— GESTAPÓ —
Íslenska réttarkerfið
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/06 15:00

Það vekur stundum furðu þetta íslenska réttarkerfi.

Nú var verið að dæma kynferðisglæpamann í einungis 3½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot á tveimur barnungum stúlkum. Að eyðileggja líf tveggja manneskja á þennan hátt er greinilega ekki svo alvarlegt samkvæmt íslenska réttarkerfinu.

Á sama tíma les maður fréttir um að einhverjir ljósritaðir peningaseðlar séu í umferð og að hugsanleg fangelsisvist fyrir slíkt brot sé um 12 ár.... Er ekki allt í lagi hérna ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/06 15:28

Nei Skabbi minn, það er ekki allt í lagi. Auðgunarbrot eru litin mun alvarlegri augum en kynferðisbrot en þessu ætti að vera öfugt farið.

Dauðarefsing er hæfileg þegar fullsannað er að einhver hefur beitt barn kynferðislegu ofbeldi.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/5/06 15:46

Það hugsar bara enginn um neitt nema peninga á þessari guðsvoluðu plánetu lengur.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 3/5/06 16:22

Leggjum niður alla peninga og tökum upp flöskutappakerfið.

Góðar stundir.
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 3/5/06 17:12

Refsiramminn og útdeild refsing fara ekki endilega saman, refsiramminn fyrir kynferðisbrot gegn ungmennum er held ég 16 ár (til samanburðar við áðurnefnd 12 ár). Sem fær mann reyndar til að hugsa hvað þarf að gera til að vera dæmdur í full 16 ár...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/5/06 18:35

...og afhverju allir kynferðisglæpamenn fá þá ekki þessi 16 ár.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 4/5/06 18:41

Það er ekki auðvelt að hækka skyndilega refsingar. Taka þarf tillit til dómasamræmis, því það er óeðlilegt ef einhver fær tvöfalda, þrefalda eða fjórfalda refsingu á við annan sem fremur samskonar brot, bara af því dómur í hans máli féll einhverjum mánuðum seinna en hins. Refsigleði er ekkert alltaf besta lausnin, það sýnir reynslan. T.d. í Bandaríkjunum eru menn dæmdir í mjög langar refsivistir. En það segir alls ekki alla söguna því sumum er sleppt löngu áður en afplánun lýkur. Allt tal um að Texas-fylki sé hörkutól hvað refsingar varða er ekki rétt, það sýna staðtölur. Og fyrir vikið er fólk þar að treysta á refsivörslukerfið á rangri forsendu.

Þó hygg ég að refsingar við kynferðisbrotum hafi þyngst síðustu ár og jafnframt höfum við séð mikla breytingu hvað varðar það að frásögnum barna er nú trúað, en áður var tilhneiging til að lita framhjá vitnisburð barna.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 4/5/06 20:59

Það er ekki um afplánun að ræða ef menn eru gerðir höfðinu styttri.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 4/5/06 21:30

Tigra mælti:

...og afhverju allir kynferðisglæpamenn fá þá ekki þessi 16 ár.

Allir! Stigsmunur þessara glæpa eins og allra annarra er mikill og því útilokað að hafa eina fasta refsingu í öllum tilfellum.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/5/06 21:37

Hvar byrjar fyrsta stig, og hvað komast menn upp með mörg stig refsilaust?
Eru kynferðisglæpir gagnvart varnarlausum börnum einhverntíman svo vægir að ekki þykir þörf á refsingu?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 4/5/06 21:57

Kynferðisglæpir gegn varnarlausum börnum eins og þú orðar það eru í raun ekki til samkvæmt lögum.
Fáránleikin í þessu er sá að ef sextán ára strákur t,d sefur hjá stelpu sem ekki er orðin fjórtán þá er hann orðið að sama glæpamanninum og nauðgar fimm ára barni.
Verð að rjúka frá en er til í að ræða þessi einhver vitlausustu lög sem til eru í landinu og voru sett í móðursýkistískukasti fyrir stuttu nánar.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/5/06 09:36

Já en vissir þú að nauðgunartilraun getur haft alveg jafn sterk áhrif á barn eins og nauðgunin sjálf?
Jafnvel þótt að ekkert hafi gerst, þá er barnið alveg jafn skaddað eftir á!
Við erum ekki bara að tala um líkamlegt ofbeldi, og kannski síst það, heldur um andlegt ofbeldi... og það er ÞAÐ sem á eftir að valda barninu andlegan skaða og erfiðleika í framtíðinni... ekki rof á meydómi eða sveindómi.

Þetta er fyrst og fremst andleg árás og hefur miklu meiri áhrif sálrænt en líkamlegt.
Það hefur líka verið sannað að í flestum tilfella nauðguna, sama hvort að barni eða gamalli manneskju er nauðgað þá er ofbeldismaðurinn ekki að hugsa um kynlíf, heldur vald.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 5/5/06 12:54

Já Já, veit margt um þetta. Þó ég hafi sagt að ég væri til í að ræða málið nánar þá er ég hálfparinn búin að skipta um skoðun því allt er þetta svo ógeðfelt að umræða af þessu tagi á varla heima á vef þar sem maður er fyrst og fremst að skemmta sér.
En það er mín skoðun að lög um kynferðisafbrot og skilgreiningin á alvarleika þeirra hafi verið meingölluð og nýlegar breytingar gert illt verra.

Ekki láta það hvarla að þér að ég sé að verja þann brotlega í nokkru tilfelli, en lög þar sem í örvæntingu er reynt að bregðast við einu ljótast meini allra samfélaga og þar með mannkyns í heild með því að útvíkka einhvern refsiramma og herða dóma um fáeina mánuðu eða ár er arfavitlaust vegna þess að það er gagnlaust.

Það verður að ráðast gegn þessu með allt öðrum hætti.

Sérmenntað fólk, sálar, geðlæknar, félagsfræðingar og aðrir sérfræðingar um þennan vanda verða að finna leið til að ráðast að rótum hans.
Vandamál sem spannar nær allt litrófið frá pirrandi og til lengdar óþolandi áreiti heimskra hálfvita sem halda að þeir séu meiri menn með því að opinbera sig sem fífl, og uppí ólýsanlegan hrylling sjúklegs viðbjóðs verður ekki leyst með asnalátum blaða eða sjónvarpsþáttasala né upphlaupi stjórnmálaskíthausa sem telja sig græða atkvæði með því að hrópa að sá sem geri svona næst verði ári lengur í steininum en sá sem gerði það í fyrra.
Það er hægt að tala um þetta lengi, lengi en ég stoppa hér. ‹Í bili allavega›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/5/06 14:34

Já ég er sammála.
Það má loka þessum þræði mín vegna.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/5/06 01:08

voff mælti:

Það er ekki auðvelt að hækka skyndilega refsingar. Taka þarf tillit til dómasamræmis, því það er óeðlilegt ef einhver fær tvöfalda, þrefalda eða fjórfalda refsingu á við annan sem fremur samskonar brot, bara af því dómur í hans máli féll einhverjum mánuðum seinna en hins. Refsigleði er ekkert alltaf besta lausnin, það sýnir reynslan. T.d. í Bandaríkjunum eru menn dæmdir í mjög langar refsivistir. En það segir alls ekki alla söguna því sumum er sleppt löngu áður en afplánun lýkur. Allt tal um að Texas-fylki sé hörkutól hvað refsingar varða er ekki rétt, það sýna staðtölur. Og fyrir vikið er fólk þar að treysta á refsivörslukerfið á rangri forsendu.

Þó hygg ég að refsingar við kynferðisbrotum hafi þyngst síðustu ár og jafnframt höfum við séð mikla breytingu hvað varðar það að frásögnum barna er nú trúað, en áður var tilhneiging til að lita framhjá vitnisburð barna.

En nú virðast dómarar geta aukið refsingar töluvert á tiltölulega skömmum tíma er viljinn er fyrir hendi. Amk. virðast þeir hafa hækkað töluvert refsingar fyrir eiturlyfjabrot á síðastliðnum 10 árum eða svo. Þeim þykir hins vegar vænna um barnaníðnga sýnist mér. Hvað svo sem það segir um þeirra sálarástand og samvisku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 7/5/06 08:37

Hverju hafa þyngri dómar í fíkniefnamálum skilað? Engu. Smygl og neysla er meiri en nokkru sinni fyrr og vex stöðugt.
Maður sem hlaut einhvern þann þyngsta dóm sem kveðin hefur verið upp í fíkniefnamáli var tekin aftur nú um daginn rétt eftir að hann var látin laus sem er gott dæmi um tilgangsleysi þyngri refsinga.
Fikniefnastríðið er að tapast vegna rangra baráttuaðferða, víglínan er gatasigti og óvinurinn smýgur allstaðar í gegn. Og það sem verra er, liðssafmaður hans að baki víglínunnar er orðin slíkur að ástandið er í raun orðið óviðráðanlegt.
Mikilvægasta atriðið varnarinnar er að skilgreina óvininn rétt.
Og hver er hann? Ég held mig vita svarið. Það er eftirspurnin! Ekki framleiðendur, smyglarar eða salar því þeir væru ekki til ef eftirspurnin væri ekki fyrir hendi.
Því þarf nýa hugsun. Það þarf að hörfa og mynda varnarlínu sem hægt er að halda.

Alltaf mun fólk falla fyrir fíkniefnum, en með réttum baráttuaðferðum tel ég að minnka mætti mannfallið verulega í stað þess að það aukist stöðugt.

Það sama á við í kynferðisafbrotamálum þó að þau séu í raun allt annars eðlis.
Það þarf nýa hugsun. Að setja lög sem gera ungling sem sjálfur telst barn en er orðið sakhæft að glæpamanni fyrir að sofa hjá öðrum ungling tveimur árum yngri og legga að jöfnu við glæpi sjúkra barnaníðinga sýnir vel hverslags bull er í gangi.

Og því miður er fleira í þessum lögum sem eru svo heimskulegt að augljóst er að löggjafin þorir ekki að taka á tabúunum, en er að væflast í að breyta aldursmörkum og refsingum. Einn mánuð í viðbót ef þú gerir þetta, einum mánuði minna ef þú gerir hitt svo framanlega sem þú gerir það svona en ekki hinsegin því þá færðu mánuð í viðbót.
Fyrir hvað er verið að borga þessum vitleysingum laun? Skiptir þetta einhverju máli í þvi að reyna að fækka kynferðisglæpum.?
Munið þið kunningjanauðgunarkjaftæðisþvæluna sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum?
Della sem allir gerðu grín að og mikil orka og peningar fóru til á meðan barnaníingarnir fóru sínu fram.

Móðursýkislegum upphlaupum frétta og stjórnmálamanna ásamt ótrúlegu bulli sjálfskipaðra sérfræðinga sem hvað eftir annað staglast á sömu dellunni um vondukallana og þyngri dóma verður að linna.
Það þarf að hefja nýa baráttu með nýum aðferðum og losa sig við aðferðafræði sem er verri en gagnslaus. Til þess þarf að slátra nátttröllunum sem hafa bitið sig það fast í borðbrúnir og bittlinga að orustan við þau gæti orðið sú erfiðasta.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 7/5/06 09:17

Í stað þess að skella fólki sem fremur fíkniefnaafbrot, inn á Litla Hraun, í dóp-paradís, þá væri töluvert sniðugra að senda þau í meðferð.

Jú það væri dýrt að senda alla í meðferð, en það er mjög dýrt að halda uppi manneskju í fangelsi, og þessvegna er þeim alltaf sleppt út snemma.
Með því að senda þau í meðferð værum við líka að vinna á vandanum, ekki bara seinka honum.

Ég veit allt um að meðferð virkar ekkert á alla einn, tveir og þrír, en hjá sumum hefur allt í einu eitthvað gerst, í tíunda skipti sem þeir eru í meðferð.
Svo að ef að þeir halda áfram að brjóta af sér brot í tengslum við fíkniefni, bara aftur í meðferð.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/5/06 09:24

Næst verður það talið refsivert að vera netfíkill.

KauBfélagsstjórinn.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: