— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 09:58

Ég vil vekja þennan þráð til lífsins og hvet alla til að yrkja eina vísu á dag hérna...

Helgarbragur mætir mér,
menning sú.
Skaltu núna skemmta þér,
Skálum nú.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/10/06 17:48

manna kvenkyns kynlífsaðalrofi
vita fýrar flestir ei
að finnst í þeirra klofi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 19:50

Á Baggalúti sorg og sút
er sökkt með kút’af blúti.
En hendum grút’í ramman rút
Sem rífur út úr stúti.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 14/10/06 21:21

Skabbi skrumari mælti:

Ég vil vekja þennan þráð til lífsins og hvet alla til að yrkja eina vísu á dag hérna...

Helgarbragur mætir mér,
menning sú.
Skaltu núna skemmta þér,
Skálum nú.

Það er best aðara aðgóðu fordæmi.

Laugardags er lífið gott
löng er nóttin góða
mér nú gefur mikið tott
meyjan trítilóða.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/10/06 22:16

Góðir eru guðirnir
að gef oss skáldamjöðinn.
Drekkum, gefum bátnum byr
Og brunum út á vöðin.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 15/10/06 13:03

Grár er himinn, grátt er skap,
grá nú verða hárin.
Mig nú hrjáir minnistap
og mörg þau falla tárin.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 15/10/06 13:09

Ég gerði mér við dömu dælt
í dimmu húsasundi.
Girndir mínar gat ei bælt,
af greddu hló og stundi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 12:06

Ég missti af tveimur dögum og vil bæta það upp...

Laugardagur, ætlaði á fyllerí en varð skyndilega veikur...

Fylleríið fór í það
flöskur drekka
svitnaði og svitabað,
sorg og ekka.

Sunnudaginn lá ég upp í rúmi og reyndi að fara bara á kojufyllerí...

Undir koju kláravín,
kassi Ákavít,
ég varð líkt og aldrað svín,
enn ég nokkuð hrýt.

Í dag er nýr dagur og líðanin betri...

Sæluhrollur svífur á,
senn mun virka drykkur,
Skabbi kannske skelfur smá
og skálar nú við ykkur.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/10/06 12:34

Þetta byrjaði nú sem vísa dagsins, en snerist eiginlega upp í öfugmæli. Ég set þetta nú samt hér.

Dagurinn er dásamlegur,
drykkjuvíma og losti.
Ég sjaldan er í taumi tregur
að taka þessa kosti.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ebenezer Habakúk 16/10/06 14:57

Ykkur vil ég heilsa hér
með háttvísi og öllu:
Ebbi kúkur kominn er.
Kátt verður í höllu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 15:52

Ebbi kúkur komdu sæll,
kvæðin yrkir fróður,
fínn ert þú og fagur, dæll,
furðulega góður.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/10/06 13:22

Ekki vil ég inni hanga
á svo góðum degi.
Æ, mig langar út að ganga
opna fjallavegi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/10/06 13:46

Víst er vistin slæm,
vont er loftið þungt,
kurra kvæðin dræm,
kveðskapur er sprungt.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/10/06 09:14

Í morgunútvarpinu var viðtal við Óskar Pétursson Álftagerðisbróður um nýja plötu sem hann er að gefa út.
Einnig var hann spurður að því hvort hann væri að syngja eitthvað, og hér á eftir fer stílfærð útgáfa svarsins:

Álftagerðis Óskar Péturs
er með góðan metnað.
Athafnirnar að sér tekur,
allar nema getnað.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/10/06 10:05

hehe... góður... ég þurfti að skafa bílinn minn í morgun...

Skafa rúður reyn'að hita,
reiðskjótann minn prúða,
helið kalda hvítt vill lita,
hrímast innri rúða.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 18/10/06 23:38

Kulda boli kominn er
kvíði vetri þessum
snjóa tekur og fenna fer
en frjósemi hjá lessum.

Það er nú ljóta forkálið.,

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/10/06 23:45

Lessum getur legið á
lafað alveg niður.
Brjóstin eru bæði þrá,
bústinn líka kviður

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/10/06 08:52

Eftir dimma orrahríð,
aftur reis úr klessu,
og svo vaknar stundarstríð,
stend ég ei í þessu.

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2, 3, 4 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: