— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 18/10/03 06:12

Einhver hefur áræðanlega borið fram þessa ósk áður, en hvernig væri ef að útbúinn yrði sjálfbær listi yfir alla notendur og hugsanlega samantekt á virkni þeirra ásamt grunnupplýsingum um þá?

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 18/10/03 06:44

GESTAPÓ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 18/10/03 14:08

Ástæðan fyrir því að mér datt þetta í hug er að notendur eru margir hverjir með mjög kómískar uppsetningar sem gaman er að skoða eða sýna vinum sínum(nú og svo eru auðvitað þeirra eigin uppsetningar oft á tíðum torfundnar). Vill ógjarnan þurfa að leita alltaf að einhverju sem viðkomandi hefur skrifað.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/03 14:52

Mætti þá bæta þar inní að hægt sé að sjá hverjir eru "online" á hverjum tíma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 18/10/03 15:16

Órækja mælti:

Mætti þá bæta þar inní að hægt sé að sjá hverjir eru "online" á hverjum tíma.

Já! Auðvitað!
Ég efast ekki um að notendur yrðu yfir sig hrifnir af þeim möguleika að geta skrifast á með skilaboðakerfinu hérna og geta fengið tafarlaust svör hver frá öðrum!

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/03 15:56

‹Ljómar af ánægju og hleypir brúnum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 18/10/03 19:33

Rauðbjörn. Það hefur lengi staðið til að lappa ærlega upp á prívatsíður notenda. Ég skal gera skurk í þessum málum eftir helgi. Ég lofa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 3/11/03 20:48

Þakka yður kærlega, hæstvirtur Enter. Við elskum þig allir á okkar eigin prívat hátt...

» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: