nú vakti ég miklu lengur en ég ætlaði mér. Góðu fréttirnar eru þó þær að ég kláraði útgáfu 1.2. Núna er hægt að vista einkapósta! Þetta má gera bæði þegar pósthólf er opið, og þegar stakur póstur er opinn. Í fyrra tilfellinu þarf fyrst að merkja þá pósta sem á að vista, og síðan velja Baggalútur->Vista póst. Þá eru allir völdu póstarnir vistaðir. Í síðara tilfellinu er nóg að velja Baggalútur->Vista póst, og pósturinn sem er opinn vistast.

Viðbótin er enn á sama stað.

P.S. Þið ykkar sem voru komin með útgáfu 1.1.2 getið prófað að opna Tools->Extensions og ýta þar á Find updates. Þið ættuð þá að geta uppfært yfir í útgáfu 1.2 í gegnum það kerfi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 13/10/06 10:36

Langar þér ekki að búa til svona Baggalúts þema líka Þarfi? ‹Ljómar upp›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 10:58

Ertu nokkuð með leynileg undirgöng í þessu, þannig að þú getir skoðað póstinn okkar?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/10/06 11:14

‹Brestur í óstöðvandi grát› Virkar ekki frekar en fyrri daginn.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/10/06 13:36

Litla Laufblaðið mælti:

Langar þér ekki að búa til svona Baggalúts þema líka Þarfi? ‹Ljómar upp›

Tja, ef ég nenni. Ég hef samt litla hæfileika þegar kemur að útlitshönnun. Ég sé til.

Skabbi skrumari mælti:

Ertu nokkuð með leynileg undirgöng í þessu, þannig að þú getir skoðað póstinn okkar?

Veistu, mér datt slíkt undirferli ekki einu sinni í hug. Ég lofa því sem séntilmaður að ekkert slíkt er að finna í viðbótinni. Þar að auki er allur kóði fyrir svona viðbætur sýnilegur; ef eitthvað vafasamt er þar að finna ættu menn á borð við Gvend að geta séð það ef þeir skoða nógu vel. Annars sleppið þið því auðvitað bara að nota þessa virkni ef þið eruð með efasemdir. Ég missi nú varla svefn yfir því.

Útvarpsstjóri mælti:

‹Brestur í óstöðvandi grát› Virkar ekki frekar en fyrri daginn.

Nú er ég alveg bit. Ég prófaði ítrekað að setja viðbótina upp aftur og aftur á tölvu hér í vinnunni, og hún virkaði alltaf. Þessi undarlega villa virðist því horfin hjá öllum nema þér.

Ertu búinn að prófa þetta á fleiri en einni tölvu? Hvaða útgáfu af eldrefnum ertu annars að nota?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/10/06 14:26

Ég er með Eldref nr. 1.5.0.7

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 15:02

Þarfagreinir mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Ertu nokkuð með leynileg undirgöng í þessu, þannig að þú getir skoðað póstinn okkar?

Veistu, mér datt slíkt undirferli ekki einu sinni í hug. Ég lofa því sem séntilmaður að ekkert slíkt er að finna í viðbótinni. Þar að auki er allur kóði fyrir svona viðbætur sýnilegur; ef eitthvað vafasamt er þar að finna ættu menn á borð við Gvend að geta séð það ef þeir skoða nógu vel. Annars sleppið þið því auðvitað bara að nota þessa virkni ef þið eruð með efasemdir. Ég missi nú varla svefn yfir því.

Já, er það hægt... hehe... bara datt þetta í hug...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/10/06 16:00

Já - undirförull ertu, Skabbi. Uss. ‹Glottir eins og fífl›

Annars varðandi vandann sem Útvarpsstjórinn er í, þá datt mér ekkert annað í hug en að stofna þráð um málið á viðeigandi spjallsvæði.

Þráðurinn er hérna. Svo er bara að vona að einhver útlendingurinn geti varpað ljósi á málið.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/10/06 16:05

Þetta kallar maður að þjónusta viðskiptivininn, ég fylgist með þessu meistari Þarfagreinir.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 14/10/06 04:17

Þetta er verulega dularfullt hjá Útvarpsstjóra, en þó ekki.
Við vitum að þarna fer ríkisstarfsmaður og það háttsettur, en til þess að ná metorðum innan ríkisstofnunnar er alvarleg heilabilun og greindarskortur almennt mikill kostur eiginlega nauðsinlegur.
Nóg komið af svívirðingum, ávirðingum og leiðindum.

Nú geri ég ráð fyrir að Útvarpsstjóri keyri tölvu sína með XP Glugga kerfi frá MInniháttrhugbúnaði í eigu Billa Bilaðahlið.
Þar af leiðir (þar sem þetta kerfi er handónýtt, ríkisstyrkt af stjórnvöldum í US of A um fimm miljarða dollara á ári), sé að einhverju leiti varið með hugbúnaði til að verjast tölvuveirum, njósnahugbúnaði og fleiri ókræsilegum hlutum sem hrjá þetta handónýta rusl.
Vil ég því biðja háttvirtann Útvarpsstjóra að gefa nú upp hvaða hugbúnað hann notar til að verjast ófögnuðinum, því hann gæti verið að valda því að ekki er hægt að nota eldrefsviðbótina.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/10/06 11:08

Ég notast við Lykla-Pétur til að halda vargfuglunum frá.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 14/10/06 13:41

Gæti verið eitthvað í stillingum á honum, jafnvel Rebba sjálfum.
Hvað með eldveggi, spyware forrti?
Ekkert svoleiðis?

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 15/10/06 04:33

Ég veit ekki hvort vírusarvarnarforrit eða því um líkt er valdur að vandamáli Útvarpsstjóra. Ég útloka ekki þann möguleika þó að ég telji líkurnar á honum ekki endilega svo miklar.

Enginn hefur tjáð sig á þræðinum sem ég stofnaði á erlenda spjallsvæðinu, en mér duttu engu að síður í hug nokkrar breytingar sem hugsanlega og vonandi leysa vandann.

Í leiðinni breytti ég vistuninni eilítið. Núna fá allar skrár sem eru vistaðar aukaviðbót við nöfn þeirra sem auðkennir þær út frá innihaldi. Þetta þýðir að ef eitthvað er vistað einu sinni, breytist, og er vistað aftur, þá vistast tvö eintök af því efni. Áður var alltaf skrifað yfir hið gamla. Eitt enn: Póstar vistast núna í undirmöppu sem ber nafn viðtakanda þeirra.

Sem og áður er þetta allt saman hérna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 23/10/06 13:32

Jæja, þá virðist þetta komið í lag og við slík tækifæri er ég gjarn á að lauma mér inn og njóta ávaxta vinnu annara. Ég ætla því að prufa þetta hjá þér Þarfagreinir minn kær.

Ég læt þig vita ef þetta virkar ekki, annars máttu bara gera ráð fyrir að allt sé í góðum gír.

-

Þorpsbúi -
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: