— GESTAPÓ —
Slit-rur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Sælt veri fólk, til sjávar & sveita.

Hér verður bryddað uppá nýjung, sem e.t.v. margir hagyrtir hérumslóð kannast þó væntanlega við.
Slitruhátturinn lýsir sér einfaldlega þannig að kveðið er skv. almennum bragarreglum, en í hverri línu er a.m.k. eitt orð slitið í tvennt. Í eftirfarandi sýnishorni hefst & endar hver lína á sundurslitna orðinu - slíkt er æskilegt, en þó ætti þó allsekki að vera skilyrði (svo framarlega að vel & snjallt sé kveðið að öðruleyti).

Hér er ekki um keðju að ræða, & frjálst er að yrkja undir hvaða bragarhætti & formi sem almennt tíðkast.
Líklega eru algengastar slitrur undir hefðbundnum ferskeyttum háttum (um þetta gætu mér fróðari menn e.t.v. tjáð sig), en vel má hugsa sér að spreyta sig undir öðrum háttum.

Lýsi ég hérmeð þráð þennan formlega opinn.
----------------------------------------

Slit- nú vil ég reyna -ru,
rembings- við í -kasti.
Kveð- þér sendi kankvís -ju,
kær- minn vinur -asti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/9/06 17:57

Þekktustu slitrur íslenzkra bókmennta eru dróttkvæðin, en best að reyna.

Bagga sendi ljóð á lút,
leiði býsna flest þó gjörn
all svo hrökkva ir í kút,
ör sérstak smá lega börn.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 02:47

Er- nú þetta finnst mér -fitt
Feikna- strembið -lega
-er mig langar ekkert bitt-
-efni að borða vega-

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 3/9/06 22:49

all- ég hef víst fengið -flest
feiki- snjallur -lega
mis- ég líð þó ljótan -brest
-leysu fer ég vega-

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/06 15:34

Slit- ég kann ei kvæða- ru,
kann- ég prufa -ske.
ví- ég kann að semja- su,
sauð- um haga- fé,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/9/06 21:59

Ég þurfti nú að draga fram orðabókina fyrir þetta.
‹Þurrkar af sér svitann.›

Setti -drukkinn sauð- í húsið
Í –sölum miklum stóð hann upp-
Ölið, -vínið, brenni- búsið,
breyttu -fugli spé- í skupp.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/12/06 19:12

-rurnar koma kannski slit-
ef -kur hér leggur faus-
-dæmi for- þó dáldið strit
og drullu- sé -tur -aus-

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 26/12/06 20:21

Bro- er vísan trauðla -tin.
Tals- er hennar þolið -vert.
-jandi fagur hennar hryn-
hag- er ljóðið -lega gert.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/1/07 16:19

Frá- eru stuðlar braga -bærir
bjarg- framundan -nafir.
Ó- þó löngum liggja -værir
ljóða- miklir -stafir

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Í- er snúin þessi -þrótt,
þolin- krefst hún -mæði.
Leiftur- samt mér lánast -skjótt
lítil- þetta -ræði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 18/10/07 11:04

Þó -marki nái trauðla tak-
við -teyming ein- hér þekkt er.
Sundur- orða- -skorið -skak
skemmti- einkar -legt er.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 30/11/07 00:52

Þess má geta að þessi slitra hjá Z hér fyrir ofan er hreinasta afbragð.

Ner- er Z.Natan varla -vus
von- er oftast -góður.
Vel hann Pega- situr-sus
og sagna- býsna -fróður.

Úr skálda- -ortum skorin- -munn
-skildur auð- er rómur.
Í visku- -kunnum valinn- - brunn
vís- þar leynist -dómur.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/12/07 15:28

Höldum þá bara áfram:

Lífs- er -braut mín breytileg
blóð- ég þyki -rauður.
-a ég reika villur veg-
vina- sífellt -snauður.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/4/08 11:12

-Um ég lítið stríði stund-
-stapa dvel í Arnar-.
Miðdags- ljúfan brýst í -blund
birtu- hlýja -kjarnar.

-Hlaup mitt núna hefur lífs-
hik- eitt stöðvast -að eins.
-Blað míns lífs er beitt sem hnífs-
bana- kenni ei -meins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 7/6/08 13:39

Ógnar- líður ævin -hratt
einskis- stundum -verð er.
Ef allt -logn í dúna- datt
hún dæmi- alveg -gerð er.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/10/08 20:10

Þó að kvæða- kulni -ból
og krónan -ist herð-
Alka fæ mér flösku -hól
-fur þá hál- verð.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 19/6/09 00:48

Í Mogganum í dag birtist alveg stórkostleg slitra. Ég man því miður ekki höfundinn, en vísan fjallar um nýleg forsetaskipti í Bandaríkjunum, og er þríslitin að auki:

All- það -mar- nú gladdi -ga
að Ge- sjá Bush -org vík- burt -ja.
Ó- tók -ba- við Barack -ma,
bæn- við -heyrslu- þökkum -na.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/6/09 03:20

Raf- af firði farið -magn
fer- mér þóknast -lega.
Náms- það lítið gerir -gagn
gríðar- fyllist -trega.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: