— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:14

Þetta fannst mér feiki gott,
fór því strax um andlit glott,
það var eins og tittlingstott,
trúið mér, það var svo flott.

Stjórnandi hvetur menn til að yrkja af meiri krafti, eiginlega ætlaði hann ekki að yrkja sjálfur, en einn manna er hann laus við þá skyldu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Fyrir löngu fæddist.
Fyrst með veggjum læddist.
Margt & gott svo græddist
þá gekk ég um & fræddist.
Nyti mín ei við, þá margur mæddist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 22:17

Yrki ég hér eintómt rugl
oftast ljóð um frúna
Enda bara furðufugl
fer offari núna

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:18

Þið eruð frábær, en hvað gerðuð þið um helgina?

Þið getið líka tjáð ykkur um nýliðna fótboltahelgi, þensluna, sílikonbrjóst eða annað.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 22:19

Helgina ég hafði val
heimsókn eða vinna,
Valdi ferð í Fnjóskadal
fjárdrátt þar að sinna

Tók ég þátt í dilkadrátt
dróg ég margan sauðinn
Rollu skarinn hefur hátt
hræðir þær nú dauðinn.

Æddi þar í óða hjörð
elti þessar skjátur
Lífsbaráttan ljúf og hörð
leikur grátur hlátur.

Ekki vildi hrútur heim
hér hann að vill setjast
Kannski heyrð'ann kindarbreim
kannski bar'að metast.

Ofurhuginn Offi jarl
eltist þá við hrútinn
Hrútur lék á heimskann karl
horn'ann fékk í kútinn

Öflugt gat það hrútarhorn
hrint hér fargi þungu
Mikið högg í maga vorn
mig þar hornin stungu.

Næst upp stóð og Offi óð
inn sér tróð í stóð nú
Gerðist óður eltir slóð
ærður blóðhefnd vill jú

Gómað var hrút glaðst þá mjög
gæðing vildi lemja
Mætt var fyrst með sverð og sög
Samt skal hrút fyrst temja.

Fór svo næst á fjandans bak
fíflið skal hér tamið
Eflaust verður ónýtt flak
yrði það hér kramið.

Hrútur bar minn bústna skrokk
báru leggir þéttir
Ótemjan þá óð á brokk
ólmur stökk um réttir.

Belgur minn af baki datt
blár og marinn er nú
Elsku konan um mig batt
æðisleg er sú frú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:21

Þetta er orðið magnað. Húrra.

En tjáið ykkur um helgina, nýliðna fótboltahelgi, þensluna, sílikonbrjóst eða annað.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Helgarinnar havarí
helgaðist af stútnum;
fast ég sat við fyllerí
& flakk á nýja Lútnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/9/06 22:23

Ég ætti kannski að kynna mig.

Aumingi með hor og heimsku,
hárið greitt í flóka.
Þjáist bæði' af gremju og gleymsku
grínlaust... Érað djóka!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/9/06 22:23

Jæja bezt að henda inn einhverju bulli:

gaman oft er gellur þrjár að taka
vel ég fjórar frekar þó
(fyrr þær garðinn raka)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:24

Húrra, VIKHENDA!

Vikhenda heitir líka stuðlavilla, minnir mig.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 22:24

Þenslan er hér æðisleg
aurveskið fitnar
Gerum núna gæðings veg
græðum leiðir slitnar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Þenslan - hún er þokkaleg;
þannig er minn vaninn:
uppíloftið lokka ég
liminn á mér, þaninn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/9/06 22:25

Bölverkur mælti:

Húrra, VIKHENDA!

Vikhenda heitir líka stuðlavilla, minnir mig.

Stuðlavilla.

Hey þú breyttir... sagðir fyrst stuðlafall.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:26

Varlega nú, það er komin kraftakona! Húrra fyrir henni og hennar kynningu.

Fattaði strax villuna, en takk fyrir, þú sást þetta líka um leið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 22:27


Helgin
.
Dýrt á börum drottins orðið, drengjum forði
Bikar þennan tóman <taktu>
<taktu> sæng þína og gakktu

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:30

Ég góðveðurshelgina hékk
heima og fátt hjá mér gekk
þar til ég sagðist
þreyttur og lagðist
og sáðlát í svefninum fékk.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 22:30


Þenslan
.
Sunnan heiða silfur hagar
sonu hafsins gjald svo kera
Eldis kjúkling kátur nagar
Í kaupstaðnum er gott að vera
.
Heiðarleiki hafs og kraftur
hetjur fyllti eld og móði
En á veiðar….Varla! aftur
vinn í banka, stemmi sjóði
.
Stund er komin stór í brúnna
stoltið illa niður snúið
Skildinganna skak við kúnna
skilar mestu í þjóðarbúið

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/9/06 22:32

Blóðugt stóð við barinn, helgar báðar nætur.
Eymsli hrjáðu hennar fætur.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
        1, 2, 3, ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: