— GESTAPÓ —
Árshátíð?
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/5/06 11:50

Halli þorir ekki að láta sjá sig.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/5/06 11:51

Offari mælti:

Halli þorir ekki að láta sjá sig.

Víst! Mig bara langar ekki!

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/5/06 11:54

Fyrirgefðu ég bara missti þetta út úr mér áður en ég vissi að stundaðir reglulegan hitting við beljurnar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 18/5/06 11:55

Haraldur Austmann mælti:

Huh! Hver á þá að gefa beljunum á meðan? Ekki frú Austmann eftir að ég át hana um páskana.

Við ráðum bara einhverja pólska til að gefa beljunum... er ekki nóg af útlendingum þarna í sveitinni þinni?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/5/06 11:55

Offari mælti:

Fyrirgefðu ég bara missti þetta út úr mér áður en ég vissi að stundaðir reglulegan hitting við beljurnar.

Auðvitað gera bændur það. Oft kemur bóndi í opna Skjöldu og allt það.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/5/06 11:56

Nornin mælti:

Mér líst ljómandi vel á að halda árshátíð, en þetta er eitthvað sem ritstjórn verður að vera með í og taka ákvörðun um, annars er þetta bara stór óformlegur hittingur.

Þetta eru orð að sönnu, ritstjórn hefur allt vald til að skipuleggja árshátíðina, því án þeirra er það ekki árshátíð. Tími, staðsetning og annað er á þeirra valdi... þeir hafa þó hingað til skipað nefnd vísra Gestapóa til að hjálpa sér við skipulagningu og ef einhver er farinn að bíða eftir að eitthvað komi fram um hugsanlega árshátíð, þá verður fólk að ræða það við Enter og félaga... sendið þeim tölvupóst eða einkaskilaboð ef þið eruð orðin eitthvað tens varðandi árshátíðina...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/5/06 11:57

Nornin mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Huh! Hver á þá að gefa beljunum á meðan? Ekki frú Austmann eftir að ég át hana um páskana.

Við ráðum bara einhverja pólska til að gefa beljunum... er ekki nóg af útlendingum þarna í sveitinni þinni?

Nei, bara grænum tröllum sem vinna á steypustöðvum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/5/06 12:14

Viltu að ég komi og hjálpi þér með beljurnar?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/5/06 12:45

Offari mælti:

Viltu að ég komi og hjálpi þér með beljurnar?

Tjah...þú mátt alveg koma og halda þeim.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 18/5/06 22:15

Haraldur Austmann mælti:

Offari mælti:

Viltu að ég komi og hjálpi þér með beljurnar?

Tjah...þú mátt alveg koma og halda þeim.

‹Mætir að sjálfssögðu með poppið og þrívíddargleraugun›
Þetta verður sjóv, sem jég ætla ekki að missa af!
‹Kemur sjér fyrir í flórnum›

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 18/5/06 22:33

Þegar ég talaði um að hverskonar öfuguggaháttur gæti orðiðrefsilaus í ár, þá reiknaði ég ekki með því að skáphurðirnar hentust upp allt í kringum mig.
‹Horfir furðulostinn yfir sviðið›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 18/5/06 22:43

Ég mætti á þessa s.k. árshátíð í fyrra, það voru ömurleg vonbigði. Allir voru eitthvað svo mikið að tala saman og voru rosalega venjulegir og vinalegir. Það var ekki selt ákavíti á barnum og ég var að fara á strákaklósettið því stelpurnar voru á trúnó á kvennaklósettinu. Ég ætla samt að mæta í vor ef ritstjórn nennir að halda árshátið, því mér finnst leiðinlegt svo skemmtilegt.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/5/06 00:03

feministi mælti:

Ég mætti á þessa s.k. árshátíð í fyrra, það voru ömurleg vonbigði.

Ertu enn fúl yfir að ég hafi unnið þig í sjómann?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 19/5/06 08:46

Isak Dinesen mælti:

feministi mælti:

Ég mætti á þessa s.k. árshátíð í fyrra, það voru ömurleg vonbigði.

Ertu enn fúl yfir að ég hafi unnið þig í sjómann?

Þú vannst ekkert í alvöru ég lét þig vinna enda varst þú ekki nema 140 cm á hæð og vógst í mest lagi 47 kg. Ég aftur á móti 197 cm á hæð og viktin hefur ekki farið undir 120 kg síðan ég fermdist. Ég er útnárameistari í ólöglegum fantabrögðum og hefði auðveldlega getað drepið þig í sjómann.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 19/5/06 16:01

Það er vonlítið að árshátíð verði haldin nú á vormánuðum, enda ritstjórn óvenju dreifð um hvippa og hvappa og við hinir fáu sem eftir sitjum erum kafnir önnum við gerð tímamótahawaiiplötu samsteypunnar, sem væntanleg er í byrjun júlí.

Árshátíð er því hér með færð aftur til haustsins, enda sjúklega 20. aldar eitthvað að halda slíka samkomu fyrri part árs. Í ykkar sporum tæki ég því gervallan september frá.

Sumarfríið, sem hefst með pompi 1. júní, getið þið svo notað til að byrgja ykkur upp af ukeleleum, strápilsum, blómakrönsum, kokkteilregnhlífum og moskítóflugum.

Á hinn bóginn er svo aldrei að vita nema við bjóðum til herjarinnar strandveislu í júlímánuði til að fagna næstkomandi meistaraverki.

Guð blessi ykkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 19/5/06 18:16

Enter mælti:

Það er vonlítið að árshátíð verði haldin nú á vormánuðum, enda ritstjórn óvenju dreifð um hvippa og hvappa og við hinir fáu sem eftir sitjum erum kafnir önnum við gerð tímamótahawaiiplötu samsteypunnar, sem væntanleg er í byrjun júlí.

‹grenjar eins og stunginn grís›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 19/5/06 18:29

Er verið að fara að loka ?‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/5/06 20:46

Enter mælti:

Það er vonlítið að árshátíð verði haldin nú á vormánuðum, enda ritstjórn óvenju dreifð um hvippa og hvappa og við hinir fáu sem eftir sitjum erum kafnir önnum við gerð tímamótahawaiiplötu samsteypunnar, sem væntanleg er í byrjun júlí.

Árshátíð er því hér með færð aftur til haustsins, enda sjúklega 20. aldar eitthvað að halda slíka samkomu fyrri part árs. Í ykkar sporum tæki ég því gervallan september frá.

Sumarfríið, sem hefst með pompi 1. júní, getið þið svo notað til að byrgja ykkur upp af ukeleleum, strápilsum, blómakrönsum, kokkteilregnhlífum og moskítóflugum.

Á hinn bóginn er svo aldrei að vita nema við bjóðum til herjarinnar strandveislu í júlímánuði til að fagna næstkomandi meistaraverki.

Guð blessi ykkur.

Jibbí! Þetta voru nú góðar fréttir.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: