— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 62, 63, 64 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 23/1/04 12:48

hrefnu máttu koma í kaf
svo kærleikurinn dafni.
en hafa áttu stóran staf
stúlkunnar í nafni.

Skapa vísur skáldin hratt
um skuð í höfum.
Uppá sig mín vinna vatt
og veldur töfum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/1/04 14:25

Töfum veldur vísnasmíð.
Vei þér Smali góður.
Andinn geldur, gengur níð.
Grefur rakkinn óður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/1/04 14:43

óðinn þennann Óðinn fær
einnig þrumugoðið
Frigg og einnig Freyja mær
fisk þær hafí soðið

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 23/1/04 15:30

Heyrðu Crusifucus, ekki slíta þráðinn...Nú verð ég bara að stoppa í:
[soðið get ég saman vísu
svona verða bætur
slitins þráðar slepp úr krísu
slæ inn orðið „lætur”]BP.

Lætur guðinn ljóðaskrum
létt um eyru þjóta.
En soðningu hjá systrunum (sic)
segist alltaf njóta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 24/1/04 02:45

Njóta vil ég víns og osta
villibráðar, góðra kosta
full er matarlystin losta
lækkar átið sultar rosta

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 24/1/04 04:00

Rosta lægir, klókur kann
kóngur flestra byggða.
Kosta margra hrókur hann
hilmir bestra dyggða.

‹Í sléttuböndum:›

Dyggða bestra hilmir hann,
hrókur margra kosta.
Byggða flestra kóngur kann
klókur lægir rosta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 24/1/04 06:59

Dyggða slóðir tvöfalt treð
troðið flagið sýtið
fryggða glóðir súrar séð
sýnist rafti lítið

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 24/1/04 13:27

Lítið fyrir lagðist mig,
léttvægt tilgangsleysið.
Skakkt það fer á skjön við mig,
skítadjöfulspleisið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/1/04 22:32

Skítadjöfulspleisapakk
pranga allann daginn
gítarsgjöfulsspeisið sprakk
spranga svalla maginn

‹nennti ekki að vanda mig, sorrý, en hmmm...Crucificus fylgdi ekki reglunum, Barbi hvað gerirðu þá?›

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 24/1/04 23:19

Heyrðu gestur þú átt, á þessum þræði, að hefja vísuna á síðasta orði þeirrar vísu sem fylgdi reglu áður.BP

Sníkt er svoddan ruglubulla
svara þessu ekki kann,
Á Dabba rennur rokna drulla,
Dóri fór og skeindi, hann.

GESTUR
 • LOKAР• 
krummo 24/1/04 23:37

Fylgjum reglu Krummo/Gestur, ekki slíta keðju og ekki tvinna við vísur sem brjóta reglur. Reynum nú að hafa smekkvísi innan einhverra marka í persónuníðinu.

Hann Dóri með duluna sína
þrífur í Dabba og skeinir,
Djöfull mun helvítið hrína
sama hvað Dóri reinir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 24/1/04 23:59

maginn gæði metur
marsípan og rjóma
en gubbar séð ef getur
grófa sleggjudóma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 25/1/04 00:28

Sleggjudóma síst ég vil
sjá í vísnaþræði.
Eflum frekar andann til
að yrkja fögur kvæði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/1/04 00:33

Kvæði vildi kynni ég,
kveða fögur stundum.
Sletta leir; því sinni ég
sef alltaf á fundum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 25/1/04 00:39

Fundum hollum Herbjörn ann
hann er vísnafróður
ljóðin ágæt kveða kann
karlinn bísna góður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/1/04 14:40

Góður, betri, bestur,
barnarugguhestur,
slæmur, verri, verstur,
vondur næturgestur.

‹Innihaldið oft er rýrt,
enda skiptir formið
meiru þegar mælt er sýrt,
mun það vera normið.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 25/1/04 15:56

næturgestur gekk á dyr
gól og reið svo húsi
eftir honum Áka spyr
eða meira búsi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/1/04 16:33

Búsið skal bikar í láta
bergja skal guða þær veigar.
Gagnast þá lítið að gráta,
gleði skal ríkja er teigar.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 62, 63, 64 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: