— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5 ... 39, 40, 41  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/11/06 17:42

Geturðu komið með dæmi um svona langa limru?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 11/11/06 17:10

Regína mælti:

Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvernig orð sem byrja á é stuðlast og höfuðstafast. Stuðla þau við j eins og í já, eða við sérhlóða?

t.d. "Ást mína þér ég vil játa" , eru þá stuðlarnir ást og ég, eða ég og játa?

Mér finnst þetta skemmtileg spurning. Má ég spyrja, Regína, hvort þú hafir ort annars staðar heldur en hér á spjallborðinu --eða jafnvel upphátt? Eða datt þessi spurning þér í hug bara hér?

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/11/06 19:37

Ég byrjaði mínar yrkingar eftir að ég skráði mig fyrst á Gestapó, svo það er rétt hjá þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/11/06 22:53

Gimlé minn/mín græni/a.

Ég held endilega að ég syngi alltaf:

Kvæði:

Ísland ögrum skorið
eg vil nefna þig

En ég finn hvergi skólaljóðin og á enga söngbók. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/11/06 12:36

Mikið rétt Regína.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/11/06 17:33

Vertu ekki svona vond(ur) við þig Gimlé, öllum verða á mistök. ‹Hlær dátt.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/11/06 16:55

Hver er eiginlega munurinn á gagaraljóði og gagaravillu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/11/06 20:20

Í gagaravillu mynda öll rímorð sniðrím, í því held ég að munurinn felist.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/11/06 20:21

Og sniðrím? Hvað er það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/11/06 20:36

Það kallast sniðrím þegar eingöngu samhljóðar á eftir stofnsérhljóða ríma.
Dæmi:
ormur - ermi
Baggi - egg

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/11/06 20:40

Þakka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/11/06 09:54

Gimlé mælti:

... Hann kynnir líka fyrir okkur langar limrur (fleiri línur). Þær eru afar skemmtilegar og gaman væri að sjá Bagglýtinga kjást við það form...

Er eftirfarandi dæmi um langa limru:

Kvæði:

„(I don't) want to spoil the party so I'll go,
(I would) hate my dissappointment to show.
(There's) nothing for me here,
(so) I will disappear.
(If she) turns up while I'm gone, please let me know.“

Skv. minni talningu er þarna einu atkvæði meira í hverri línu en í venjulegri limru (fyrir utan upptaktana sem eru í hverri línu).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/11/06 23:26

Nýliðar, verið nú dugleg að lesa ykkur til í bragfræði eða spyrja hér... rimur.is og heimskringla.net eru góðar síður til lærdóms...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/11/06 00:31

‹Réttir upp hönd og geri ráð fyrir að það hafi fengið jákvæðar undirtektir›
Ég man þegar ég var í skóla, fyrir löngu, þá gátu þeir aldrei ákveðið sig hvað kenna átti í íslensku. Z-etan var ýmist inni eða úti, endaði úti. Sama var með bragfræðina, hún var ýmist inni eða úti og að lokum hent út úr grunnskólanum. Því lærði ég aldrei bragfræði af neinu viti og á óskaplega erfitt með að muna öll þessi hugtök. Ég mun lesa eitthvað á næstunni hægt og rólega svo það síist inn, en byrja á að spyrja....
Hvað er lákveða?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/11/06 00:41

Gimlé mælti:

krossgata mælti:

Hvað er ákveða?

Það er að taka afstöðu í einhverju máli, afráða að gera eitthvað eða gera upp hug sinn.

‹Hlær›
Ég á ekki nema örsjaldan við ákvarðanavanda að stríða, en....
Það stóð nú lákveða í spurningunni, sem örugglega, tel ég næstum víst að eigi að vera lágkveða, en.... Skabbi sagði lákveða í athugasemdinni sinni til mín á Kveðist á

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/11/06 00:46

Ég leit við á fínni bragfræðisíðu um daginn og á örugglega eftir að líta á fleiri. Hér var samt boðið uppá að kasta fram spurningum, svo ég kastaði fram einni (í fullkominni alvöru reyndar). Það er oftast skemmtilegra að fá svör frá alvöru fólki en lesa langlokur.
‹Langar skyndilega í grófa langloku með svínaketi og sósu og ögn af grænfóðri›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/11/06 01:21

Já, síðan sem Gimlé vísar í hér að ofan er eðal, með til þess að gera stuttum útskýringum, og þar að auki rímbanka sem er nauðsynlegur þegar maður er kominn í bobba.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/11/06 09:49

Þetta eru nú indæl svör í lit og allt. Takk fyrir takk.
‹Ljómar upp›
Og... já ég hef aðeins litið á síðuna og meira að segja skoðað rímbankann. Eins og ég nefndi áður þá er þetta skemmtilegra og ekki eins langt og vefsíðurnar. Ég ætla að ræna bragfræðiskræðu annars afleggjarans míns, það er mikið betra að lesa af bók en skjá.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
        1, 2, 3, 4, 5 ... 39, 40, 41  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: