— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:33

Þetta er stórkostleg og söguleg stund í Baggalútíu. Þökk sé ykkur.

Ég minni á yrkisefnin: nýliðna fótboltahelgi, þensluna, sílikonbrjóst eða annað.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/9/06 22:33

kæra vina komdu nú og kysstu skáldið
(mættir gumpnum dilla dáldið)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

„Braksneidd baghenda“ um einhvern fótboltaleik helgarinnar . . .

Léku kappar tuttugu & tveir með tuðru.
Þó að lokum úrslit urðu:
engin. Þetta sætti furðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:35

Þið eruð snillingar, en hafið þið nokkuð á móti því að slíta mótinu eftir 10. mínútur, kl. 22:44.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 22:35

Bölverkur vill brjóstaljóð
bara þau óekta
Sílikoni bætt í blóð
brjóst þá teljast vera góð.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 22:36


Annað.
.
Rauðsokkunar ramma skeið
reið af körlum bitlinga
Dróg af næstu druslu og gleið
drap hún síðan tittlinga.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 22:39

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Bölverkur mælti:

Þið eruð snillingar, en hafið þið nokkuð á móti því að slíta mótinu eftir 10. mínútur, kl. 22:44.


Það er bæði tipp & topp,
törnin orðin fín, kútur.
Þett´er orðið ansi gott
eftir fjórar mínútur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/9/06 22:40

helgi' í fór að hluta til
hanga' í tölvu, sofa
geri allri iðju skil
um aðra helgi (lofa)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:44

Bölverkur þakkar hagyrðingum Baggalútíu fyrir stórkostleg afrek. Næsta hagyrðingamót verður auglýst innan skamms.

Flestir hafa frá sér bitið
fljótt á litið.
Maður er að missa vitið.

Móti slitið!

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 4/9/06 23:06

Er ég alltof seinn?

Veitingar nú vil ég fá
Vímus er hér mættur
dokksa kem ég fullur frá
fínn og efnabættur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 6/9/06 11:27

Bölverkur hefur tilnefnt Skabba skrumara sem stjórnanda 2. hagyrðingamóts Baggalútíu.

Fyrsta mótið tókst vel og eflaust eiga Skabbi og þið hin eftir að gera það næsta enn betra.

Skabbi skrumari mun tilkynna tímasetningu og yrkisefni innan skamms.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/06 10:38

Þakka tilnefninguna, ég átti víst að vera búinn að tilkynna næsta Hagyrðingamót fyrir löngu, svo menn væru ekki búnir að lofa sig í annað, en ég hélt það væri ljóst að við ætluðum að halda slík mót vikulega til að byrja með og því hélt ég að menn vissu dags og tímasetninguna, en hér kemur tilkynningin:

Tilkynning um Hagyrðingamót mánudaginn 11 september kl 22:00-23:00

Bölverkur mælti:

Þeir sem vilja taka þátt í því mega engöngu senda inn skeyti með kveðskap eftir að stjórnandi hefur gefið orðið frjálst. Eingöngu stjórnandi má senda inn vísulaus skeyti. Innsendingar eftir mótsslit stjórnanda eru óheimilar.

Efni hagyrðingamóta skal birta með sólarhrings fyrirvara, en eitt efnið þó fyrst þegar þar að kemur.
Mótin skulu helst ekki að vara lengur en eina klst.
Yrkisefni skuli ekki vera fleiri en 3 - 4 utan kynningarvísna.

Stjórnandi skal opna mótið með vísu og slíta því með vísu. Að öðru leyti þarf hann ekki að yrkja. Efni þessarra vísna geti verið frjálslegt. Þannig sé tryggt að stjórnandi verði alltaf hagyrðingur.

Í kvöld mun ég tilkynna hver yrkisefnin eru, fyrir utan eitt efnið sem ég mun tilkynna þegar mótið opnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/06 19:09

Hagyrðingamót

Annað kvöld, mánudaginn 11. september kl. 22:00-23:00

Yrkisefnin sem allir hafa beðið eftir:

1) Fastur liður: kynning á sjálfum sér
2) Bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar
3) Heimspeki haustsins
4) Matareitrun

Nú ættu menn að geta undirbúið sig fyrir hagyrðingakvöldið, mæting klukkan 22:00 mánudagskvöldið, þá kemur einnig fimmta yrkisefnið sem verður stórkostlegt... ‹Leggur höfuðið í bleyti›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:00

Jæja, velkomin dömur og herrar... best að setja mótið...

Hagyrðingur hent'inn rótið,
heilafrumur glæðum
sveinar, meyjur, setjum mótið,
semjum, yrkjum, ræðum.

Yrkisefnin í kvöld eru:
1) Fastur liður: kynning á sjálfum sér
2) Bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar
3) Heimspeki haustsins
4) Matareitrun
5) Hálftóm eða hálffull glös


Að auki mega menn koma með önnur yrkisefni eftir því sem hugurinn reikar....

En byrjið nú á að kynna ykkur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:00

Karlinn núna andlaus er
Offari er tómur
Ekkert getur ort nú hér
eigi lýgur rómur,

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/9/06 22:00

Ullargoði er indæll “kall”
afbragð flestra manna
enda kominn uppá stall
óðar snillinganna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:02

Hér er Loki, lítt eitt hokinn
lífs af oki.
Tómur pokinn mjög þótt moki
mærð úr koki.

        1, 2, 3, 4 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: