— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 164, 165, 166 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/4/08 00:32

Deyr fé, deyja frændur
djúsinn klárast líka.
Oft er asni rændur
auðgast bensínklíka.

‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/4/08 00:37

Vikið hef ég vísu
úr vegi.
Ljúf var dvöl í Lísu
legi.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 8/4/08 00:41

Legið hef ég held ég fullur harla víða.
fáar dyggðir fas mitt prýða,
mér finnst svo gott að detta íða´.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/4/08 00:52

íða margoft fell og finnst það fjandi gaman
einkum þegar einhver daman
eitthvað vill svo með mér saman

ég hef þetta svona þar sem leiðrétting Billa fylgir ekki keðju.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/4/08 08:11

Upprifinn mælti:

Margoft íða fell og finnst það fjandi gaman
einkum þegar einhver daman
eitthvað vill svo með mér saman

(Stuðul þarf að vera í þriðja áherslulið.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 9/4/08 17:20

Mig langar að spyrja Billa hvort ofangreind athugasemd hans (stuðull í þriðja áherslulið) á við um þríliðaðar ferskeytlur? Annars langar mig að klára vísuna á neðangreindan hátt:

íða fell ég oft og finnst það fjandi gaman
einkum þegar einhver daman
eitthvað vill svo okkur tengja saman
einkanlega um miðju að framan.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 10/4/08 01:42

Upprifinn mælti:

íða margoft fell og finnst það fjandi gaman
einkum þegar einhver daman
eitthvað vill svo með mér saman

ég hef þetta svona þar sem leiðrétting Billa fylgir ekki keðju.

Þetta er fullkomlega ásættanlegt. Næsti!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 10/4/08 02:57

Glundroði minn, Uppi var með braghendu og því er ekkert til að klára. Bragfræðilega séð er það bara ekki hægt.

Saman getum sundrað þeim
og samið um það lag.
Kátir haldið geðveikt geim
gamni- drukkið -slag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/4/08 03:15

Slagar fullur Andþór alla daga sína
er það kvöl og pína?
Spyrja litla og stóra Stína.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 10/4/08 03:21

Stína þykir stórlynd
stæðileg en ósynd.
Málað gæti´ hún mér mynd
mikið er hún þó blind.
‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/4/08 03:27

blind af ást er bústin mær
er bræðir hjörtu drengja
kveikta elda fim hún fær
flink við menn að tengja.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 10/4/08 03:37

Tengist ég við alnetið
inní mínu tjaldi.
Hest minn núna hef étið
fremsta partinn valdi. ‹Ljómar upp›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/4/08 14:23

Gamnislagur getur stundum grátinn vakið.
Þegar Silli flösku faldi
flaug víst á hann gamli Valdi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/4/08 19:41


Valdi fram part Texi prúði
pönnu,útbjó steik,
furðu líkut tappa trúði,
truntan reyndist veik.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 11/4/08 00:05

Ja nú myndi ég gera lagfæringar á stuðlasetningu Lappi minn ef ég skildi bofs í vísunni. ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Veik á geði virðist stundum Vandráðsían.
Stundum eins og stórskáld, rýjan,
stundum eins og vanti í'ann.

‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/4/08 00:18

Ian Dury, minnir mig,
- masókískur fjandi -
bað menn um að berja sig
með beittum riþma-gandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/4/08 00:23

Gandinn vildi víða sinn
vissulega reka
þegar komst hann eitthvað inn
úr fór strax að leka.

Mér finnst Lappi yrkja ver núna þegar Hlebbi er mættur aftur.‹Starir þegjandi út í loftið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/4/08 00:35

Lekur nú úr Lapp'onum
lágstuðlana kvæði.
Kannski best að klapp'onum
svo komi hann með æði.

‹Klórar sér í höfðinu›

        1, 2, 3 ... 164, 165, 166 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: