— GESTAPÓ —
Eldrefsviðbót
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/10/06 11:04

Þetta er alltof flókið... er ekki nóg að tengja tölvuna við rafmagn og kveikja á prentaranum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/10/06 11:09

Hvað er mótald?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/10/06 11:12

Ég fer í málið hlewa... takk fyrir...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 4/10/06 11:18

Þetta er bara að svínvirka hjá mér.
‹Brosir svo breitt að eyrun krumpast saman á hnakkanum.›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/10/06 13:21

Ég ítreka að ef sviðslýsingarnar birtast ekki, þá er eina leiðin sem ég veit um sem virkar til að laga það sú að taka viðbótina út og setja hana inn upp á nýtt. Ég mæli með því að það sé prófað þar til draslið virkar.

Að leysa innskráningarvandann er nokkuð sem ég veit ekki alveg hvort væri hægt að gera vaframeginn, en ég get rannsakað það mál. Það væri mjög gaman ef ég gæti sett inn eitthvað í þá veru í síðari útgáfu. Ég lofa þó engu.

Fyrir þá sem nenna ekki að fletta þá endurbirti ég hlekkinn á nýjustu útgáfuna hérna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/10/06 15:16

Jæja já.

Nú er minn bara kominn með eigið lén.

Það er því mér mikill heiður að tilkynna að núna er hægt að fá viðbótina hérna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 9/10/06 15:20

Til hamingju með vefinn.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 9/10/06 15:27

Þarfagreinir mælti:

Jæja já.

Nú er minn bara kominn með eigið lén.

Það er því mér mikill heiður að tilkynna að núna er hægt að fá viðbótina hérna.

Og kannski með server og allt?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/10/06 16:19

Nei, serverinn er úti. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/10/06 16:25

Hvar er servantinn á svona stundum?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/10/06 19:48

Það tilkynnist hjer með opinberlega að svo virðist sem þetta virki ‹Ljómar upp›.
‹Sýpur á fagurbláum drykk› (á fljótlegri hátt en áður)

Þó finnst oss form þeirra textaskráa er til verða við vistun þráða undarlegt. Íslenskir stafir eru geymdir í tveimur bætum, þ.e. 0xC3 og síðan annað bæti er vjer erum of latir til að kanna hvað þýðir. Þess ber að geta að vjer erum að prófa þetta í Gluggum. Þetta birtist samt 'rjett' í Notepad en mjög undarlega í sumum öðrum 'editorum'.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/10/06 21:02

Það er rétt að íslenskir stafir eru vistaðir á þennan hátt - raunar eru allir stafir vistaðir þannig, þar sem form textans er UTF-8. Þetta er nauðsynlegt til að viðhalda skrýtnum táknum á borð við ♪ og sitthvað fleira sem er ekki endilega augljóst að eru sérstök tákn.

Forrit á borð EditPlus ráða vel við UTF-8.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/10/06 22:35

Viðbót þessi er hið mesta þarfaþing og getum vjer því hjer með tilkynnt opinberlega að hjer eftir notum vjer nær eingöngu Firefox á Gestapó en fram til þessa höfum vjer ýmist notað hann eða IE.

Hjer er síðan hugmynd að viðbót: Að unnt verði að vista skilaboð (eitt eða mörg í einu) úr póststöðinni. Flóknari en svo sem óþörf viðbót væri að geta framsent þau líka (eitt eða mörg í einu) á tölvupóstfang.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/10/06 22:41

Þetta er einmitt virkni sem ég hafði sjálfur íhugað að bæta við. Ekki ætti að vera svo erfitt að útfæra hana, núna þegar ég kann að vista efni af síðum á annað borð.

Einfalt verður síðan að gefa ykkur hinum nýja útgáfu; ég þarf einungis að skrifa yfir skrána á mínu eigin vefsvæði.
‹Ljómar upp og dansar dans þeirra er eiga sér sitt eigið veflén›.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 9/10/06 22:46

‹Dansar með›
Ég á mörg lén.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 9/10/06 22:54

Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fæ ég þessa viðbót ekki til að virka.

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/10/06 22:56

Ansans rugl. Ég veit ekki hvað er hægt að gera.

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 9/10/06 23:02

‹Þrjóskast enn frekar við og reynir oftar›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: