— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 27, 28, 29 ... 39, 40, 41  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/11/08 21:27

Fræ mælti:

Botninn upp og brotinn í mél,
bölvaða kaffi þambið,
held að ég hafi mig drukkið í hel,
heimta brandí á jólalambið.

Spurning með atkvæðafjölda og svo ofstuðlun í þriðju línu... annars efnilegt...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/11/08 21:29

Pó mælti:

Skil ég það rétt, að svo ógurleiðinlegt sé á Gestapóárshátíðum að beita þurfi hótunum um gnýstuðlabyltingar til að menn mæti?

Hef ekki mætt á Gestapóárshátíð áður (fór á Árshátíð Baggalúts 2004 en það var skipulagt af Ritstjórn)... en er nokkuð spenntur að hitta póa og því fleiri hagyrðingar því betra... Ætlar þú að mæta?
P.S. Ég veit fyrir víst að þetta verður skemmtilegt, enda ætla ég að vera dauðadrukkinn...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
13/11/08 18:30

Skabbi skrumari mælti:

Ætlar þú að mæta?

Sjálfur hái þrætuþjark,
þessu er sárt að deila:
mig vantar tíma og vantar kjark
og verð því miðr að beila.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/11/08 22:36

Nú er mikill tími undirskriftarlista. Ég vek athygli á þessum: http://baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?p=909500#909500
en þar skrifa þeir sem vilja að Væni-Grétar verði gerður að friðargæsluliða kvæðaþráða.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/11/08 22:48

Ég skal skrifa undir lista um að Gimlé mæti á árshátíð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/11/08 16:31

‹Skrifar undir að Gimlé mæti á árshátíð.›

En að öðru, það er umræða í öfugmælamótunum um línuna: „Lappi er með á nótunum.“
Ég stökk yfir þessa línu því ég sá ekki stuðlana, og það er óánægja með það.
Höfundurinn segir stuðlana eiga vera n-in í nótunum.
Mig minnir að hlewagastiR hafi einhvern tíma fyrir löngu komið með svipað dæmi í skólastofunni, að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér. Mín skoðun og tilfinning er allavega sú að þetta geti ekki gengið.

Hvað finnst öðrum?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/11/08 16:35

Regína mælti:

‹Skrifar undir að Gimlé mæti á árshátíð.›

En að öðru, það er umræða í öfugmælamótunum um línuna: „Lappi er með á nótunum.“
Ég stökk yfir þessa línu því ég sá ekki stuðlana, og það er óánægja með það.
Höfundurinn segir stuðlana eiga vera n-in í nótunum.
Mig minnir að hlewagastiR hafi einhvern tíma fyrir löngu komið með svipað dæmi í skólastofunni, að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér. Mín skoðun og tilfinning er allavega sú að þetta geti ekki gengið.

Hvað finnst öðrum?

Sammála Regínu. Kann að vísu ekki fræðin en þessi lína nístir brageyrað.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 17/11/08 17:01

Ég bara hef ekki grænan Guðmund...

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
17/11/08 17:02

Regína mælti:

‹Skrifar undir að Gimlé mæti á árshátíð.›

En að öðru, það er umræða í öfugmælamótunum um línuna: „Lappi er með á nótunum.“
Ég stökk yfir þessa línu því ég sá ekki stuðlana, og það er óánægja með það.
Höfundurinn segir stuðlana eiga vera n-in í nótunum.
Mig minnir að hlewagastiR hafi einhvern tíma fyrir löngu komið með svipað dæmi í skólastofunni, að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér. Mín skoðun og tilfinning er allavega sú að þetta geti ekki gengið.

Hvað finnst öðrum?

Ég get vissulega ekki dæmt í þessu tiltekna máli, enda aðili og enginn dómari í eigin sök.

En að halda því fram

Tilvitnun:

[...]að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér

er að mínu viti hin mesta fásinna og á ég bágt með að trúa að jafnvelgefinn maður og hlewagastiR hafi látið slíkt út úr sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 17/11/08 17:31

Pó mælti:

Regína mælti:

‹Skrifar undir að Gimlé mæti á árshátíð.›

En að öðru, það er umræða í öfugmælamótunum um línuna: „Lappi er með á nótunum.“
Ég stökk yfir þessa línu því ég sá ekki stuðlana, og það er óánægja með það.
Höfundurinn segir stuðlana eiga vera n-in í nótunum.
Mig minnir að hlewagastiR hafi einhvern tíma fyrir löngu komið með svipað dæmi í skólastofunni, að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér. Mín skoðun og tilfinning er allavega sú að þetta geti ekki gengið.

Hvað finnst öðrum?

Ég get vissulega ekki dæmt í þessu tiltekna máli, enda aðili og enginn dómari í eigin sök.

En að halda því fram

Tilvitnun:

[...]að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér

er að mínu viti hin mesta fásinna og á ég bágt með að trúa að jafnvelgefinn maður og hlewagastiR hafi látið slíkt út úr sér.

Ég spurði hlewa í sumar hvort að ósamsett orð gæti innihaldið 2 stuðla...hann sagði nei og lamdi mig í klessu..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/11/08 17:51

Regína mælti:

Mig minnir að hlewagastiR hafi einhvern tíma fyrir löngu komið með svipað dæmi í skólastofunni, að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér.

Þetta er nú ekki rétt eftir haft.

Síðari liður samsetts orðs getur hæglega borið stuðul. Það hefur alltaf verið gert og það er bara fínt. Best fer á því þegar báðir stuðlarnir eru í sama orðinu:
Fögur ertu, Suðursveit.

þetta er þó ekki skilyrði:
Heiðurskona Kristín er

Hins vegar greindi ég einhverju sinni frá því að það hefur ekki tíðkast að láta stuðul standa inni í ósamsettu orði þó að þar liggi áhersla:
Reykjadælingurinn góði

Þetta er samt skemmtilegt uppbrot og hví ekki að leyfa sér það ef svo ber undir? Mér finnst þessi Lappi með á nótunum stuðlun nokkuð skemmtileg tilraun. Þó er vert að hafa í huga að með henni er hefðnni ögrað (ólíkt því sem gerist í samsettu orðunum, þar er hefðinni fylgt). Þeir sem þetta reyna þurfa líka að kunna reglur um atkvæðaskiptingu samkvæmt íslensku hljóðkerfi. Ég ætla ekki að fara nánar í þá sálma að sinni utan þess að vekja athygli á að reglur um línuskiptingu ganga í berhögg við atkvæðaskiptingu. Þær byggjast á stórri vanþekkingu en eru hefð sem við sitjum uppi með.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/11/08 18:17

Pó mælti:

Regína mælti:

‹Skrifar undir að Gimlé mæti á árshátíð.›

En að öðru, það er umræða í öfugmælamótunum um línuna: „Lappi er með á nótunum.“
Ég stökk yfir þessa línu því ég sá ekki stuðlana, og það er óánægja með það.
Höfundurinn segir stuðlana eiga vera n-in í nótunum.
Mig minnir að hlewagastiR hafi einhvern tíma fyrir löngu komið með svipað dæmi í skólastofunni, að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér. Mín skoðun og tilfinning er allavega sú að þetta geti ekki gengið.

Hvað finnst öðrum?

Ég get vissulega ekki dæmt í þessu tiltekna máli, enda aðili og enginn dómari í eigin sök.

En að halda því fram

Tilvitnun:

[...]að ósamsett orð, jafnvel samsett, geti ekki verið með stuðla inni í sér

er að mínu viti hin mesta fásinna og á ég bágt með að trúa að jafnvelgefinn maður og hlewagastiR hafi látið slíkt út úr sér.

Þú kannt að skjalla rétta menn á réttan hátt. ‹Ljómar upp›
hlewagastiR er búinn að svara sýnist mér. En það var einmitt dæmið um Reykjadælinginn góða sem mig rámaði í.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/11/08 18:54

Eiginlega bara sammála hlebba og ég hefði væntanlega ekki séð þessa stuðla sem þarna leyndust mjög leynilega ef Pó hefði ekki bent á það...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
19/11/08 14:57

Mér sýnast flestir vera á því að ósamsett orð geti ekki borið stuðul inni í sér, þótt ég standi á öndverðum meiði.

Að mínu viti liggur þetta svona fyrir, ef við tökum ferskeytluna sem dæmi. Í henni eru fjórar kveður í oddahendingum. Hver þessara kveðna hlýtur að byrja á ákveðnu hljóði, og hver þessara kveðna getur innihaldið stuðul. Ef kveða byrjar á hljóði sem svo vill til að er inni í ósamsettu orði verður svo að vera, ég fæ ekki séð að fram hjá því verði horft. Varla getur kveðan byrjað á engu hljóði? Hljóðlausu hljóði? Ég streitist ekki á móti því að slíkt sé í mörgum tilfellum ljótt, enda er við almennan ljóðalestur gjarna lögð ofurlítil aukaáherslu á stuðla og kemur slík áhersla illa út ef stuðull er inni í ósamsettu orði.

Ef við breytum hinni mjög umdeildu hendingu örlítið og skiptum lappa út fyrir nafn sem byrjar á n. T.d. Númi. Hún yrði þá svona:

Númi' er með á nótunum.

Skv. þeirri kenningu að stuðull geti ekki staðið inni í ósamsettu orði er hér ekki um ofstuðlun að ræða. Við ljóðlestur ber að leggja áherslu á upphaf hverrar kveðu - hér byrja þrjár af fjórum kveðum á n-hljóði (ég held að það sé óumdeilt). Þ.a.l. er þessi hending, að mínu viti, ofstuðluð sem leiðir aftur til þess að hendingin "lappi er með á nótunum" er réttstuðluð (enda byrja 3. og 4. kveða á n-hljóði).

En hvað veit ég, ég er nú bara lítill Pó. ‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 19/11/08 15:00

Pó mælti:

Mér sýnast flestir vera á því að ósamsett orð geti ekki borið stuðul inni í sér, þótt ég standi á öndverðum meiði.

Að mínu viti liggur þetta svona fyrir, ef við tökum ferskeytluna sem dæmi. Í henni eru fjórar kveður í oddahendingum. Hver þessara kveðna hlýtur að byrja á ákveðnu hljóði, og hver þessara kveðna getur innihaldið stuðul. Ef kveða byrjar á hljóði sem svo vill til að er inni í ósamsettu orði verður svo að vera, ég fæ ekki séð að fram hjá því verði horft. Varla getur kveðan byrjað á engu hljóði? Hljóðlausu hljóði? Ég streitist ekki á móti því að slíkt sé í mörgum tilfellum ljótt, enda er við almennan ljóðalestur gjarna lögð ofurlítil aukaáherslu á stuðla og kemur slík áhersla illa út ef stuðull er inni í ósamsettu orði.

Ef við breytum hinni mjög umdeildu hendingu örlítið og skiptum lappa út fyrir nafn sem byrjar á n. T.d. Númi. Hún yrði þá svona:

Númi' er með á nótunum.

Skv. þeirri kenningu að stuðull geti ekki staðið inni í ósamsettu orði er hér ekki um ofstuðlun að ræða. Við ljóðlestur ber að leggja áherslu á upphaf hverrar kveðu - hér byrja þrjár af fjórum kveðum á n-hljóði (ég held að það sé óumdeilt). Þ.a.l. er þessi hending, að mínu viti, ofstuðluð sem leiðir aftur til þess að hendingin "lappi er með á nótunum" er réttstuðluð ...

En hvað veit ég, ég er nú bara lítill Pó. ‹Glottir eins og fífl›

Hvað með nótun/um?

Annars er Númi alveg með á nótunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
19/11/08 15:26

Wayne Gretzky mælti:

Hvað með nótun/um?

Vil byrja á að þakka Veina fyrir æðislega loflimru á klúbbþræðinum xT

Nótu|num er hátt í hundrað sinnum eðlilegra. Annars er hægt að búa til fleiri og meira afgerandi dæmi. T.d. verða þeir, sem hafna því að stuðull geti staðið inni í ósamsettu orði, einnig að hafna því að þessi fyrripartur sé ofstuðlaður:

Jóakim er kátur karl,
með klær á öllum tánum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 19/11/08 15:28

Pó mælti:

Wayne Gretzky mælti:

Hvað með nótun/um?

Vil byrja á að þakka Veina fyrir æðislega loflimru á klúbbþræðinum xT

Nótu|num er hátt í hundrað sinnum eðlilegra. Annars er hægt að búa til fleiri og meira afgerandi dæmi. T.d. verða þeir, sem hafna því að stuðull geti staðið inni í ósamsettu orði, einnig að hafna því að þessi fyrripartur sé ofstuðlaður:

Jóakim er kátur karl,
með klær á öllum tánum.

Ertu viss um að þetta sé ekki samsett?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 19/11/08 15:32

Einhvern tímann gerði Barbi eitthvað svipað þessu.

        1, 2, 3 ... 27, 28, 29 ... 39, 40, 41  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: