— GESTAPÓ —
Eldrefsviðbót
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 24/10/06 22:33

Hvernig er það, ertu farinn að athuga hvernig þetta gengur hafi maður sett upp Eldref annan?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/10/06 01:29

Nei ... það er líklega næsta mál á dagskrá. Ég hef þó trú á því að þetta virki jafnvel fyrir hann. Ég þyrfti þá hins vegar að gefa út nýja útgáfu til þess - núverandi útgáfur vilja bara láta setja sig upp fyrir 1.5.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/10/06 19:59

Jæja, ég prófaði að búa til nýja útgáfu sem vill láta setja sig upp fyrir tvistinn, og hún virkar skítsæmilega í tvistinum. Tvistafólki er því vinsamlegast bent á að ná í nýja útgáfu hérna, nú eða þá bara að uppfæra í gegnum Eldrefinn sjálfan.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Undir réttu nafni 28/10/06 21:36

Er nú hægt að tvista á netinu líka, allt er nú til!‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/10/06 22:22

‹Öskrar› Það er alveg sama hvað ég geri... ég fæ þetta ekki til að virka!
Og tvisturinn er að fara í taugarnar á mér

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 10/11/06 23:13

Ný útgáfa; 1.2.2.1

Þessi útgáfa lagar gamla villu sem hefur skotið upp kollinum aftur - þegar farið er fram og til baka í vafranum innan sama flipa, þá birtast sviðslýsingarnar aftur, og aftur, og aftur ...

Því miður hef ég ekki getað aflúsað vandann sem veldur því að viðbótin virkar ekki hjá sumum - ég hef ennþá enga hugmynd um af hverju þetta gerist.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 22/11/06 13:39

Ég væri til í að fá mjút takka á hvert tab svo maður geti spilað leiki á netinu og horft á stolnu bíómyndina á sama tíma.

Góðar stundir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/11/06 13:45

Þetta er hugmynd sko. Ég skal skoða fýsileika þess að útfæra hana.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 22/11/06 16:55

Grágrítið mælti:

Ég væri til í að fá mjút takka á hvert tab svo maður geti spilað leiki á netinu og horft á stolnu bíómyndina á sama tíma.

Þetta tek ég undir heilshugar. Ég hef oft reynt að grafa upp aðferðir til að kála helv. hvellljós hljóðum (flash). En setji höfundur ekki þagnarhnapp í leikinn er ekki hægt að láta kvikindið halda kjafti. Ef þú gætir ráðið bót á þessu efast ég ekki um að þú verðir vinsæll mjög á alnetinu.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/11/06 18:20

Stuttleg leit á gagnvarpinu skilaði þessu. Hugsanlega hjálpar það eitthvað til. Ég er þó alls ekki hættur að rannsaka málið.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 27/11/06 20:21

Hefur einhver reynslu af því að fá þessa viðbót til að virka á FF 2?
Nú er ég búinn að installa ferskum FF2 á nýju vinnuvélin mína. Ég fæ vikðbótina ekki til að virka og hún truflar aðrar viðbætur s.s. Gmail manager.
Ég hef að vísu ekki gert ítrekaðar tilraunir til að troð þessu inn, en ég fer að gera það. ‹Starir þegjandi upp í loftið›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/11/06 21:01

Ég hef prófað viðbótina í Eldrefi tvö bæði á Linux, Makka og Windows, en hef ekki lent í neinum vandræðum. Líklega er þetta gamla vesenið sem veldur því að viðbótin virkar ekki stundum, sem er einstaklega pirrandi ... en ég kann engin ráð við því.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 27/11/06 21:10

Hmmmm.... ertu að segja að ég verði að setja gamla viðbót inn fyrst og uppfæra svo nokkrum sinnum ‹Starir stjarfur út í loftið›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/11/06 21:28

Ég hef bara ekki hugmynd um hvað virkar ... kannski nægir að taka núverandi eintak út og setja inn aftur ... og aftur ... þar til það virkar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 27/11/06 21:31

Inn, út, inn, út þar til það er orðið gott. Minnir mig á... æji nei gleymum því. ‹Gleymir því›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/11/06 17:49

Þarfagreinir mælti:

Stuttleg leit á gagnvarpinu skilaði þessu. Hugsanlega hjálpar það eitthvað til. Ég er þó alls ekki hættur að rannsaka málið.

Kærar þakkir.

‹Ljómar upp›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 5/12/06 22:49

Ja svei. Eldrefurinn minn neitar að þýðast við Baggalútsviðbótina. Vælir yfir því að þessi útgáfa fúnkeri aðeins með Eldref 1.5 til 2.0*. Nú tel ég min brúka Eldref 2.0.... hvur fjárinn er að þessu? Eða mér? Eða hverju sem er...

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/12/06 22:52

Hmm ... hvert er nákvæmt útgáfunúmer hjá þér? Það má sjá í Help->About

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: