— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 39, 40, 41  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/10/06 20:58

Er það nokkuð ofstuðlun
ef í höfuðlínu
stuðla hef í endorðum
eins og “Stóru Stínu”?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/10/06 21:14

Ég tók því alltaf sem ofstuðlun þegar ég fyrst byrjaði að yrkja, en svo hef ég heyrt að svo sé ekki... þrátt fyrir það, þá reyni ég að forðast það eins og ég get að nota slíka „aukastuðla“

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/10/06 15:40

Áhugavert... gaman væri að fá einhvern tíma úr því skorið fyrir fullt og allt... þangað til, þá reyni ég að forðast aukastuðla (reyndar hef ég forðast þá svo að oftar en einu sinni hefur vantað aðalstuðla hjá mér... og rím, en það er önnur saga)

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/06 14:42

Einn lítill punktur sem ætti að hjálpa til við betri vísnagerð...

Stuðlar standa fremst í braglið... Bragliður er oftast tvö atkvæði í venjulegum vísum, auk þess sem það er oft stúfur í endan, ekki alltaf þó...

Hrossið / það er / hvítt og / svart.

Þessi ljóðlína hér að ofan er svona: tvíliður / tvíliður / tvíliður / stúfur

Í svona línu verður stuðull að vera fremst í þriðja braglið, þar sem ég hef litað rautt hér fyrir ofan...

Ef þið fylgið því, þá er kominn ágætis grunnur fyrir vísu.... Eftirfarandi má líka:

Þar er hrossið hvítt og svart

Þar er tíkin, björt og blá.

------------------------------

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 3/11/06 16:06

Stundum sem ég í þessum dúr.

Blásaklaus er Bjössi Jóns.?
Þríliður / Stúfur / tvíliður / Stúfur.

En svo vill ég bara túlka þetta svona:

Blásak/laus er /Bjössi /Jóns.
Er það í lagi?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/06 18:44

Síðara er réttara... þótt orðið sjálft sé 3 atkvæði, þá er um tvíliði að ræða...

Blásak / laus er /Bjössi /Jóns.

Ef þú ætlar að hafa þríliði, þá er best að hafa mestallan hrynjandann þannig:

Blásaklaus / stendur hann / Bjössi
Barðist við /helvítið / Sigga
...osfrv.

Þríliðir eru flóknari og erfiðari en hinir... ekki mælt með þeim nema að vandlega athuguðu máli.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 5/11/06 04:04

Vímus mælti:

Tilvitnun:

Drifur sig nú Drífa Sig
drátt þarf konan raka
Viltu kæri Vímus mig
vinsamlegast taka.

Huhum og svo er stokkið yfir mig með áminningu og skömm, með samskonar stuðlun;

Hvernig er? Hvað er að?
Hallar undan fæti?

Húmbaba segir;

Tilvitnun:

Svo er það aðeins svolítil ofstuðlun hjá Sölku, eftir því sem ég best sé, þ.e:
Hvernig ER hvað er AÐ? -þar eru bæði H-stuðlar og einnig sérhljóðastuðlar. Ég held alveg öruggleg að það megi ekki.

Ég bara spyr... Líðst meiri mönnum öðruvísi stuðlun hér en almúganum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/11/06 12:53

Óþarfi að æsa sig, þó menn taki ekki eftir öllum „villum“... ég er ánægður með að Húmbaba nennti að leiðrétta, þó ég hefði sjálfsagt ekki þótt þetta tiltökumál, þar sem aukastuðlarnir voru í lágkveðu... þetta hefur sjálfssagt átt að vera leiðbeinandi athugasemd hjá honum...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 5/11/06 14:13

Já allt í góðu. Þakka ykkur báðum fyrir athugasemdirnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/11/06 14:23

Hvernig er? Hvað er að?
Hallar undan fæti?
Sumar hér sólarbað
samt hér eru læti.

Smá fyrirspurn er vísa ekki rétt ort svona?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/11/06 14:26

Mér sýnist það... ekki hefðbundin ferskeytla, en líklega rétt ort...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/11/06 19:45

Offari mælti:

Hvernig er? Hvað er að?
Hallar undan fæti?
Sumar hér sólarbað
samt hér eru læti.

Smá fyrirspurn er vísa ekki rétt ort svona?

Hvernig væri þessu skipt í bragliði....Er ekki hæpið að „hvað og sólar" lendi í hjómstigi?
.
Tillaga.

Hvernig er það Hvað er að?
Hallar undan fæti?
Sumar hér og sólar bað
samt hér eru læti.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/11/06 20:49

Vissulega er þetta rétt svona hinnsvega var ég að spurja um stuðla og hátt þar sem tveir þríliðir eru í línu en ekki að spurja um hefbundna ferskeytlu.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/11/06 21:08

Mér fannst alltaf eins og það væri stúfur eða eins konar þögn í miðri línu í vísunni "Hvernig er? Hvað er að...
Veit ekki, mér fannst það ekki passa.

En að öðru spekingar.
Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvernig orð sem byrja á é stuðlast og höfuðstafast. Stuðla þau við j eins og í já, eða við sérhlóða?

t.d. "Ást mína þér ég vil játa" , eru þá stuðlarnir ást og ég, eða ég og játa?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/11/06 21:17

Minn smekkur segi mér að stuðla é og j saman þetta er mest smekksatriði því hitt er líka leyfilegt.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 5/11/06 21:24

J og é látið stuðla þar eð framburður er eins. Sumir, sér í lagi norðlendingar láta einnig hv og k stuðla saman framburðar vegna, en mörgum finnst það viðurstyggilegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/06 15:50

Áherslulausir forliðiri virka ekki sem höfuðstafir, hér er nýleg vísa sem dæmi, hún byggist upp af þríliðum og ef maður skiptir hana niður í bragliði þá kemur þetta í ljós, ég lita áherslulausa forliði með rauðu:

Konur má / nýta til / ýmisar / iðju,
/ lasta þær / þykir mér / alls ekki / gott.
Þótt / vanhagi / haus þeirra' um / hugsana / smiðju,
hann / karlmanni / veita má / dýrindis / tott.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 9/11/06 16:47

Hrani mælti:

Einhvernstaðar las ég það að í limruhefðinni engilsaxnesku væri limran alltaf tvíræð, ekki klámfengin og í fyrstu línunni væri alltaf kynnt til sögunnar einhver stúlka.
Sbr:
There was a young lady from Kent
She said that she knew what it ment
to be asked out to dine
on lobster and wine
she knew what it ment, and she went
(Gúgglað)

Íslendingar hafa frekar blandað inn í limruna stuðlum og höfuðstöfum frá ferskeytlunni íslensku og ekki skeytt um tvíræðni nema sem uppbót.

Það gerðist hér „Suður með sjó“

Siggi á Vatnsleysu dó
og ekkjan hans, Þóra,
var ekki að slóra
til útfarar veislu sig bjó.

(Sigurður Þórarinsson)

Limruformið getur verið mjög skemmtilegt þar sem áherslurímið er á tveimur stöðum.

Ef einhverjum langar að spreyta sig á limrugerð þá er ágætt að raula við þær lög sem allir kunna t.d.
Jarðarfaradagur (Það gerðist hér suður með sjó)
Sjómaður dáðadrengur (Hann var sjómaður dáðadrengur)
Saga úr sveitinni (Kveð ég um konu og mann (Megas))

Ég hef nú bara ekki lesið nóg á þessum áhugaverða þræði og langar að koma með stutta athugasemd þó seint sé.
Það er ekkert í limruhefðinni sem segir að hún eigi að vera tvíræð, hinsvegar er þessi bragarháttur mikið notaður til þess að semja bæði ljósbláar og tvíræðar vísur, sbr.
There was a young man from Belgravia
Who cared not for his God nor his Saviour.
He walked down the Strand
With his **** in his hand.
And was held up for indecent behaviour.

En einnig til þess að semja einfaldar gamanvísur sbr.
Said a man to his wife down in Sydenham:
"My trousers where have you hidden'em?
I know it is true
They are not brand new.
But I foolishly left 'alf a quid in'em."

Jafnvel er hátturinn notaður fyrir ýmsa brag- og rímfræðilega brandara sbr.
There was a young man from Japan,
Who wrote verses that never would scan.
When folks told him so,
He replied: "Yes I know,
but it has always been my policy to put as many words in the last line as I possibly can."

einnig:
There once was a lady from Ulva
Whose boyfriend said:" Look I will puver-
ize any of you blokes
If you start making blue jokes
Concerning my Ulva girl's vulva."

Það er hinsvegar hefð fyrir því að rímorð fyrstu línu sé staðarnafn (ekki kvenmannsnafn) eins og sést m.a. á dæmunum hér að ofan. Edward Lear, eitt þekktasta limruskáld Englendinga hafði meia að segja fyrir sið að enda einnig á sama staðarnafni sbr.
There was a young lady of Norway
Who casually sat in the doorway
When the door squeezed her flat
She exclaimed: "What of that?"
That corageus young lady of Norway.

Edward Lear hengdi sig þó engan veginn í þessa staðarnafnahefð frekar en aðrir (því þetta er ekki regla) og hann kvað líka:
There was an old man in a tree
Who was horribly stung by a bee.
When asked: "Does it hurt?"
He replied "Yes it does,
It's a regular brute of a bee".

Það skáld sem vann limrunni þegnrétt meðal íslenzkra bragarhátta var Þorsteinn Valdimarsson með bók sinni "Limrur" en þar er að finna:
Ég gekk fótbrotinn fimm mílna leið
nema fyrst þennan spöl sem ég skreið
og stund sem ég beið
og stíg sem ég reið
en ég stytti mér auðvitað leið.

einnig
Þar sem lækurinn rann og rann
drúpti rós og lækurinn fann
alveg ofan í ós
er hin eldrauða rós
felldi regndropa ofan í hann.

Góðan stundir.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
        1, 2, 3, 4 ... 39, 40, 41  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: